Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 8
51G LESBOK MORGUNBLAÐSINS voru þeir, sem komu aldrei aftur — sem ljetust í erlendum höfnum eða druknuðu í hafinu. — í nýa kirkjugarðinum í Sönder-Ho er minnismerki þeirra sem hurfu í hafið. Það er kona í Fanöbúningi með tvö börn, sitt við hvora hlið. Hún starir út á hafið, róleg og stilt. Hún veit sem er, að hann sem hún ann, er í hendi Guðs, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Alt um kring standa sæbarðir hnullungar með nöfnum druknaðra sjómanna meitluðum í steininn — og á gröf óþekta sjómannsins er letruð kveðja frá konunum: Vi værner om dit Hvilested og önsker dig al Himlens Fred, thi ogsaa vi har Grave bag storm oprörte Have. Fannikarnir sigldu alla leið til Grænlands og íslands. Árið 1771 sigldi fiskiskip frá Sönder-Ho á þorskveiðar við ísland og eftir lok einokunarverslunarinnar árið 1788 sigldu Fannikarnir tvisvar, þrisvar á ári til íslands með vörur frá Rípurkaupmönnum, sem þeir síðan seldu í íslenskum höfnum. Þessi verslun stóð alt fram á miðja síð- ustu öld. Enn eru til skipsskjö), sem sýna hvaða vörur skipin höfðu meðferðis og hvaða fyrirskipanir skipstjórarnir höfðu fengið viðvíkj- andi sölunni. Árið 1815 siglir Niels Jensen Thækker frá Sönder-Ho á skipi sínu „Altingvel“ með vörur írá Fr. Kolvig kaupmanni í Rípum. Ilarfn á að selja vörurnar á íslandi fyrir íslenskar vörur, sem síðan ciga að flytjast til Altona í Þýska- landi. Hann hefur meðferðis verð- lista yfir íslenskar vörur og þar stendur meðal annars: Hákarl 32 ríkisdali skippundið. Saltfiskur 50 rd. Lýsi 50 rd. tunn- an. Einspinnupeysa 1 rd. stk. Sokk- ar 32 skildinga parið. Hreinsaður dúnn 6 rd. pundið. Tviþumlaðir Fanökona í þjóðbúningi vettlingar 8 skildinga parið. Hvít ull 48 sk. pundið og tólg 40 sk. pundið. Honum er sagt að Berufjörður muni verða fyrsta höfnin, sem hann komi að, það sje mjög góð höfn og þar muni hann geta keypt æðardún og prjónles. Svo eru tald- ar upp hafnir frá Eskifirði og suð- ur og vestur með landi til ísa- fjarðar. Lengra norður er ekki tal- ið ráðlegt að sigla. Honum er strang lega skipað að viðhafa rjett mál og vog og sagt að komast í samband við embættismennina á hverri höfn, en skipta sjer sem minst af selstöðu kaupmönnunum, þar eð þeir muni geta orðið honum þungir í skauti. Þó segir að einstöku fakt- orar muni ef til vill vera tilleiðan- legir til þess að versla við hann. Skjalið endar með þessum orðum: „Vjer höfum nú lagt hluta vel- ferðar vorrar yður í hendur, og vonum að þjer bregðist ekki því trausti, sem vjer berum til ,yðar.“ Farmurinn var metinn á 17,467 ríkisdali — engin smáupphæð í þá daga. Skipstjórinn, Niels Jensen Thækker, var ungur maður — að- eins 28 ára að aldri, en hann hafði þegar siglt til íslands tvisvar sinn- um sem skipstjóri. Honum hefur auðsjáanlega gengið vel rrteð versl- unina, því hann heldur siglingun- um áfram næstu ár. Sum þessara skipa, sem til ís- lands sigldu, voru smíðuð í Sönder- Ho og líkön af þeim hanga uppi í loftinu í kirkjunni í Sönder-Ho enn þann dag í dag. Jeg sá þau þegar okkur var sýnd kirkjan, en jeg vissi ekki þá hvaða skip þetta voru. Sönder-Ho er einkennilegt þorp margra hluta vegna. Það sem mað- ur tekur fyrst eftir er, að húsin snúa öll eins, og að þau eru öll með stráþökum. Að húsin snúa eins — með göflum í austur og vestur — kemur til af því, að á þann hátt verjast þau best vindinum, scm sífelt næðir úr vesturátt. Húsin eru 200 en íbúarnir eru nú aðeins 450, svo þar eru engin húsnæðisvand- ræði. Flestir leigja sumargestum stofurnar sínar og auk þess eru sumarhótel við ströndina og firnin öll af sumarhúsum inni á milli sandhólanna. Ströndin er talin hin besta í allri Danmörku, hún er bæði breið og eggsljett eins og besti veg- ur, enda aka menn og hjóla eftir henni sjer til skemtunar. Niðri í Sönder-Ho sitja konurnar fyrir ut- an húsin sín og prjóna og horfa á sumargestina, sem stríplast í strand fötum með sólgleraugu á nefinu og glápa á umhverfið eins og þeir hefðu aldrei sjcð annað eins. Þær græða peninga á þessum hálfnöktu heimskingjum, sem kaupa skraut- gripi úr rafi og heimaofna dúka okurverði og eru til með að borga konunum ríflega fyrir að fá að taka mynd af þeim í Fanöbúningi. En Fanökonurnar segja fátt. — Fanik- arnir eru ekki margmál þjóð. Enn eru mennirnir á sjónum, en nú eru Frh. á bls. 520.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.