Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 12
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Afrek Sveins Auðunssonar. Vegna þess að hjer að framan er vitnað til brattgengi Sveins Auð- unssonar, þykir hlíða að taka hjer upp frásögn Gísla um það: — Sveinn Auðunsson bjó að Hóli, lítt fjáreigandi, formaður vel viti forinn. Hafði hann alist upp með Magnúsi presti Árnasyni í Fagra- nesi. Var faðir Sveins undan Jökli vestan. Sveinn var svo djarffær- inn við Drangey, að hann gekk á spíkarönglum upp í Gíslaheili í Heiðnabjargi, nær 40 faðma hátt, og fekk tekið þar svartfugl með höndunum án snöru, rak í naglana er hann fór upp, en dró út, er hann fór ofan, fyrir því að móberg eitt er í Drangey, er negla má sem trje væri. í « ^ ^ ^ ^ ^ - FANNEY Frh. af bls. 516. þeir hættir að byggja skipin sín sjálfir. Þeir ganga á sjómannaskóla og verða yfirmenn, skipstjórar, stýrimenn og vjelstjórar. Enn eru margar ekkjur á Fanö, þó þeim fari fækkandi með auknu öryggi í siglingunum. Árið 1825 urðu 40 konur ekkjur og 90 börn föður- laus. — Ætli það sje ekki þess vegna, að konurnar eru svo fátalað- ar og sitja svo oft fyrir utan húsin sín og hörfa út á sjóinn? Fanney er lítið land — en undra fagurt. Breið ströndin, hvítir sand- hólarnir, grænn skógurinn — gulir akrarnir og rauð hús með dökkgrá- um stráþökum. Og fólkið dansar enn gamla þjóðdansa með hátíðleg- um takti — mennirnir dálítið vagg- andi af vananum að standa á þil- fari ár eftir ár, og konurnar í silfur- hneptum treyum og með strút á höfði. Bylgjurnar hvítfyssa úti á Vesturhafinu þegar stormurinn æð- ir — en þær færa eynni dýrmætan farm: rafið. Að kvöldi skín máninn yfir hafið og maurildið glitrar í kjölfarinu og við hvert áratog. Og einhvers staðar er sungið, eins og Vera ber í lok hvers mannfagnaðar. Fanö, aa Fanö, ja du er saa skön, hvid er din Strandbred din Bölge saa grön. Hjemstavn, ak, Hjemstavn, ja sikkert jeg tror, du er det fagreste Land paa vor Jord. 16. sept. 1949. Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka. BRIDGE S. G 6 5 H. 7 4 T. K 9 5 3 L. Á K G 5 H. Á 10 9 8 6 T. G 7 6 4 L. D 7 6 4 S. Á 9 7 4 3 2 H. K D G T. Á 2 L. 3 2 S. K U ÍU ö H. 5 3 2 T. D 10 8 L. 10 9 8 Suður spilaði fjóra spaða og V ljet út L 10, sem S tók með ásnum í borði. Hann sjer nú að fyrir utan tromp þarf hann ekki að missa nema einn slag í hjarta. En liggi trompin öll á sömu hönd, þá vandast málið. Þó sjer'S að hann getur unnið. Nú slær hann út lágtigli og tekur með ásnum, og slær svo út lágspaða. V verður að fórna D því að annars fær blindur slag á gos- ann. S kemst inn aftur og slær út lág- spaða. Nú verður V að drepa með K og missir svo báða hina spaðana í gosa og ás. — Það hefði verið alveg sama þótt trompin hefði legið hjá A. Þegar S sá að V var tromplaus, ljet hann G í fyrsta trompslaginn, og spilaði svo tvisvar út trompi úr borði. Þá fengu mótspilamennirnir ekki heldur nema tvo slagi í trompi og spilið var unnið. — Þetta er nokkuð einstætt sýnishorn af þeirri spilamensku sem Englending- ar kalla „safety play“, eða öryggis að ferð. ÝMSAR merkar fornminjar hafa fundist í Noregi í sumar. Hjá Not- odden fundust til dæmis leirkera- brot frá steinöld. Hefur lítið fundist af slíku í Noregi áður, og alt á Vesturlandinu. Þó er enn merkari fundurinn á Toten. Þar rákust menn á beina- grind af konu, og er talið að hún sje 1700 ára gömul, eða frá 2. öld e. Kr. — Hjá beinagrindinni fanst löng nál, mjög svipuð hattprjónum þeim, sem voru í tísku fyrir 50 árum. Var nálin gulli búin og er talið víst að konan hafi borið hana í hárinu. Ennfremur fanst þarna eyrnaskraut úr gulli. Var það eftir- líking af vínberjaklasa, og hefur aðeins fundist einn álíka gripur áður. Norðmenn hafa nú góðar gætur á því, að forngripir, sem finnast. hverfi ekki úr landi. Eru þar lög, sem skylda menn til þess að skila öllum þeim forngripum, sem þeir finna, og fá þeir ekki annað í stað- inn en þakkarbrjef frá fornminja- safninu og mynd af gripnum. Það virðist svo að sumum finnist þetta lítið og vilji gjarna halda gripun- um og eiga þá sjálfir. Segir Danne- vig Hauge þjóðminjavörður við há- skólasafnið, að margir reki upp stór augu þegar komið er heim til þeirra og af þeim heimtaðir gripir, er þeir hafa fundið. Skilja þeir ekkert í því hvernig fornfræðingarnir hafa kom ist á snoðir um þetta. En sannleik- urinn er sá, að í blöðunum er oftast getið um það þegar eitthvað finst og fornleifafræðingarnir gefa öllu slíku nánar gætur og vita hverjir það eru, sem ekki skila fundnum gripum af sjálísdáðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.