Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 1
FRÍKIRKJUSÖFNUÐURIIMIM í REYKJAVÍK 50 ÁRA Fríkirkjan í Reykjavík. MERKISATBURÐIR gerast sjald- an upp úr þurru. Þeir eiga sjer aðdraganda. Og svo er um stofn- un fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík. Hallgrími Sveinssyni dópikirkju- presti var veitt biskupsembættið árið 1889. Þurfti því að kjósa nýan dómkirkjuprest. Voru þá komin lög um það, að söfnuðir skyldu sjálfir mega velja um þrjá menn, er kirkjustjórnin tilnefndi af öll- um umsækjendum. Hún setti þá á kjörlista sjera Sigurð Stefánsson í Vigur, sjera ísleif Gíslason í Arn- arbæli og sjera Þorvald Jónsson á ísafirði. Þegar leið að kjördegi hófust fundahöld og talsverðar æsingar í bænum út af kosningunni. Og á kjördegi var fundur svo vel sótt- ur, að eindæmi var. Var þá smal- að rækilega og jafnvel sóttar vest- ur á Nes gamlar konur, er ekki höfðu komið til kirkju um mörg ár, til þess að greiða atkvæði. Kosning fór svo, að sjera Sigurður í Vigur var kosinn með yfirgnæf- andi meiri hluta atkvæða. Hann fekk 376 atkvæði, ísleifur 34 og Þorvaldur 7 atkvæði. En þegar að aflokinni kosningu beiddist sjera Sigurður þess, að mega losna við brauðið, og var það veitt. Nú varð að efna til prestkosn- ingar að nýu. Kom þá til kasta biskups og landshöfðingja að setja annan umsækjanda á kjörlista. Nú var það vitað, að allmargir bæjar- menn, einkum alþýðumenn, vildu fá fyrir prest sjera Ólaf Ólafsson, sem þá var í Guttormshaga og munu hafa gengið um bæinn til undirskriftar áskoranir á kirkju- stjórnina að setja hann á kjörlista. En ekki fekst það, heldur var sjera Jóhann Þorkelsson, þá prestur á Lágafelli, settur á kjörlista. Hafði hann þjónað dómkirkjusöfnuðin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.