Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 16
524 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í DEILD útgerðarinnar á Revkjavíkursýningunni er brugðið upp furðu skírri mynd af útgerðinni meðan árabátar voru einu fleyturnar, sem íslendingar áttu. Er það næsta merkilegt, hvað sýningarnefnd hefir tekist að grafa upp af göml- iim munum, því að venjan er sú hjer á landi. að í súgtnn fer flest, sem hætt er að nota. En þessir gömlu munir eru nauðsynlegir til skilnings á því, hvernig landsmenn reyndu að bjarga sjer fyr á tímum. — Eitt er þarna, sem hefir sjerstaka þýðingu fyrir Reykvíkinga, en það er mótuð eftirmynd af Selsvör eins og hún var áður. Sjest hún hjer á myndinni. Lík búið til greftrunar. Ebenezer, sonur sjera Þorsteins Pjet- urssonar á Staðarbakka, andaðist í Hólaskóla 1758. Segir sjera Þorsteinn svo frá því í ævisögu sinni hvernig lík hans var búið tii greftrunar: „Hans lík stóð uppi í sjö daga og var sóma- samlega búið til legstaðar af herra biskupinum. Kistan ný og förfuð svört; í hana var lagður svæfill, eitt línlak sundur skorið og eitt lítið salúnsbrek- án, um líkamann stór smáljerefts skyrta, nokkuð brúkuð. Klútur hans um höfuðið og hálsskyrta, item svart silki lítið um hálsinn látið og svitadúk- ur yfir ásjónu. — Þetta skrifaði herra biskupinn mjer sjálfur“. Ólánsvegir. Það hefur alment verið talinn óláns- vegur að gefa sig við rjúpnaveiðum á haustum og vetrum, og mun elda eftir af þeirri trú enn í dag. Ólánsvegur er það og, ef unglingar gefa sig við kveð- skap og yrkja, enda hafa menn lengi haft þá trú, að skáld og hagyrðingar væri jafnan fjelausir ólánsmenn og auðnuleysingjar, og það svo, að jafn- vel sjera Hallgrímur Pjetursson hefur ekki komist undan því áliti í alþýðu- sögnum, að hann hafi verið auðnulítill maður og jafnan fátækur, þó að alt bendi til þess, að svo hafi ekki verið. En hagur sjera Jóns Þorlákssonar á Bægisá virðist heldur hafa styrkt þjóð- trúna í þessa átt. Vitað hef jeg til, að reynt var að bæla niður hagmælsku í ungum manni í Skagafirði um 1370 af þessari ástæðu og svo því að hætt væri við, að hann færi illa fyrir þetta. (Jón- as Jónasson). ¥ Konungsgarður. Gamla tukthúsinu hjá Arnarhóli var breytt árið 1819 í embættisbústað fyr- ir æðsta valdsmann þjóðarinnar. Hlaut það þá nafnið „Konungsgarður". Vor- ið eftir flutti Moltke greifi í það og „þótti mönnum húsakynnin hin rík- mannlegustu og fyllilega samboðin jafn tignum manni og stiptamtmanni af aðalsætt". Þarna bjuggu seinast landshöfðingjar, og var húsið þá kall- að „Landshöfðingjahúsið". En síðan stjórnin fluttist inn í landið og tók sjer þar aðsetur, hefir það verið kall- að „Stjórnarráðshús", eða. aðeins Stjórnarráð. Beiskur ertu. Árið 1638 var prestur nokkur vestra, er Vigfús hjet, settur af embætti fyrir þær sakir, að hann útdeildi kerlingu í ógáti brennivín fyrir messuvín, en kerlingin mælti það, er síðan er haft að máltæki, er hún kendi smekksins: „Beiskur ertu nú, drottinn minn.“ Á 17. öld fengum vjer einokunarverslun og einveldi. Hvort tveggja átti svo sem að verða oss til blessunar, en í kjölfar þessa sigldi það, að ógurlegum refsing- um var beitt, jafnvel fyrir smávægi- legustu brot, húðláti, Brimarhólmsvist, brennimerkingum og lífláti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.