Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 6
G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Böggilds er éitt, þar sem þessari samkomu er lýst. Þar fór fram nokkurs konar sjónleikur. Gamla árið kom'þar fram í gerfi gamallar konu. Hún var í fatagörmum og studdist við lurk og var með ljós- ker í hendi. Svo heyrðist mjúkur hljóðfærasláttur úr næsta herbergi og svo mælti gamla konan af munni fram ljóð, sem Böggild hafði orkt, og þar sem því var lýst hvað gerst hafði á árinu. Þegar klukkan sló 12 á miðnætti voru öll ljós tendruð, og þá gekk nýa árið inn í gerfi ungrar stúlku, sem var klædd í „Dannebrog“. Hún var með blóm- sveig um höfuð og stjörnu í hár- inu. Hún mælti einnig kvæði af munni fram og hrakti gömlu kon- una smátt og smátt á undan sjer, þangað til hún varð að fara út. Böggild kveður ísland. Á öndverðu árinu 1924 átti Bögg- ild að taka við embætti sínu sem aðalkonsúll fyrir Kanada og Nev/ Foundland. Skömmu áður en hann færi frá íslandi (19. janúar) heldu íslendingar og Danir honum veg- legt kveðjusamsæti að Hótel ís- land. Þar helt hann ræðu og mint- ist þeirra fimm ára, sem hann hafði dvalist í Reykjavík, og þar sem hann hafði þolað bæði súrt og sætt, meðal annars oftar verið veikur en á öðrum stöðum, þar sem hann hafði verið. Samt sem áður hylti hann hjartanlega bæði land og þjóð og klöknaði við. Hann sagði þá meðal annars: — ísland á því láni að fagna, að þrátt fyrir glæsilega fortíð á það nú fyrir sjer þá framtíð, sem ber langt af fortíðinni. Þau afrek, sem þjóðin hefur unnið seinasta áratug með dugnaði sínum og framtaks- semi, er fagur vottur um þá fram- tíð, sem bíður þjóðarinnar. Mjer þykir það góðs viti, að jeg, sem fyrsti sendiherra Dana hjer á landi, skyldi einmitt koma hing- s. *- • Áramótin. að 1. desember, og að fyrsta athöfn mín var sú, að draga danska fán- ann við hún á fullveldisdegi ís- lands. Fyrir mjer var þetta ekki tákn þess, að danski fáninn ætti aftur að blakta yfir íslandi, heldur hins að vjer, sem lifum undir Dannebrog gleðjumst yfir því án nokkurs minsta kala, að hinn fagri íslenski fáni blaktir nú yfir frjálsu og sjálfstæðu íslandi. Jeg þori að fullyrða, að hver einasti Dani gleðst út af því að ísland skuli hafa fengið fullveldi sitt viðurkent. Um sjálfan mig er það að segja, að hvað sem sagt kann að verða misjafnt um starf mitt hjer, og þótt margir duglegri og betri menn komi á eftir mjer, þá fullvissa jeg yður um það, að engum þeirra mun þykja jafn vænt um það og mjer að ísland er orðið frjálst og sjálfstætt. Þess vegna fullvissa jeg yður um, að jeg mæli af hjartans einlægni er jeg bið yður nú að taka undir þá ósk með mjer að ísland megi um alla fram- tíð njóta gæfu, frelsis og sjálf- stæðis. — Barnahjal JÓI var ekki nema sex ára. For- eldrar hans voru að fara í boð. Mamma faðmaði hann að sjer og kysti hann og sagði: — Farðu nú að sofa. Jói minn, og þú mátt gera hvort sem þú vilt heldur að sofa einn eða sofa hjá vinnukonunni. Jói hugsaði sig um stundarkorn og svo spurði hann: — Hvort vildir þú heldur, pabbi? ★ MARÍA litla var að hjálpa til að bera á borð. Hún bar fyrsta súpu- diskinn fyrir föður sinn. Hann flutti diskinn til þess er næstur sat honum til vinstri. María kom með annan súpudisk og setti fyrir föður sinn. Hann flutti diskinn til þess er næstur sat til hægri. Þeg- ar María kom með þriðja diskinn setti hún hann enn fyrir pabba sinn og sagði: — Þjer er alveg óhætt að borða af þessum diski. Það er sama á i þeim öllum. ★ LÍTILL drengur spurði mömmu sína: — Er það satt að menn sje skap- aðir úr dufti? — Já, góði minn, sagði hún. — Og verða þeir svo aftur að dufti þegar þeir fara heðan? — Já, það stendur í biblíunni. En hvers vegna spyrðu að því? — Jeg leit undir rúmið mitt í morgun og þar er annaðhvort einhver að fæðast eða að fara heðan. ★ SIGGA kom á harða spretti heim og strákur á hælum hennar. — Hvers vegna ertu að elta hana Siggu? spurði pabbi hennar byrstur. — Hún var að hrekkja mig, sagði strákur. — Hvers vegna varstu að hrekkja hann? spurði pabbi og sneri sjer að Siggu. — Til þess að hann skyldi elta | mig. < i---------------- ■ .9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.