Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 515 aftur af fólki hingað og þangað að, mestmegnis fiskimönnum. — Árið 1537 eru íbúarnir innritaðir í skatt- skrár og nefndir fiskimenn. Auk þessara heimilda eru til aðrar eldri, af erlendum uppruna, sem sýna að Fanö hefur verið til þegar á fyrstu öld eftir Krists burð. Plinius hinn eldri, (f. 23. d. 79 e. Kr.) höfundur „Naturalis historia“, sem er nokk- urskonar „alfræði“, segir m. a.: „Kimbra höfði, sem nær langt út á haf, myndar nes er kallast Tastris. (Jótland). Út frá því liggja 23 ey- ar-----ennfremur sú, sem herinn (rómverski) kallar Glæsaria vegna rafsins“ og „hinsvegar liggur í germanska hafinu (Vesturhafinu) Glæsia, sem Grikkir hafa nefnt Elektrider, því þar átti rafið að vcrða til.“ Þessi Glæsaria eða Elektrida (= Rafey), er Fanö, því á Fanö hefur fundist raf alt frá ómunatíð. Núverandi nafn eyarinnar er aftur á móti álitið koma af norræna nafn- inu Fanney, þar eð sandhólarnir á eynni eru hvítir að lit að sjá eins og fönn og nafnið er að öllum lík- indum dregið af því. Á miðöldunum tilheyrði Fanö dönsku krúnunni, eins og sjá má af jarðabók Valdimars konungs 1231. Ljensmaðurinn í Rípum samdi við leiguliðana og undirrit- aði leigusamningana fyrir hönd konungsins. Sem leiguliðar kon- ungs voru Fannikarnir bundnir ýmsum skilmálum, sem þeir áttu erfitt með að una við. Meðal ann- ars var þeim bannað að eiga nema ákveðna tölu skipa af ákveðinni stærð, og það sveið þeim að sjá Rípurbúa sigla fram hjá á stórum skipum, en verða sjálfir að láta sjer nægja að horfa á. Þess vegna sóttu þeir um leyfi til þess að kaupa eyna árið 1719, en þegar til kom, var hún virt svo hátt, að þeir gátu ekki keypt hana. Næstu 20 árin vann hvert manns- barn á Fanö að því að safna pen- ingum til þess að kaupa eyna. — Ungu mennirnir rjeðu sig á erlend skip og spöruðu við sig á allar lund- ir til þess að safna í sjóðinn. Á veturna spunnu konurnar fyrir ullarkaupmennina í Rípum og á haustin rjeðu ungu stúlkurnar sig í uppskeruvinnu yfir á Jótlandi — og hver eyrir, sem afgangs varð frá nauðsynlegasta líísviðurværi, var lagður í sjóðinn. Loks kom þar að sjóðurinn varð nægilega stór. Árið 1741 var eyan sett á uppboð í Ripum. Fannikarnir höfðu frjett að suðurjóskur greifi hefði ágirnd á eynni, og þar eð greifinn var bæði ríkari og voldugri en þeir, var úr vöndu að ráða. Sonnich Jensen frá Sönder-Ho og Niels Sörensen frá Nordby lögðu því af stað til Rípa í júlíbyrjun og spurðust fyrir um þau tilboð, sem væntanleg voru í eyna á uppboðinu, sem halda átti þann 8. júlí. Uppboðshaldarinn var þreyttur þann daginn og lagði sig ögn áður en uppboðið fór fram. Hann hafði beðið ráðhúsþjóninn að kalla á sig þegar uppboðið byrjaði — og þessu hafði Sonnich Jensen komist að. Hann mútaði þjóninum til þess að flýta ráðhúsklukkunni um heila klukkustund og vekja síð- an uppboðshaldarann svo uppboð- ið gæti hafist. Síðan buðu Fannik- arnir í eyna og var slegin hún og þegar greifinn kom ríðandi að ráð- húsdyrunum, var uppboðið þegar um garð gengið. Samtímis höfðu Fanikarnir frjett, að Gyðingar, sem bjuggu á gistihúsinu í Rípum, myndu ætla að bjóða í eyna. Þeir gerðu sjer þá lítið fyrir og lokuðu Gyðingana inni svo þeir komust ekki á uppboðið. Þegar Fanikarnir lögðu af stað til Rípa, höfðu þeir ákveðið að ef þeim hepnaðist að kaupa eyna, skyldu þeir draga fána að hún á leiðinni heim. Þegar iólkið í Sönder-Ho kom auga á flatbytn- una hans Sonnich Jensens, sigla niður Rípurá með fánann blakt- andi á mastrinu, urðu allir frá sjer numdir af gleði. Ríðandi maður var sendur til Nordby með frjettirnar og allir eyarskeggjar þustu niður að Sönder-Ho höfn til þess að taka á móti bátnum. Nú voru Fannikarnir frjálsir og sjálfstæðir menn og gátu keypt sjer skip og siglt hvert sem þeir vildu, án þess að biðja ljensmanninn í Rípum um leyfi. Þeir keyptu nú gömul skip í Hollandi og hófu sigl- ingar. En heima á eynni þurfti líka ýmsu að breyta og m. a. varð að ákveða landamerki á milli Sönder- Ho og Nordby. Sonnich Jensen og Niels Sörensen og aðrir helstu menn eyjarinnar mættust á miðri eynni og töluðu sig saman um skiptin. Nordbymennirnir höfðu öl meðferðis og Sönder-Honingarnir brennivín. Árangurinn varð sá, að Nordbymönnunum var veitt svo vel af brennivíninu, að þeim förl- aðist aðgæslan, en Sönder-Honing- arnir drukku gætilega og „ljetu grön sía“. Síðan gengu þeir Sonn- ich og Niels saman yfir eyna og hinir áttu svo að reka niður staura þar sem þeir bentu á. En Sonnich talaði við Niels og gaf honum öðru hvoru alnbogaskot máli sínu til staðfestingar; en þessi alnbogaskot voru þó í alt öðrum tilgangi gerð, því við hvert þeirra hopaði Niels ögn í norður og landamerkin urðu meir og meir Sönder-Honingunum í hag. Auðvitað uppgötvuðu Nord- bymennirnir hrekkinn þegar af þeim rann. En þá var það um sein- an. Síðan 1741 hafa Fannikarnir að- allega verið sjómenn. Þeir smíðuðu sjálfir skipin sín í skipasmíðastöð- inni í Sönder-Ho og sigldu af stað út um víða veröld. Konurnar sátu heima og gættu bús og barna og biðu frjetta af eiginmanni eða syni, sem látið hafði úr höfn. Margir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.