Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 12
440 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GÖFGI MAMNSINS EF ÞAÐ hefði verið sagt við ein- hvern meðan mannkynið bjó í hellum, að hann ætti að hugsa „þjóðernislega“, þá hefði hann ekki skilið það. Forfeður hans höfðu hugsað „fjölskyldulega“, en eftir margar þúsundir ára var hann sjálf ur kominn á það stig, að telja til fjölskyldunnar afkomendur bræðra sinna eins og sina eigin afkomend- ur og þess vegna farinn að hugsa „ættræknislega“. En hagsmunasvið hans náði ekki út yfir veiðiland fjölskylduþorpsins, eða aðeins yfir nokkrar fermílur lands. Smám saman lagði mannkynið jörðina undir sig. Herskáir flokk- ar, sem bjuggu við litla landkosti, rjeðust inn í blómlegri lönd, rændu og drápu. Þegar þeir þóttust komn- ir nógu langt, settust þeir þar að og lögðu landið undir sig með valdi. Á þennan hátt blönduðust þjóð- flokkar, sem ekki höfðu kynnst áð- ur, og þegar þeir höfðu komið sjer saman, sköpuðust yfirráðasvæði miklu stærri en verið hafði. Stað- hættir, svo sem fjöll og ár, mynd- uðu þá varnir gegn aðkomandi ó- vinum. Sameiginlegir hagsmunir tegndu saman fleiri og fleiri ætt- kvíslir, og þá sköpuðust hugtökin „þjóð“ og „föðurland" og menn fóru að hugsa þjóðernislega. Þetta ástand ríkir enn í dag og hefur stað- ið um nokkrar þúsundir ára. Langa lengi varð engin breyting á afstöðu einstaklingsins til mann- kyns alls. Meðan hesturinn var aðal samgöngutækið, gekk alt svo að segja sinn vanagang. En fyrir svo sem hundrað árum fór jörðin að minka. Þá komu járn- brautirnar til sögunnar. Þær styttu allar fjarlægðir og færðu þjóðirnar saman og juku um leið stórhug þeirra. Það var engu líkara en fang- elsisdyr hefðu opnast. Það var eins og staðanöfn, sem menn höfðu sjeð á korti, fengi alt í einu líf, og margs konar hindurvitni og hjátrú um framandi þjóðir, fell um sig sjálft. Gufuskip komu í stað seglskipa. og margar kynjasögur, sem siglinga- menn á 15. öld höfðu sagt, reynd- ust fásinna. Og svo núna á 20. öldinni komu flugvjelarnar og útvarpið og gerðu allan hnöttinn svo lítinn að hann er nú ekki stærri en Svissland var áður. í dag á mahnkynið heima í garði, sem minkar óðum. Tíminn hefur verið sigraður og menn taka ekki lengur mark á honum. Hann er mönnum ekki lengur til trafala. Með því að gera fjarlægðir svo að segja að engu, hefur maðurinn lært að þekkja hnöttinn og alla þá, sem hann byggja. Hann hefur kynst meðbræðrum sínum og lært að skilja þá. Nú þarf hann ekki að dæma um aðra eftir afspurn heldur af eigin reynslu. Hann frjettir þeg- ar í stað um atburði, sem gerast á hinum fjarlægustu stöðum, elds- voða í Sydney eða Brooklyn, vatna- vöxtu og flóð í Ganges eða Missis- sippi. Og af því að þessar frjettir koma svo að segja á meðan atburð- irnir eru að ske, verða þeir miklu athyglisverðari. — Tíminn dregur miklu meira úr hörmulegum tíð- indum heldur en fjarlægðin. Það er mikill munur á þessum tveimur frjettum: „Ógurleg hungursneyð var í Indlandi árið 1840“ og „Ógur- leg hungursneyð er nú í Indlandi og fólk hrynur niður þúsundum saman.“ Þeir, sem urðu hungur- morða fyrir einni öld, mundu hvort eð væri vera dauðir nú. En þeim, sem dóu í gær eða í morgun, hefði verið hægt að bjarga ef —--------- Ábyrgðartilfinningin gerir vart við gig. „Á þessari stundu, meðan jeg sit að hrokuðu borði, hrynja menn niður af hungri og geta enga björg sjer veitt“. Og myndir af hinum hörmulegu atburðum gera þetta enn átakanlegra. „Jeg mundi sjálf- sagt geta forðað nokkrum börnum frá hungurdauða með þeim mat, sem hjer er á borðum.“ Þannig gríp ur um sig samúð með öðrum án tillits til þess hvað þeir eru langt í burtu, þótt úthöf og heimsálfur skilji. Þannig er að skapast sam- eiginleg tilfinning allra manna á jörðu, en það hefði verið óhugsandi án þeirrar dásamlegu uppgötvunar, sem útvarpið er. Útvarpið, sem er ávöxtur hug- vits, hefur þannig stórkostlega stuðlað að framgangi þeirrar kenn- ingar trúarbragðanna, að sam- tengja mennina og auka gagnkvæm an skilning þeirra. Það fer því svo, að menn fara að hugsa „alheimslega". Með því að vinna sigur á rúmi og tíma, hefur maðurinn brotið niður þær girð- ingar, sem einangruðu þjóðirnar. En þessar miklu framfarir hafa líka haft aðrar afleiðingar: stór- kostlegri styrjaldir. Nú þarf óvin- urinn ekki lengur að vera nágranni. Hann getur verið hvar sem er í heiminum, því að nú er hægt að fljúga á skemri tíma yfir hálfan hnöttinn heldur en fara með járn- braut frá New York til Kaliforniu. Styrjaldir setja mannkynið á bekk með skordýrum á þann hátt að fjölmargir geta ekki unnið íyrir sjer vegna þess að þeir verða altaf að vera undir vopnum. Á þessu verður ekki breyting fyr en menn fara að hugsa alheimslega, sömu hugsjónir ráða alls staðar og allar stjórnir eru einhuga um að vernda frelsi einstaklingsins. Trú vor á hlutverk mannkynsins og framtíð mannsandans er sterk, en þó er hætta á, að í náinni fram-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.