Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 10
454 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J}ón Cju dm u n cliáon, HELGA HARALDSDÓTTIR Litið yfir Saga Helgu Haraldsdóttur helgar þessa fögru bygð. Móðurást og manndómsþróttur mótuðu hennar skíru dygð Hvert mun fegri sveigur sóttur, sem að prýðir konu trygð? Hjer má sjá úr Helguskarði hetjudáð og níðingslund. Hún, sem börn sín vörgum varði vinum fjarri og móðurgrund, hlýtur að eiga í allra garði æðstu minna dýrmætt pund. Sækir á með sárum trega, sögu vorrar þyngsta smán: Aldrei börn menn vildu vega, vel þó fjelli morð og rán. Hjer hafa verið vissulega verstu bleyður sæmdar án. Hörmuleg er Harðar saga, Helga verka mest hans galt. Fólskan mann til frama að draga flestum reynist þungt og valt. — Um hann næddi alla daga illrar móður þelið kalt. Um hans gæfu altaf börðust ástir Helgu og voða spá. Illra vætta oki mörðust Hvalfjörð afrek, snild og framaþrá. Dísir ljóssins djörft þar vörðust, dauðanum þó ei bægðu frá. Hjer er sem mjer hljómi í sinni: „Hvar er dauðans brodd að sjá?“ Hún, sem átti í útlegðinni altaf sömu fórnarþrá, hrein um sagna og himinkynni Herði aldrei víkur frá. Sárt er þegar Loki lætur lífsins þokað björtu dís. Oftast fást þar engar bætur eins og skammsýnn maður kýs. Samt mun þverra sorti nætur. Sól að morgni úr hafi rís. Glöggt hefir sýnt hin göfga kona guðum skylda hetjulund, þegar lífi sinna sona sjálf hún barg úr níðingsmund. Ljúfir geislar lífs og vona ljóma strá um Helgusund. Nú eru allar illspár þrotnar, aðeins þær til grafar ná. Sínum eigin örvum skotnar Jón Guðmundsson. aftur heim þær snúa þá. — Fögur ást í framtíð drotnar friðarlandsins ströndum á. Fyrir Helgu fremd og magni feimið stendur mannlegt vit. Orðin koma að engu gagni, altaf skortir blæ og lit. Þó að hrifið hjartað fagni, hljóður jeg að lokum sit. Sveipar landið sólarmyndum sögu vorrar glæsta Hlín. Hugurinn bárast himinlindum, hjartað vermir andleg sýn: Hvalfjarðar af hæstu tindum Helgu frægðarljómi skín. Jón Guðniundsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.