Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBIAÐSIN í* t S58 Hinir fyrnefnáu geta verið mjög ó- líkir, eða svo ólíkir sem systkin geta frekast verið. En hinir síðarnefndu eru jafnan af sama kyni og svo líkír, bæði í ytra útliti, háttum öll- um og gáfum, að naumast er hægt að þekkja þá sundur. Tvíeggj a- .víburar eru úr tveimur eggjum, sem hafa frjóvgast sam- tímis. Ástæðan til þess, að þessir tvíburar geta verið ólíkir, er sú, að eggin hafa verið sitt með hvoru móti, með mismunandi „genes“, eða erfðasellum. Þessir tvíburar geta verið sinn af hvoru kyni, en það geta líka verið tvær stúlkur eða tveir drengir. Annar getur verið þrekmikill en hinn veiklaður, ann- ar getur verið stór en hinn lítill, annn fallegur en hinn ljótur, annar gáfaður en hinn heimskur. Eineggja-tvíburar eru úr sama eggi, sem hefur klofnað nokkru eft- ir að það frjóvgaðist. Ef eggið klofn ar ekki fyllilega, verður úr því van- skapningur, eða samfastir tvíburar. En þegar egg klofnar alveg, koma fram tvö fóstur, sem hafa sömu eig- inleika, af því að hinir sömu erfða- eiginleikar fylgja hvorum hluta. Venjulega verða þessir tvíburar jafn líkir og tveir vatnsdropar, báð- ir af sama kyni, álíka á vöxt, líkir að gáfum og öllu hátterni. Og venju legast eru meira að segja fingraför beggja eins. Þeir eru svo líkir í út- hti og háttum, að flestum veitist erfitt að þekkja þá sundur. Þetta, hvað tvíburar eru líkir, getur haft margvíslegar afleiðing- ar. Einu sinni voru tvíburar Lskóla hjá mjer. Fyrst í stað voru þeir báð- ir með gleraugu, en svo fundu þeir upp á því að vera með gleraugu til skiftis og þá þekti jeg þá aldrei sundur og varð að spyrja í hvert skifti: „Hvrort erL þú nú heldur Bob eða Bíll?“ Tvíburar voru líka einu sinni í sama bekk og ein dóttir mín. Hún sagði okkur fra því og hendi mikið gaman að, að öðrum þeirra hefði orðið eitthvað á, svo að hann hefði unnið til refsingar, og svo hefði kennarinn refsað hinum bróð- urnum af því að hann þekti þá ekki sundur. Jeg kyntist þessum drengj- um og það var alveg ótrúlegt hvað þeir voru líkir. Meira að segja tenn urnar alveg eins í báðum, báðir höfðu mist sömu barnstennur og nýu tennurnar voru jafn stórar í báðum. Einu sinni voru þrennir tvíburar í skóla, þar sem jeg kendi. Þeir voru tveir og tveir svo líkir á allan vöxt, framkomu og í málrómi að vinir þeirra gátu ekki einu sinni þekt þá sundur. Námshæfileikar þeirra voru og mjög líkir. Einir tví- burarnir lærðu skógfræði og á fjór- um námsárum voru þeir svo hníf- jafnir í öllum námsgreinum að engu skakkaði. Þeir voru báðir mjög ástundunarsamir og í viður- kenningar skyni fyrir dugnað sinn voru þeir báðir ko^nir heiðursfje- lagar í skógræktarfjelaginu. Aðrir tvíburarnir lásu verkfræði við háskólann og það var eins um þá, enginn munur á námshæfileik- um. Venja var að veita allstóra f jár- hæð þeim stúdent, sem skaraði fram úr í námi, en að þessu sinni komst dómnefndin að þeirri niður- stöðu að þessir bræður bæri af öðr- um, en þeir væri svo jafnir, að ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra, og þess vegna var verðlaun- um skift á milli þeirra. Þriðju tvíburarnir lögðu fyrir sig fimleika og íþróttir. Við bóklegt nám voru þeir -taldir alveg jafnir og það var máske ekki jafn undar- legt og hitt, að þegar út í íþróttirn- ar kom þá voru báðir nákvæmlega jafnvígir þar, hvort sem um var að ræða frjálsar íþróttir, knattspyrnu eða glímur. Þeir voru svo líkir á vcxt og svip að kennarinn þekti þá aðeins sundur á því, að annar þeirra var með örlitinn mórauðan blett á nefinu. í bók, sem Johannes Lange frá Muncher. hefur skrifað um með- fædda glæpahneigð, hefur hann sýnt fram á hvernig slík hneigð er hin sama hjá eineggja-tvíburum. Hann hefur athugað 13 eineggja- tvíbura og 17 tvíeggja-tvíbura. — Árangurinn af þeim athugunum varð einstæður. Meðal tvíeggja- tvíburanna var aðeins eitt dæmi þess að báðir tvíburarnir höfðu komist undir manna hendur. En meðal eineggja-tvíburanna voru 10 dæmi þess að báðir tvíburarnir höfðu komist undir manna hendur, og fyrir nákvæmlega sömu yfir- sjónir. — Ýmsir aðrir fræðimenn hafa at- hugað glæpahneigð hjá eineggja- tvíburum og niðurstöður þeirra virðast sanna það, sem Lange hafði þóst komast að, að glæpahneigð gengur að erfðum, og að erfðirnar hafa þar meira að segja en upp- eldið. Á undanförnum árum hafa vís- indamenn við háskólann í Chicago gert margar athuganir á eineggja- tvíburum, aðallega þó H. H. New- man prófessor. Þessar rannsóknir hafa leitt til þess að nokkur munur finst á tvíburunum ef þeir hafa notið mismunandi uppeldis og lífs- kjara. Nútíma lífeðhsfræðingar halda því fram að tvent geri manninn að því, sem hann er: Meðfæddir hæfi- leikar, eða „genes“ og á hinn bóg- inn lífskjör og samneyti við aðra menn. En lífskjörin geta aðeins haft áhrif á hina meðfæddu hæfi- leika, en ekki skapað hjá neinum nýa hæfileika. Það er því ákaflega mikils varð- andi að vera af góðu fólki kominn og hafa alist upp með góðu fólki. (Grein þessi er eftir Nathan Fasten, og birtist í ameríska læknablaðinu ,,Hygiea“). íW ^W íW íW 5W .>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.