Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 11
LÚSBOK MORGUNBLAÐSINS 439 /j3an Jí cuninni fLtl í 50 dra a fmcelióliófi i3únaLat'j)in^ó acf éJailóótöcfum 2. óeptember /949 Þá horft er um öxl yfir hálfa öld hugurir.n víkur til þeirra í kvöld, er merkastan þátt hafa á moldina skráð, menningarfræjum í akurinn sáð, hófu til virðingar býli og bygðir, bundu við sveitirnar orku og trygðir og skildu að sundrung er sorg vorrar móður en samhyggja lífsins og vorsins gróður. Þeir rekunni breyttu og pálnum í plóg, plægðu og herfuðu óræktarmó, gæddu hann frjósemi, græddu hann vel, en gerðu úr orfinu sláttuvjel. Þeir brúuðu ár og bygðu vegi, börðust við helsið á nóttu og degi, ruddu og sáðu, ræstu og girtu og reifuðu býlin yl og birtu. Þeir undu við bú hvort sem ilmaði jörð eða ógnaði frost og hríðin hörð. Þeir erjuðu landið og efldu þess lög frá ystu nesjum í fremstu drög, og vegi brutu til beggja handa, blárra fjalla og lágra stranda. Um heiðar og útskaga leiðirnar liggja, ef landið skal þekkja, nota og byggja. Þótt strjál sjeu býlin er samúðin sönn í sóln og í vörn í dagsins önn, því glaumur þar heftir ei hugans rás og bjartað á múgsins þrönga bás, en starfað er saman í anda og eining /',' að öllu, sem hefur kjarna og meining. r ; Vjer lærum að meta gesti og granna , ef gatan er löng til næstu ranna. y uA3 aaseq í sveitinni er menníng vor mörkuð og fædd, moldin er skapandi frjómagni gædd, þótt ginni oss borgir með gildari auð þær gefa ei hollari vöxt eða brauð. Er ekki ræktunin algildur háttur, eilífðarhugsjón og töfrandi máttur og iðja sáðmannsins sókn þeirrar stjettar, er sækir til þroska og andlegs rjettar? ________ . 'ijn/jrr Búnaðarþing, það er bygging góð, ef bændanna geymir það menningarsjóð, og vegur þess rís, ef sú stoð er sterk, '* störf þess verða þá nýt og merk. * En bresti stytturnar hásætið hrapar, hvelfingin fellur og virðingu tapar, því aldinum fögrum er runnurinn rúinnj. ef rótin er slitin og mergurinn fúinr, Vjer biðjum og vonum að búandans starf blessist og efli vorn þjóðlega arf, og vitiun að þá er úr vandanum leyst, ef virðing sveitanna og menning er treyst. Því meðan að bændurnir berjast til landa, byggja, rækta og saman standa, er þjóðin að vaxa og guð henni góður. Gróandans ilmur er jarðlífsins óður. ÓLAFUR JÓNSSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.