Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5 og fylgdarlið þeirra ætlaði að drekka te hjá okkur klukkan 5. Við tókum á móti konungshjónun- um við hliðið, um leið og þau stigu á danska grund.... Kl. 7 var miðdegisverður hjá Jóni Magnússyni forsætisráðherra. Þangað voru ekki boðnir aðrir en konungshjónin og föruneyti þeirra og við Sveinn Björnsson ásamt konum okkar. Fyrir svolítið óhapp settist fólk heldur seint að borð- um. 28. júní: — Farið til Þingvalla. Skemtilegur morgunverður í sól- stöfuðu tjaldi. Samkoma á Lög- bergi, Jón Magnússon helt ræðu. Sungið var „Eldgamla ísafold“ undir hornamúsik. Svaf ekkert um nóttina. 29. júní: Leið illa imi morgun- inn, en afrjeð þó að halda áfram til Geysis. Hrestist. við morgun- kaffi og egg. Fekk góðan hest, en komst seint á stað. Reið næstur á eftir Gamst forstjóra Ritzaus Bure- au og hann var síkvartandi um það hvað hann hefði fengið vondan hest. Þess vegna hafði Helga hesta- skifti við hann og losnaði þar við lala tnmtu, sem hún var á. Bráð- skemtilegt ferðalag meðfram Þinj'- vallavatni. Varð ljettur í skapi og þreytan hvarf. Komum við í bvgð- um hclli, það var mjög gaman. Ágætur morgunverður og ó- áfengt öl hjá Laugarvatni. Vegna þess að fólkið ruddist að borðum og allir vildu verða fyrstir, biðum við Helga og Sveinn Björnsson til seinni umferðar og sátum þá gegnt þjónustnfólki konungs, en það dró livorki úr matarlyst okkar nje glað- værð. Eftir það skoðuðum við hverina og svo var lagt á stað í glaða sól- skini á eftir hátignunum. — Við Svcinn Björnsson sungum og nut- uni þessa skemtilega ferðalags. Víð nðum Iiratt og náðum föruneyti konungs, og siðan var greitt farið og komið að Geysi kl. 6 um kvöld- ið. Eftir kvöldverð var reynt að fá nokkra smáhveri til að gjósa, en það tókst misjafnlega. Þar var skrítið náttból í „kojum“. 30. júní: Skoðaði umhverfi Geys- is um morguninn. Kl. 1 var lagt á stað til Gullfoss. Þá var drumb- ungsveður. Við sátum lengi í brekk unni og horfðum á fossinn fyrir neðan okkur. Seinna gengum við alveg niður að honum. Þar var svo margt um manninn, mikil ókyrð og mikill úði úr fossinum, að jeg naut þess ekki eins vel nú og fyrir 21 ári að horfa á fossinn. Fæstir hugs- uðu víst um þann reginmun, sem er á hinum voldugu náttúruöflum, sem byltast sí og æ í freyðandi holskeflum Gullfoss, og í hinum sjóðandi, marglitu hverum hjá Geysi — og svo annars vegar hin- um litlu manneskjum, sem lifa svo stutt og' orka svo litlu. En sem skikkanlegir ferðalangar gengum vjer um kring og enginn haíði tíma til þess að sökkva sjer niður í þau hughrif, sem þessi fögru náttúru- undur geta seitt frarn. Um kvöldið var afhjúpaður minningarsteinn — til minningar um komu konungshjónanna — og konungur helt hjartnæma ræðu á íslensku. 1. júlí: Farið yfir Hvítá. Það var skemtilegt ferðalag. Þegar leið á daginn fór að rigna og vjer fórum í olíuföt. Um kl. 4 síðdegis var far- ið yfir Laxá og það var gaman, cinkum að horfa á 5 menn sem sundriðu hana. Svo var farið á bíl- um að Ölfusá. Þar fengum vjer inni í bankahúsinu, ásamt kon- ungshjónunum og fylgdarliði. Daginn eftir vildu þeir Sveinn Björnsson og Jón Magnússon halda þarna samkomu fyrir mannfjöld- ann. sem kominn var úr nærsveit- unum, og jeg lofaði að tala fyrir minni Islands, Nu var fólkx stefnt að bruxmx. Fyrst var sungxð, svo mælti jeg fyrir minni íslands og Sveinn Björnsson fyrír’Hiinni Dan- merkur. Jón Magnússon ávarpaði hjeraðsbúa. Svo kom drotningin þangað og þá fengurfl vjer Benedikt Sveinsson til þess að tala fyrir minni hennar. Svo talaði Svenn Poulsen fyrir minni íslenskra bænda. Þessi samkóma fór mjög vel fram og hið eina Sém fyrir kom á ferðalaginu er getur haft þýð- ingu lengur en fyrií augnablikið. 2. júlí: Ókum í skínandi veðri og sólskinsskapi upp að Sogsbrú. Þar reyndi konungur að veiða, en tókst ekki. Svo var stigið á hestbak og riðið upp að Sogsfossum. Skemti- leg leið, en mikið mýbit. Erfið ganga niður að írufossi, sem er fallegur að horfa á ofan frá. Svo í gegn um mývarginn þangað sém hestarnir biðu, og riðið aftur uiður að Sogsbrú. Þar biðu bílarnir. Nú var ekið upp Kamba og fram hjá Kolviðarhóli til Reykjavíkur og þangað komið kl. 7. Bob kom á móti okkur við Elliðaárnar. 3- júlí: Fórum út á íþróttavöll og sátum þar í brennándi sólskini í þrjár klukkustundir, og urðum að berjast við að sofna ekki. Kven- leikfimi, knattspyrna ög hlauparar frá Álafossi. Kl. 8 helt bæjarstjórn veislu í íþróttahúsinu og þar helt Jón Þorláksson verkfræðingur hollystufulla ræðu. Daíis á eftir. Fórum heim í dynjándi regúi. 4. júlí: Gekk fyrir kónúrig um morguninn. Hans liátign ‘Ijet pá í Ijós ánægju sína út áf þVí áð iiú sæist fleiri danskir fánái á stöng- um heldur en þegar h'diiii kom. Kl. 10 kvaddi konungur á Stcinbryggj- unni.--------- ííxqa go muio' Áramótaliátíð í scudihcrra- hústaðnum. arnsn iááa, Áramótin voru hátíðiég íiáidin í bustað danska sendiherrans og boðið þangað exns möigUm gestum og husið rurnaði. — Meðal bláða ■j ■. 5i.'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.