Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 16
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Björn Gunnlaugsson yfirkennari þótti fremur stirður í dönsku á Hafnarárum sínum. Er þetta meðal annars haft eftir honum: „Jeg gjör meget af Grynegröden, men dog gjör jeg mere af Bönnegröden, thi den staar bedre under“. Heimtufrekja. Benedikt Gröndal hefir lítillega lýst því fólki, sem bjó á Álftanesi þegar hann var í aesku og átti heima á Bessa- stöðum. Að því loknu segir hann: Þó að þetta fólk væri fátækt, þá var það ekki ólukkule’gt eða óánægt, því þá var ekki búið að gefa því þær hugmyndir eða koma inn hjá því öllu því eymd- arvæ'i og barlómi, sem nú er orðin tíska. Það var ómentað og ófínt en þótt- ist ekki of gott til að vinna og yfir höfuð slarkaði það af, Þó ekki væri þá hallærislán eða samskot; þá voru þarfirnar minni, af því menn vissu minnr. um heiminn; en það hefur drep- ið okkur, að við höfum ágirnst meira en við getum risið undir, kennum svo landinu og náttúrunni um, en gætum ekki uð því, að vjer heimtum það, sem ómögulegt er. Fyrirburður. Þeir Jón Espólín sýslumaður og Gisli Konráðsson voru hinir mestu vinir. Orkti Gísli fyrir hann rímur af Attila Húnakonungi og Hervararrímur. Hann ritaði og Húnvetningasögu að hvöt Espólíns. En Espólín fræddi Gísla mjög í sögu landsins og forntungu og voru þeir jafnan saman þegar Gísli mátti því við koma. Morgun þann hinn sama er Espólín andaðist 1. ágúst 1836, var Gísli heima hjá sjer á Skörðugili og lá milli svefns og vöku i rúmi sínu. Heyrðist honum þá kallað upp yfir sjer: ,.Espólín!“, en daginn eftir frjetti hann lát hens. Árið 1791 var tíðarfar hið versta frá nýári um alt Suðurland. f febrúar gerði hjer hin- ar mestu frosthörkur, sem elstu menn þóttust hafa lifað. Var gengið á ísi milli allra eya frá Seltjarnarnesi til Akurtyar, Örfiriseyar, Engeyar og Við- eyar og frá Viðey að Hofi á Kjalar- LÆKJARGATA. — Stórfeldasta framtakið til að ráða bót á úreltu skipulagi Reykjavíkur, er breikkun Lækjargötu, og mun einnig hafa geisimikla þýðingu fyrir umferð i Miðbænum. — í Lækjargötu voru upphaflega aðeins tvó hús og var hún þá kölluð Heilagsandastræti, vegna þess að í húsum þessum bjuggu biskup og dómkirkjuprestur. Smám saman var gatan lengd suður með læknum alla leið að Tjörninni, en var þvengmjó. Þegar lækurinn var settur í stokk og farvegur hans fvltur, breikkaði gatan um helming. en var nú orðin alt of þröng fyrir hina miklu umferð, sem þar var orðin, enda var hún ekki gerð fyrir bifreiðaumferð, fremur en aðrar gamlar götur. Nú verður hún breið- asta og fegursta gatan í bænum. — Myndin sýnir Lækjargötuna eins og hún er nú, þar sem unnið er af kappi að því að fullgera hana. Þarna verða tvær breiðar akbrautir með gangstjett á milli, eins og glögt má sjá á myndinni. — (Ljósm. Ól. K. Magnússon). nesi. Einnig var Hvalfjörður einn is- hella. Fór aldrei klaki úr jörð á því sumri, segir Espólín. — Næsti vetur var og frostharður, en snjóalítill, vorið kalt og síðgróið. Heyskapur var bág- ur og nýting hin aumasta. Fiskafli var lítill hjer syðra. Hafði fólk við sjávar- síðuna þá lítið til viðurværis og át með- al annars fjörubjöllur, fjörugrös og söL Snjóflóð Um vorið (1818) í mars tók snjó- skriða Augnavelli í Skutulsfirð i og voru níu manneskjur naktar í svefni. Hún tók nokkuð af baðstofunni 150 faðma með sjer, en braut annað ofan á fólkið; lá það undir viðum, torfi og klaka í fjögur dægur. En síðan urðu menn af næsta bæ varir við, heimtu að sjer fleiri og fóru til bæjarins i blind hrið með verkfærum, og rufu til hans. Náðust hjónin með lífi, tvö börn og vinnukerling, en eitt barn lá dautt á fótum foreldra sinna. Fengu menn þá ei lengur að verið á þeim degi íyrir myrkri og þreytu, og var enn leitað annan dag. Fanst þá eitt barn dáið og eitt ungmenni, en gamalmenni var með lífi, og dó samaægurs. Lá svo það sem lifði um hríð við sár og örkuml. (Esph.) Svartáll f vík einni á veginum við Borgar- hraun og Löngufjörur er eins konar leðja ,sem kallast svartáll. Þetta er áln- ardjúpt lag af þunnri leirleðju, en í hana hafa safnast leifar rotnaðra sjávar og land-plantna, því að sjávarflóð ná hingað í stórstraumum. Jarðvegur er hjer járni blandinn. Þegar veður er kyrt og hlýtt, leggur ónotafýlu upp af leðju þessari, þegar riðið er yfir hana. Ann- ars finst leðja þessi hingað og þangað við ströndina á Löngufjörum. Það er varasamt að fara yfir þessa leirpytti, því að þeir eru vaxnir grasi, en undir er kviksyndi svo djúpt, að hestar hafa sig ekki upp úr þvi. (E. Ól.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.