Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hrelling hins ölvaða. 25. júlí. Fór ríðandi upp að fjall- inu Hengli og beið þar í fögrum dal leiðaögumannsins, sem átti að fylgja okkur að hverunum. Hann kom og vap talsvert kendur. Svo riðum við bráðskemtilega leið milli hrauns og hlíða og seinast yfir snjóskafla, en á milli þeirra var jarðvegurinn heitur. Svo riðum við meðfram fjallalæk og komum að Ölkeídu. Þaðan var dýrlegt útsýni yfir Suðurlandsundirlendið og til Vestmannaeyja.... Oddur Hermannsson, tengdason- ur forsætisráðherrans, var með í ferðinni. Hann var heilsuveill og hafði altaf með sjer á ferðalögum soðið vatn í ferðapela. Við fengum okkur öll að drekka í Ölkeldu, nema fylgdarmaður. — Oddur Hermannsson tók síðan upp ferðapela sinn, helti öllu úr honum og fylti hann síðan með ölkeldu- vatni. Fylgdarmaður starði á þetta með tárin í augunum. Hann helt að brennivín hefði verið á pelanum, og við vorum ekki að leiðrjetta það. Um nóttina gistum við á Kol- viðarhóli. Þar sváfum við í litlu herbergi innar af gestastofunni. Engin læsing fyrir hurðinni. Ríð- andi fólk var að koma alla nótt- ina, og það var glæsileg sjón í dag- bjartri sumarnóttinni. Rúmin voru stutt og hörð, en línklæðin voru drifhvít og með Harðangurssaumi. (Sveinn Björnsson sendiherra og maður með honum komu að Kol- viðarhóli xjpkkrum dögum seinna og gistu í sama herbergi. Þeir tóku eftir því að línklæðin voru með brotum og spurðu hvort þau hefði verið notuð áður. „Ekki nema af sendiherra Dana og konunni hans,“ var svarið). Vinnukonuráðningar. Éftir aíT- sambandslaganefndin hafði setið á rökstólum í ágúst, tók Böggild sjer hvíld og ferðaðist til Danmerkur og Englands. — í brjefi, sem hann skrifaði ritara sín- um, ungfrú Bentzen, frá Englandi, segir hann meðal annars: „Ef þið eruð í vandræðum með stofuþernu, þá mun frk. Bjarnason í Kvennaskólanum, eða frú Jóns Magnússonar vera hjálpleg að ráða stúlku til bráðabirgða eða um lengri tíma fyrir 50 kr. kaup um vetrarmánuðina og 70 kr. um sum- armánuðina. Ingibjörgu, sem var þjá okkur í fyrra, má ekki ráða.“ Hvar lendir þetta? 19. febrúar 1921: Alþing er kom- ið saman og jeg var við setningu þess. Jeg hef símað til Kaupmanna- hafnar frumvarp Bjarna Jónsson- ar um íslenskan utanríkisráðherra, að konungsritari skuli hjer eftir heita utanríkisráðherra. Æjá, það virðist sem heitar umræður sje framundan, og fjármálakreppan hefur aldrei verið verri en nú. Hvar lendir þetta? íslendingar vilja ekki skilja okkur, og jeg er farinn að efast um að takast megi að gera þeim skiljanlegt, að vjer viljum þeim aðeins vel og langar ekkert til að takmarka sjálfstæði þeirra. 11. mars: Alþingi verður tíma- frekt fyrir mig og vegna þess verð jeg að senda pólitískar skýrslur og dulmálsskeyti, fyrst vegna frum- varps Bj. Jónssonar og síðan út af fyrirspurn þeirra Pjeturs Ottesen og Hákons Kristóferssonar um landhelgisgæsluna. Umræður um þessa fyrirspurn stóðu í þrjá daga, þrjár klukkustundir á dag, en mál- ið kom ekki til atkvæðagreiðslu. Fylgi Jóns Magnússonar virðist fara þverrandi. Konungsheimsóknin. 4. júlí 1921: Konungsheimsókn- inni var lokið í dag. Hún byrjaði 26. júní með móttöku á stein- bryggjunni. Kvöldið áður höfðu verið hinar venjulegu bollalegg- ingar um það, hvort maður ætti að vera í einkennisbúningi og hvort konur ætti að vera með o. s. frv. Klukkan tíu um kvöldið kom skeyti um það að konur ætti ekki að vera með, en því mótmæltum við Sveinn Björnsson harðlega vegna drotningarinnar. Móttökurnar voru fremur kulda- legar. Ekki heyrðist eitt einasta húrra þegar konungur steig fæti á íslenska grund. Jón Magnússon hafði farið um borð til að fagna konungi, og þeir gengu tveir sam- an upp bryggjuna. Við hinir stóð- um samkvæmt skipun efst á bryggj unni og konungur spurði: „Hvar er Böggild?“ Þegar konungur hafði heilsað gengum vjer allir á eftir honum og drotningunpi upp að Mentaskólan- um, þar sem þau áttu að vera. Ein- staka húrrahróp heyrðist, en þau spáðu engu góðu. Manngrúinn var þögull og kuldalegur. Hið eina við móttökurnar var það er konungs- hjónin gengu milli tveggja raða af telpum, sem stóðu á bryggjunni. Á hádegi var messa í dómkirkj- unni og þar talaði Jón biskup Helga son — vel. Hinn 27. júní var farið ríðandi og í bílum upp að Elliðaám því að þar átti að vígja rafmagnsstöðina. Þetta var kl. 8 að morgni, en þótt þetta væri svo árla dags voru þær báðar með drotningin og frk Sehe- sted hirðmey hennar. Klukkan 11 var veisla í Menta- skólanum — og þar voru konur með. Sætum var skipað þannig að saman sátu íslendingur og Dani, og vegna bannsins drakk þar ann- ar hvor maður vín, en hinn sóda- vatn, eplamjöð eða þess háttar. Jeg fór ekki til hófsins hjá Stúd- entafjelaginu, bæði vegna þess að jeg vildi ekki trana mjer fram og eins vegna hins, að konungshjónin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.