Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 16
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvernig Hólar urðu biskupssetur. Þótt Norðlendingar væri óánægðir með að hafa einn biskup yfir öllu land- inu, sem sæti suður í Skálholti, og þótt þeir óskuðu þess af alhug að biskupsstóll yrði settur fyrir Norðlend- ingafjórðung, þá voru menn þó í ráða- leysi með jörð og stað handa hinum fyrirhugaða nýa biskupi. Einstakir menn áttu þá kirkjur og kirkjustaði og þóttust eigi skyldir til að láta þá aí hendi undir biskupsstólinn. Þá var þegar kirkjustaður á Hólum og kirkja mikil. Þá kirkju hafði gera látið Otti nokkur Hjaltason og er sagt að sú kirkja hafi þá mest gjör verið undir trjeþaki á öllu íslandi, að Otti þessi hafi lagt tU þeirrar kirkju „mikil auð- ræði", látið búa hana innan vel og vandlega og þekja blýi alla. Svo er að sjá, sem Otti hafi þá verið liðinn undir lok, þvi að i þann tima var prestur sá á Hólum er Hilarius eða Illugi hjet. „Hann einn varð til bess búinn af virðulegum mönnum í Norð- lendingafjórðungi, að rísa upp af sinni föðurleifð fyrir guðs sakir og nauð- synjar heilagrar kirkju, því að áður höfðu verið langar þæfur höfðingja á milli hver upp skyldi rísa af sinni föð- urleifð ng staðfestu og varð enginn til- búinn nema sá einn“. Þannig stóð á því, að Jón biskup Ögmundsson, sem íyrstur varð biskup norðanlands árið 1106, fluttist að Hólum, og að þar var siðan biskupssetur þangað til úrið 1801. (Jóh. Þorst.) Vindsala. í íslandslýsingu Blefkens segir: ís- lendingar eru allir mjög hjátrúarfullir og hafa púka, sem þjóna þeim eins og vinnufólk. Prestarnir reyna að stemma stigu fyrir þessu guðleysi, en það dugir ekkert, því djöfullinn hefir spilað svo í þeim, að þeir gefa engan gaum að nokkurri helgri kenningu nje vandlætingu. Þeir lofa að veita byr fyrir fje með fulltingi fjandans, og hefi jeg reynt það sjálfur. — En það at- vikaðist á þessa leið: Skamt frá Bessa- stöðum var vinnumaður, sem Jónas hjet og var þeim Blefken vel til vina. Hann hnýtti að skilnaði þrjá hnúta á klút Blefkens og sagði að hann skyldi leysa hnútana, ef þeir fengi mótbyr SÚLUR í VESTMANNAEYJUM. Súlur eru nú friðaðar að meira eða minna leyti hvar sem þær halda til i Evrópu. Menn ætla að reyna að koma í veg fyr- ir að það fari svo um þennan stóra og fallega fugi eins og geirfuglinn, að hon- um verði algjörlega útrýmt. Síðan farið var að friða súluna hefir henni fjölg- að nokkuð og er nú farin að verpa á ýmsum stöðum, þar sem hún hefir ekki sjest lengi, svo sem á eyum í Ermarsundi. Á 10 ára fresti er reynt að kom- ast að því hvað súlustofninn sje stór, og til þess kom prófessor Jul. Huxley hingað i sumar að vita hvað margar súlur heldi til á íslandi. Kastaði hann tölu á þær bæði í Vestmannaeyum og við Eldey, og taldist honum svo til að' þær mundu vera um tíu þúsundir. — Myndina hjer að ofan tók hann á þessu ferðalagi. og hugsa jafnframt um sig. Þegar þeir Blefken voru komnir undir Spán, gerði ládauðan sjó, svo að þeir komust ekkert áfram. Þá datt Blefken klút- urinn í hug og ásetti sjer að reyna nú kunnáttu Jónasar. Hann leysti fyrsta hnútinn og kom þegar góður byr, áður en klukkutími væri liðinn. Þá leysti Blefken annan og þriðja hnút- inn og jókst þá vindurinn um allan helming, svo að þeir komust vonum fyrr að landi. Arngrímur lærði minnist á þessa sögu Blefkens og ber ekki á móti því, að einhverjir íslendingar kunni að bafa brallað það, að selja vind; en hann leggur það svo út, að einhverjir gár- ungar hafi lofað heimskum og trú- gjörnum kaupmönnum byr, til að hafa út úr þeim fje, og sje nóg að það hafi ræst einu sinni til þess að orð kæm- ist á íslendinga fyrir vindsölu. (Ól. Dav.) A lþingiskosning fór fram í Suður-Múlasýslu 14. júní 1890. Þá bauð Sigurður prófastur Gunnarsson sig fram á kjördegi, og kom með kjósendur sína með sier. Hann var kosinn þingmaður með 38 atkvæðum, en sjera Páll i Þingmúla fjekk 29 atkv. og Jón prófastur í Bjarn- arnesi 10 atkv. Úr gömlu brjefi. Kýr átti að bera í Borgarfirði. Kálf- urinn rak út höfuðið, sneri inn aftur og hefir ekki sjest síðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.