Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 4
512 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sinni hafði söfnuðurinn sprcngt kirkjuna utan af sjer, og enn varð að stækka. Var valið til þess árið 1924 þegar söfnðurinn átti 25 ára afmæli. Þá var bygður við kirkj- una kór úr steinsteypu, 6,5 metrar á lengd og 5,3 m. á breidd, og öðr- um megin yið hann sjerstök stúka fyrir prestinn, en hinum . megin skrúðhús. Undir kórnum er kjall- ari og þar miðstöð. Jafnframt þessu var hvelfing kirkjunnar hækkuð, svo að nú urðu 15 álnir undir loft í stað 10 áður. Nú var sett raflýs- ing í alla kirkjuna, en áður hafði þar verið gasljós. Þá var og gert herbergi uppi á lofti fvrir söng- fólk og organista. Og enn fleiri breytingar voru gerðar. Þar sem áður voru gráturnar og altarið, var nú komið fyrir 9 bekkjum hvor- um megin og jókst þá sætarúm í kirkjunni um 200. En kórinn var hafður svo rúmgóður að þar gæti setið 70—80 fermingarbörn. Var hún þá orðin stærri en dómkirkj- an, rúmaði um 200 manns fleiri í sætum. Kirkjuna vígði sjera Ólaf- ur þá í þriðja sinn hinn 21. desem- ber. Þá sagði sjera Haraldur Níels- son: „Hver hefði spáð því fyrir 25 árum að árið 1924 mundi rísa hjer upp kirkja í höfuðstað landsins, sem væri komin fram úr sjálfri dómkirkjunni? Sá spádómur mundi ekki hafa þótt sennilegur. Samt mundi hann hafa þótt ósennilegri, ef því hefði verið bætt við, að sú kirkja mundi reist án alls styrks frá kirkjustjórn og án allrar hjálp- ar Alþingis. En allra ósennilegastur þó, ef klykt hefði verið út*með því, að þetta mundu aðallega fram- kvæma fjelitlir alþýðumenn. Samt hefir petta furðulega gerst á ekki lengri tíma“. Haraldi Níelssyni var vel við fríkirkjuna og fríkirkjusöfnuðinn, og hafði hann sjerstaka ástæðu til þess. Þegar það var lögtekið að tveir prestar skyldu vera við þjóð- kirkjusöfnuðinn í Reykjavík, var Haraldur kosinn annar prestur hans (1909), en varð ári seinna að láta af því embætti vegna las- leika. Fjöldi manna saknaði þess að missa þennan mikla kennimann, og nokkrum árum seinna stofnuðu þeir sjerstakan söfnuð í þeim til- gangi að íá hann til að halda átram að prjedika, og felst hann á það. Þessi nýi söfnuður eða fjelagsskap- ur fekk inni í fríkirkjunni og sagði sjera Haraldur svo um það síðar: „Jeg efast um að nokkur þjóðkirkju söfnuður hefði átt þá andlegu gest- risni fyrir 10 árum, því að dóm- kirkja landsins á hana ekki enn“. Hjer er langri sögu um þröngsýni á þeim árum brugðið upp í fáum orðum, og jafnframt sjest á þessu, að Reykvíkingar hefði ekki feng- ið að njóta andlegrar leiðsögu þessa hins mesta kennimanns, er þjóðin hefir eignast á seinni öld- um, ef fríkirkjan og fríkirkjusöfn- uðurinn hefði ekki verið til. — Árið 1926 var keypt til kirkjunn- ar hið mikla og vandaða pípuorgel sem þar er. Kostaði það 44.000 kr. Var byrjað að koma því fyrir í maí og fyrst leikið á það 17. júní Árið 1935 rjeðist söfnuðurinn í það að reisa íbúðarhús handa presti sínum. Stendur það við Garða- stræti og er í rauninni meira en íbúðarhús, því að þar er einnig kapella, sem notuð er til sjerstakra helgiathafna. Og árið 1941 voru reistar tvær skrifstofur sín hvoru megin við for kirkjuna. Eins og sjá má á því, sem nú hefir verið rakið hefir söfnuður- inn þurft á miklu fje að halda um dagana. Árið 1904 skuldaði hann 18 þús. kr. fyrir kirkjubygginguna, en samt rjeðist hann ótrauður í við- bygginguna. Svo kom kórbygging- in og breytingin á kirkjunni, orgel- kaupin og bygging prestsetursins hvað á eftir öðru. En fjármálum safnaðarins hefir verið stjórnað vel, það sjest á því, að á afmælisdegi sínum 1944 losaði hann sig úr öll- um skuldum. í sumar hefir farið fram allsherj- ar viðgerð á kirkjunni, sett á hana nýtt járn og hún máluð og lítur nú út eins og ný væri. ÞEGÁR fríkirkjusöfnuðurinn lít- ur nú yfir farinn veg á 50 ára afmæli sínu má hann vera ánægð- ur og forsjóninni þakklátur fvrir handleiðslu hennar. Söfnuðurinn hefir átt því láni að fagna að hafa ágæta kennimenn, hvern fram af öðrum, samhenta safnaðarstjórn og marga fórnfúsa áhugamenn inn- an sinna vjebanda. Hygg jeg að enn í dag sje jafnsatt og fyrir 25 árum, það sem sjera Ólafur sagði þá: „Fríkirkjan hefir verið svo lán- sömu, að margir þeir menn, sem stóðu af stofnun hennar, sem heldu henni undir skírn, að segja má, hafa lagt líf sitt við hennar líf og hvorki sparað sig nje efni sín í baráttunni fyrir tilveru hennai. Og svo er hitt, að á hverri erfiðri stund hafa henni bæst nýir liðs- menn og starfsmenn, sem unnið hafa þenni gagn eftir mætti, hver upp á sína vísu og engu látið sig skifta dómana út í frá. Það reyn- isjt jafnan svo í öllum greinum, að dagdómarnir og þvaðrið deyr eftir litla stund og verður að engu, en dáðrík starfsemi lifir og ber því meiri og betri ávexti, sem hún er af einlægari og betri toga spunn- in“. ÞEGAR fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður, voru hjer í bæ rúmlega 6000 íbúar, og var dómkirkjan þá þegar fyrir nokkru orðin alt of lít- il fyrir söfnuðinn. Nú eru íbúar höfuðstaðarins orðnir rúmlega 50 þúsundir og nú fyrst er verið að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.