Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Side 1
Ernst Pollatschek: 3. cjrein BAK VIÐ JÁRIVITJALDIÐ Sannleikurinn um „Sseluríki" hinna vinnandi stjetta Líkt í leppríkjunum. Sömu vinnuskilyrði og í Rúss- landi eru í leppríkjum þess. Hinn ungverski heimildarmaður minn segir svo frá ástandinu í Ungverja- landi: „Fjöldi fyrirtækja var sett- ur undir þjóðnýtingu og kommún- istar gerðir að framkvæmdastjór- um þeirra. Lög voru sett um refs- ingar handa þeim „lötu“ verka- mönnum, sem ekki vildu fullnægja fimm ára áætluninni. Uppbótum samkvæmt Stachanov-aðferðinni var lofað. Fyrir óvandvirkni er hægt að dæma menn til fimm ára fangelsisvistar. Verkföll eru bönn- uð, og mönnum er bannað að fara úr einum stað í annan. Meiri af- kasta er krafist en grunnlaunin eru lækkuð“. Önnur fregn frá Ungverjalandi hermir, að hinn 2. júlí 1947 hafi þinginu verið þröngvað með hót- unum til þess að samþykkja þriggja ára áætlun. En með henni var stjórninni fengið alræðisvald. Henni voru ekki aðeins fengin yfir- ráð allra banka og fyrirtækja, verksmiðja og vjela, heldur mátti hún einnig ráða yfir vinnukraftin- um, það er sjálfu fólkinu, hún gat þvingað menn til að vinna og setja þá niður hvar sem henni þóknaðist. „Ríkisreksturinn hefir í för með sjer ótrúlega skriffinsku og starfs- mannafjölda, sem langt yfirgeng- ur rekstrarkostnað fyrirtækjanna á’ meðan þau voru í höndum einka- manna. Framleiðslan verður ekki ódýrari, og eignirnar, sem teknar voru af efnamönnunum hrökkva alls ekki til þess að greiða hinn ó- hemjulega rekstrarkostnað. Hvorki neytendur nje verkamenn hafa neinn hag af því að ríkisrekstur var upp tekinn. Hinir nýu herrar eru óhófsbelg- ir og þarfir þeirra eru langt um meiri en fyrri húsbænda. — Þeir aka um alt í erlendum lúx- usbílum. Verkamaðurinn, sem verð ur að vinna baki brotnu í 3—i klukkustundir til þess að geta keypt sjer eitt kíló af kartöflum, hefir þó þá ánægju að afloknu dagsverki, að mega horfa á bíla- fjöldann fyrir utan skemtistaðina og leikhúsin, og sjá þessa nýu „kapitalista" koma þar aðvífandi, menn, sem enga þekkingu hafa, og ekkert hafa til þess unnið að verða slíkir stórlaxar. Það er aðeins lit- ið á það að þeir sjeu tryggir komm únistar, annað hefir ekkert að segja“. í maí 1949 kom sú fregn frá Tjekkóslóvakíu að þar hefði verið komið á ákvæðisvinnu fyrirkomu- laginu. Þá hafði þar verið saminn margbrotinn „ríkislaunataxti“ þar sem launþegum var skift í átta flokka, og hver atvinnugrein.fjell undir ákveðinn launaflokk. Þar er ekki tekið neitt tillit til aldurs nje þekkingar, heldur alt miðað við afköstin. Ákvæðisvinna er í nám- um og mörgum iðngreinum. Ætl- ast er til þess, að hún verði alls staðar innleidd. Svo er verið að semja nýa áætlun um afköstin, með það fyrir augum, að fá meira unnið fyrir sama kaup. „Wiener Arbeiter Zeitung“ skýr- ir frá því hvernig ástandið er á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.