Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 1
37. tölublað. Sunnudagur 9. október 1949. XXIV. árgangur. Ernst Pollatschek: 2 BAK VIÐ JÁRIMTJALDIÐ. Sannleikurinn um „Sæluríki“ III. KAFLI Hlutverk stjettarfjelaganna. Á VESTURLÖNDUM hafa stjettar fjelögin leyst af hendi framúrskar- andi starf, til að bæta kjör og menn ing fjelaga sinna — og annara verkamanna líka — og halda þessu starfi enn ótrauð áfram hjerna megin Járntjaldsins. En hvað er þá um starfsemi stjettarfjelaganna bak við járn- tjaldið? Þar hefir orðið stórkostleg breyt- ing á hlutverki stjettarfjelaganna í tíð sovjetstjórnarinnar- í opinberu stjórnarmálgagni er svo sagt frá deilum, sem urðu á allsherjarþingi stjettarfjelaganna sem haldið var í desember 1928. „Stjórn sambands stjettarfjelag- anna barðist með hnúum og hnef- um gegn nýskipan stjettarfjelag- anna. Flokkurinn vildi að stjettar- fjelögin ynnu alveg jöfnum hönd- um að viðgangi ríkisrekstursins og bættum kjörum verkamanna, en hægrimenn (þar er átt við hina svonefndu „hægri andstöðu“ í hinna vinnandi stjetta stjettarfjelögunum) töldu, að hlut- verk stjettarfjelaganna væri ein- göngu það, að gæta hagsmuna fje- laga sinna“. Það er alveg Ijóst, að flokkurinn sigraði í þessari deilu. Það var vegna þess, að hann hafði ríkis- valdið á bak við sig. Stjórn stjettar- fjelagasambandsins, með Tomski í broddi fylkingar, var sett af 1929. Hvað mundu verkamenn vorir segja, ef ríkisstjórnin dirfðist að setja sambandsstjórn þeirra af? Slíkt hefir hvergi komið fyrir, nema í Rússlandi og leppríkjum þess, og svo í Þýskalandi á dögum Hitlers. Eftir sigurinn yfir stjettarfjelög- unum var komið þar á þeirri ný- skipan sem flokkurinn vildi. Frá þessu er skýrt í riti, sem nefnist „Sovjetríkið“ og var gefið út af jafnaðarmannaflokknum í Sviss árið 1947- „Eftir að Tomski hafði verið sett- ur af, og svokölluð „hreinsun“ far- ið fram í stjettarfjelögunum gekk í gildi ný stefnuskrá um hlutverk stjettarfjelaganna. Var aðalkjarni hennar, að allir legðust á eitt, með að auka sem mest afköst í öllum iðngreinum, að fastakveða launa- ! flokka, að auka „vinnuagann“, að koma á stað „sósíalistiskri vinnu- , samkeppni", að auka framleiðsluna með því að innleiða í stórum stíl „Stachanovaðferðina“, og vinna að þjóðarhag og velgengni. — Þann- ig voru stjettarfjelögin gerð að einu hjóli í stjórnarvjelinni, og þeim nákvæmlega afmarkaður bás Um svo þýðingarmikið atriði sem launakjör, hafa þau ekki fram- ar neitt að segja. Síðan 1935 hefir ekki um neina vinnukjarasamninga nje launa- samninga verið að ræða. Það er á- kveðið hve mikið af ríkistekjun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.