Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 511 Sjeru Liarus HallUorsson (1899—1902) (3. des.) En húsnæði þarna var ó- hentugt í alla staði og „húsið iðu- lega leigt og lánað til ýmissar notk- unar, sem var lítt samrýmanleg við guðsþjónustur kristinna manna“, segir sjera Ólafur. Það var því að- kallandi nauðsyn að byggja kirkju og var hafist handa um það í fe- brúar 1901. Margar lóðir stóðu söfn uðinum til boða undir kirkjuna, en eftir vandlega yfirvegan var sam- þykt að kaupa lóð af Oddfjelögum austan við Tjörnina, og kostaði hún 600 krónur. Það þætti ekki mikið nú á dögum, en mun þá hafa' verið ærið nóg fyrir fjelausan söfnuð, sem ætlaði að ráðast í stórbygg- ingu. Hin nýa kirkja átti að vera 20 álnir á lengd og 18 álnir á breidd. Af ýmsum ástæðum drógst kirkjusmíðin vonum lengur, og áð- ur en henni væri lokið var sam- vinnu prestsins og safnaðarins lokið. MEÐAN ÞESSU fór fram höfðu gerst þeir atburðir, að sjera ísleif- ur Gíslason andaðist og sjera Ólaf- ur Ólafsson var orðinn eftirmaður hans í Arnarbæli. Á ferðalagi vet- urinn 1901—02 hafði hann kalið á fótum og treysti sjer nú ekki leng- ur til erfiðra ferðalaga í svo stóru prestakalli. Sótti hann því um lausn og gerðist ritstjóri „Fjall- konunnar“. En er hann hafði gengt því starfi í tvo mánuði, komu frí- kirkjumenn til hans og báðu hann að gerast prest hjá sjer. Þetta var haustið 1902 og var kirkjusmíðinni að verða lokið. Þannig höguðu for- lögin því að sjera Ólafur varð prestur þeirra manna í Reykjavík, er höfðu viljað fá hann fyrir dóm- kirkjuprest árið 1889. Þannig er sagan um stofnun frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík. Hún sannar hið fornkveðna, að menn- irnir hugsa og álykta, en æðri mátt- ur ræður. Atburðarásin er öll með þeim hætti, að það er eins og hjer hafi átt að koma upp fríkirkju- söfnuður. Það er rjett, sem sjera Ólafur sagði um það: „Allir, sem unna trú og kristindómi viður- kenna að þetta hafi verið gott verk og nauðsynlegt, og það þarf meira en meðal einfeldni til að láta sjer detta í hug, að þetta mál sje alt meiningarleysa“. Kirkjan. Smíði kirkjunnar var lokið Sjera Arm Sigurdsson 1922—1949) Sjera Ólafur Ólafsson (1902—1922) skömmu eftir árslok 1903 og vígði sjera Ólafur hana sunnudaginn í föstuinngang (22. febr.) ’ Gat eng- um blandast hugur um það, að þessi nýa kirkja bætti úr mikilli þörf hjer í Reykjavík, því að svo tald- ist mönnum þá til, að ekki ætti nema 10. hver maður kost á að kom ast í sóknarkirkju bæjarins, þótt feginn vildi. Hitt var þó meira um vert fyrir fríkirkjusöfnuðinn. að nú var eins og hann væri leystur úr fjötrum. Fólk tók að streyma inn í hann. Voru það bæði þeir, er áður höfðu viljað fá sjera Ólaf fyrir prest, og eins fólk, sem flutti í bæinn austan úr sveitum og hafði kynst prestinum þar. Er það skemst af að segja, að á einu ári sprengdi söfnuðurinn utan af sjer hina nýu kirkju. í árslok 1904 var því sam- þykt í einu hljóði að stækka kirkj- una, lengja hana um 15 álnir og byrja á þessu þegar á næsta ári. Byrjað var á viðbótarbyggingunni snemma sumars og henni lokið um haustið, og kirkjan öðru sinni vígð af sjera Ólafi hinn 12. nóvember 1905. Þá hafði einnig verið keypt handa henni vandað pípuorgel. Enn helt söfnuðurinn áfram að stækka Má best sjá það á því að fyrsta.ár sjera Ólafs voru 16 ferm- ingarbörn, en 1920 voru þau orðin 152. Var þvi svo komið að oðru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.