Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 (Ínín Jjónsdóttir jrcí fdeótlaidca: FANNEY reisa kirkjur fyrir þjóðkirkjusöfn- uðina. Mun enginn geta fært sönn- ur á að þær kirkjur hefði komist upp fyr, ef fríkirkjan hefði ekki verið reist. Það má því segja að fríkirkjusöfnuðurinn hafi um nær hálfa öld lagt Reykjavík til bæði prest og kirkju fyrir sína pen- inga, og er vert að minnast þess „Kirkjan er sjálf fædd í stormi og eldi, og reynslan hefir sýnt á liðnum tímum, að þau fyrirtæki hafa ekki orðið öðrum skammlífari, sem kent hafa að einhverju leyti storms og elds á sinni fæðingar- stund og uppvaxtarárum“, sagði sjera Ólafur á 25 ára afmæli safn- aðarins. Nú geisa hvorki stormar nje eldar um þann söfnuð. Hann býr að sínu og nýtur trausts og viðurkenningar bæði leikra manna og lærðra. Fyrir mörgum árum átti jeg tal um kirkjumál við mann, sem þótt- ist algerlega trúlaus og var utan kirkju. Honum gramdist að bróðir hans hafði gengið í fríkirkjusöfn- uðinn, af því að „það sýndi áhuga fyrir kirkjumálum og trúarbrögð- um“, það hefði verið sýnu betra að hann hefði verið kyr í þjóðkirkj- unni. Þetta rifjast upp fyrir mjer á þessum tímamótum, og það er mik- ill sannleikur í þessu. Þeir, sem stofnuðu fríkirkjusöfnuðinn og þeir, sem hafa gengið í hann, hafa gert það af áhuga fyrir trúmálum, en hvorki af uppreisnarhug nje löngun til að láta á'sjer bera í þjóðfjelaginu. Meðan sá áhugi er vakandi, mun söfnuðinum farnast vel. Á. Ó. íW UNGUR maður, sem hafði verið í stríð- inu, segir frá: — Þið vitið ekki mikið hvað skot- hríð er! Þarna lágum við í skotgröf og keptumst við að hlaða og skjóta. Sein- ast höfðum við engan tíma til að hlaða, vjð skutum og skutum. HJER segir frá sjómannaeyunni Fanö og íbúum þar. Þeir voru einu sinni kunningjar Reykvík- inga. Árið 1792 lætur ,,Det fanö- iske Interessentskab“ reisa versl- unarhús á mölinni, þar sem gamla „reipslagarahúsið“ hafði staðið, og byrjaði að versla þar. Þetta hús var í daglegu tali nefnt „jóska húsið". Fyrir versluninni stóð Morten Jensen Rödgaard skipstjóri, en hafði hjer verslun- arstjóra. Ekki stóð þessi verslun nema í 15 ár, því að 1807 keypti Adser Knudsen hana, og eftir hann eignaðist Bjarni riddari Sívertsen „jóska húsið“. I. FANÖ er ekki aðeins eyja, hún er land. Hún á sjer sögu og menn- ingu, sem er frábrugðin sögu ann- ara landshluta Danmerkur og hún á sjerstakan þjóðsöng. Þjóðsöng- urinn er altaf sunginn í lok hverr- ar samkomu, sem haldin er á eynni, og þessvegna sungum við hann líka í lok veiðimannafjelags- ballsins, síðasta sunnudaginn sem við vorum á Fanö. Okkur var nefni lega boðið á ball.og ekki nóg með það! Okkur var boðið í ökuferð um eyna á laugardaginn og síðan hald- ið samsæti um kvöldið á fínasta hótelinu í Nordby. Og fyrirlestrar voru haldnir og langar ræður. Við heyrðum sögu eyjarinnar á þýsku og landafræði hennar á þýsku og dönsku. Okkur var sýnt allt hið markverðasta í Sönder-Ho, gamla þorpinu niðri á suðuroddanum og Nordby veitti okkur vel og rík- mannlega og dansaði við okkur og sóng með okkur og fyrir okkur. Allt var þetta af einskærri gleði yfir því hve vel við höfðum unnið að skógarhögginu. Fólkið hafði nú reyndar verið dálítið tortryggið fyrst í stað. Það sá okkur hjóla út í skóginn á morgnana og koma heim aftur að afloknu dagsVerki og sumir stungu saman nefjum og sögðu: — Þetta er fólkið, sem vinn- ur úti í skóginum fyrír krónu á dag! Og svo hristi það höfuðið og áttaði sig ekki á því að nokkur gæti verið svo vitláus: að ráða sig í erfiðisvinnu fyrir' krónu á dag. En hvort sem það nú vdir af því að það kenndi í brjósti um okkur eða það var af því að vh5 unhum fyrir Fanö, þá fór það að sýna okk- ur ýms vináttumerki. Við fengum sendingar, sem að rjettú lagi átti að borga fyrir, en \4ð föhgum ekki að borga fyrir þær. Verslanirnar og handverksmennirnir gdrðu okkur smágreiða og að lokum var okkur boðið og allt fyrir okkur gert, sem upphugsanlegt var. Við vorum að fara. Síðasta vinnu daginn í skóginum fengum við gesti, sem skoðuðu handaverk okk- ar. Þarna lágu trjen, sem við höfð- um fellt og kvistað og sagað niður í girðingarstaura. Þarna vár tjörn- in, sem piltarnir höfðu hreinsað til. — Nú var hægt að setja gullfiskn í hana, eins og verið hafði í gamla daga, áður en Þjóðverjarnir komu. Og þarna höfðum við mælt út reiti fyrir nýjum trjám í stað þeirra, sem við feldum. Gestirnir voru hinir ánægðustu — og við vorum auðvitað hreykin þó við segðum ekki neitt. — Og svo drukkum við kaffi saman í skóginum í síðastu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.