Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Blaðsíða 16
444 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á FLUGVELLINUM í REYKJAVÍK. — Það eru ekki nema 25 ár síðan að amerísku hnattflugsmennirnir komu hingað, og þá gláptu Reykvíkingar á flugvjelar þeirra eins og tröll á heiðríkju. Þá óraði engan fyrir því, að íslendingar mundu nokkru sinni geta orðið loftsiglingaþjóð. Þó er nú svo komið og miðað við fólksfjölda eru íslendingar ekki eftirbátar ann- ara á því sviði. Til dæmis um það er að i síðast liðnum mánuði fluttu íslenskar flugvjelar 6000 farþega, auk pósts og far- angurs. — Hjer sjást nokkrar íslenskar flugvjelar á flugvellinum í Reykjavík. Handan við völlinn er Öskjuhlíðin og þar niá sjá vatnsgeyma Hitaveitu Reykjavíkur, einhvers merkilegasta fyrirtækis á Islandi. — Þetta tvent, hitageymarnií og flugv.ielarnar, er talandi tákn um stórhug og menningu íslendinga. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). Slysadalur. Spolkorn suðvestur af Helgafelli og fyrir ofan Undirhlíðar, er dalur, sem nefnist Slysadalur. Um hann lá fyrr- um svokölluð Dalaleið frá Hafnarf;rði til Krýsuvíkur. Nafn sitt dregur dal- urinn af því, að á seinna hluta nítj- ándu aldar, var vinnumaður frá Krýsu- vík á leið til Hafnarfjarðar, misti þarna þrjá hesta ofan um ís og drápust allir. Nú er ekkert vatn í Slysadal, en nyrst í honum eru djúp jarðföll og fyllast þau stundum af vatni, og ofan í eitt- hvert þeirra hefir maðurinn misst hest- una. Smokkfiskönglar. Haustið 1870 strandaði franskt skip við Hafnarhólm á Selströnd í Stein- grímsfirði. Skipstjóri þess gaf Jóni Guðmundssyni á Hellu smokkfisköng- ul. Jón gaf því ekki mikinn gaum, en þá þó gjöfina. Hann ljet öngulinn inn í læstan skap og geymdi hann þar. Nokkrum dögum eftir kom Einar Ein- arsson að Hellu. Hann bjó þá á Ból- stað í Kaldrananeshreppi. Jón sýndi honum öngulinn. Einar langaði að reyna hann og^ bað Jón að ljá sjer hann nokkra daga og var það auð- sótt, og hafði Einar öngulinn heim með sjeð. Næsta dag smíðaði hann annan öngul eins og hinn franska. Skömmu síðar fór hann á sjó með þetta nýja veiðarfæri og dró þá 30 smokkfiska. Hann beitti þeim næsta dag og fjekk þá hleðsluróður. Sennilega hefir þetta verið fyrsta tilraun á landi hjer til að veiða smokkfisk á færi. (Pjetur frá Stökkum). Ólöf á Hlöðum gaf út litla ljóðabók eftir sig fyrir rúmum 60 árum (1888). í samtíða ritdómi um hana er sagt: „Þessi tíð er ekki ljóðsagnatíð; fáir yrkja og enn færri lesa ljóðmæli. Því er hætt við að þessi litla bók verði lítið keypt og lesin, því fremur sem efnið er alt mjög einþætt. — Og þó hefir þetta kver sitthvað til þess, að það verði keypt og lesið. Ólöf Sigurðardóttir hef- ir óneitanlega skáldæð, þótt blærinn beri helst til steingrímskar stælingar- menjar víða, þá verður því ekki neit- að að þessi fáu Ijóðmæli hafa þó neist- ann, sem skilur skáldskap frá leirburði. Því er þetta og í fyrsta sinn, sem kven- maður gefur út skáldskap eftir sig hjer á landi. (,,Stúlku“ Júlíönu tel jeg til leirburðar en ekki skáldskapar). Leir- skáld kveða ekki erindi eins og þetta t. d.: Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð“. Vond lykt Það þótti stækja í Vesturbænum í Reykjavík þegar grútarlyktina lagði í hægum norðanandvara og sterkjuhita frá bræðslustöðinni í Örfirisey. Þá lykt þekti jeg vel, en hún var sannur ilmur móti þeim daun, sem var í Moss, segir Sveinbjörn Egilsson í Sjóferðasögum sínum. (Lyktin í Moss var frá sellu- loceverksmiðj u). Þessi vísa var kveðin á „Thyru“ gömlu í haust- ferð, er hún hleypti hvað eftir annað inn á Reykjarfjörð á Ströndum: Engan veit jeg guðs á grænni jörð gestrisnari stað en Reykjarfjörð. Allur heimsins hafvillingafans hrekst og rekst og skekst á náðir hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.