Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann ekki fótaferð og dó 23. nóvem- ber. Árið 1937 kom út hjá Gyldendal minningarrit um hann og er þar tekið ýmislegt upp úr dagbókum hans meðan hann var hjer í Revkja vík. En í bókinni segir svo um þetta: Frá sendiherratið Böggilds í Reykjavík og viðskiítum hans við íslendinga liggja fyrir svo mikil gögn — brjef, dagbækur, blaða- greinar og fyrirlestrar — að það mundi ærið til að fylla margar bækur. Margt af þessu á þó ekki heima í ævisögu, en getur sennilega komið að gagni fyrir þá, sem rita nútíðarsögu íslands. — Eitt af fyrstu verkum Böggilds í Reykjavík var að reyna að fá keypta eign, er bæði gæti orðið skrifstofa og bústaður fyrir danska sendiherrann. Tókst það ekki fyr en eftir mikla vafninga, því að þá var mikil húsnæðisekla í Reykja- vík. Eignin, sem honum tókst að ná -í, var hús Sturlu Jónssonar kaupmanns, og kaupverðið var 210.000 krónur. Á íslenskan mæli- kvarða var þetta stórhýsi, þrjár hæðir úr járnbentri steinsteypu, og tiltölulcga stór garður umhverf- is. Háðkvæði. (Út af þessum kaupum kom skop kvæði í danska blaðinu „B. T.“ og er efni þess þetta: Sturla Jónsson var i'átækur íiski- maður í Reykjavík. Hann gekk í duggarapeysu og það var stærsta löngun hans að geta komið sjer upp kofa, bygðum úr grjóti, torfi og þangi. Að lokum tókst þetta. Kofinn var að mestu grafinn í jörð, og einhvern dag er Sturla situr þarna og er að hugsa um hve gott sjc að hafa húsaskjól, ber þar að danskan tnínn, senfi er i húsnaeðis- hraki H^hrí spyr Sturlu hvað hann vilji fá fyrir kófann. Þa bra Sturlu en hann hugsaði með sjálfum sjer að ekki skyldi hann láta kotið fyr- ir minna en 37.50 kr. Þá sagði sá danski: „Jeg ætla ekki að fjefletta þig. Jeg skal kaupa af þjer kofann fyrir tvö hundruð þúsundir króna.“ Þegar Sturla heyrði það, fekk hann hláturkrampa og dó. Nokkrum dög- um seinna var honum ekið út í kirkjugarð og á leiðinni þangað hugsaði hann: „Ef jeg væri ekki dauður, þá skyldi jeg nú kaupa alla Reykjavík.“---------- Þetta lýtur að því, að Dönum mun hafa þótt kaupverðið nokkuð hátt, og að ekkert hús á íslandi gæti verið svo mikils virði). Fyrsta dvölin á íslandi. Fyrst í stað notaði Böggild tím- ann til þess að heilsa upp á eins marga mikilsmetna íslendinga og hægt var. Þess á milli fór hann í útreiðartúra, heimsótti Alþing, fór í kirkju og á söfn. Hann varð þegar hugfanginn af hinni stórbrotnu náttúrufegurð íslands og ágætum listamönnum þess. Og þótt sam- ræðurnar gengi fremur stirt, kemst hann að því, að íslendingar voru farnir að fá meiri áhuga fyrir dönsk um málefnum en áður. Þeir gleðj- ast út af því að Danir skuli endur- heimta Suður-Jótland, og með á- huga fylgjast þeir með öllu því sem Danir gera til að bæta sam- búðina milli íslands og Danmcrkur. Þá verður hann og einnig að út- vega sjer smiði til þess að gera breytingar innan húss, og það sem nýtt er fyrir hann, að auglýsa eftir þjónustufólki og semja um kaup og kjör við þær stúlkur, sem vilja verða vinnukonur hjá honum. Þar á meðal er roskin stúlka, sem heit- ir Marsibil og meðan hann er að tala við hana veröur henni litið á mynd af frú Böggild og spyr: „Er þetta nú konan yðar?“ Og svo rýk- ur hun til að þurka af myrtdinni með svuntuhoimuu smu. Auðvitað tók Böggild hana í vist og næsta morgun byrjaði hún á því að færa honum morgunkaffi með niður- soðnum plómum, pylsu og mysu- osti. í dagbók Böggilds er ýmislegt að finna frá þessum tíma, meðal ann- ars þetta: Sunnudagur 31. ágúst: Fór aftur í dómkirkjuna. Ungur prestur.* Get fylgst með í sálmunum, en skil ekki nema einstaka setningu í ræð- unni. Guðsþjónustan hugnæm og gamaldags. Skemtilegt að horfa á hina mörgu þjóðbúninga og hin svipmiklu andlit. Ágætt, samvalið fólk. 14. sept.: Fekk heimsókn kap- teins G. í Hjálpræðishernum. Það er prúður maður og hann trúir á velvild íslendinga í Dana garð. — Að minsta kosti hundrað börn að leika sjer í garðinum og tína ribs- ber. Varð seinast að reka þau burtu. Ljómandi norðurljós. 20. sept.: Fór í miðdegisverð hjá M. og þar voru fleiri gestir. En hvað þessir íslendingar eru undar- legir og þöglir. Það var naumast hægt að toga úr þeim orð fyrst, en svo íóru þeir að blíðkast og seinast brostu þeir. Oft fellu samræðurnar alveg niður og við þögðum allir í eina eða tvær mínútur. Það er ekki hlaupið að því að komast að þeim — þeir virðast undarlega þöglir og fákunnandi, en þó finnur maður að innan við hina ytri skel er sjald- gæf gnægð fróðleiks og mann- kosta.-------- Engir saingleðjast. Eftir sex vikna dvöl á íslandi að þessu sinni, hvarf Böggild til Dan- merkur, en kom aftur á „fullveldis- daginn“ 1. des. Og nú kom hann ásamt „frú og fylgdarliði“, eins og stóð í íslensku blöðunum, en fylgd- arLiðið var dönsk cldabuska. ’ Það rar sjera Bjarrn Jónssbn, þa nýkommn lungað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.