Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBL’AÐSINS ■* EINKA „JÁRNTJALD“ S T A LIN hefur dregið járntjald umhverfis ríki sitt, svo að aðrar ið eftir því að maðurinn var tiltólu- þjóðir fái ekki að vita hvað þar er að gerast. En annað járntjald, jafn öflugt, hefur hann til að skýla einkalífi sínu. Stalin er þrígiftur. Þriðja konan hans heitir Rósa. Hennar er aldrei getið í útvarpi nje frjettuní, blöðin hafa ekki fengið að birta myndir af henni nje tala við hana. Blöðin mintust heldur ekki á það þegar Stalin giftist henni. Einkalíf Stalins hefur verið við- burðaríkt og yfir því hvílir hula. Jafnvel nánustu vinir hans og sam- verkamenn fá ekki að vita hvað á daga hans hefur drifið, og allra síst það, hvernig á því stendur að ýms- ir af hans nánustu hafa horfið skyndilega úr þessu lífi. Fyrstu konu sína misti Stalin ár- ið 1907, eftir aðeins fjögurra ára sambúð. Þau höfðu kynst í æsku og það er sagt að Stalin hafi syrgt hana. Um hana er fátt vitað annað en það, að hún ól honum einn son, sem heitir Jacob Josefvitch. Hefur svo verið sagt í „Life“ að hann sje fæddur 1905. Ekkert frjettist af þessum pilti fyr en árið 1930 að hann útskrifaðist úr vegaverkfræði deild háskólans í Moskva. Þá gekk hann undir nafninu Djugashvili, sem er hið rjetta ættarnafn Stalins. Eftir það fór hann til Siberíu og stóð þar fyrir vegagerð. Næst frjett ist af honum 1941. Þá tóku Þjóð- verjar hann höndum, en skiftu seinna á honum og tveimur þýsk- um hershöfðingjum, sem Rússar höfðu í haldi. Síðan hefur ekkert um hann frjest. Stalin var orðinn fertugur og einn af æðstu mönnum Rússlands, er hann hugsaði til kvonfangs að nýu. Og þá kvæntist hann 17 ára gamalli stúlku, sem Madeshda All- enieva hjet. Hún var dóttir lása- smiðs í Leningrad, sem var gamall vinur Stalins. Stalin hitti þau feðg- in af tilviljun og varð þegar hrifinn er hann sá að hin litla stúlka, sem hann hafði sjeð fyrir mörgum ár- um, var orðin fögur og gjafvaxta mær. Hún var þá að vísu trúlofuð, en það skifti einvaldann engu, og svo giftust þau. Hún gerðist nú húsfreyja í Kreml en jafnframt ljet hún ýmis mál til sín taka og ætlaði sjer sýnilega að verða atkvæðakona á pólitiskum vettvangi. Hún kynti sjer vinnu- brögð og vann sjálf í ýmsum verk- smiðjum. Á þann hátt komst hún að ýmsu, sem Stalin þótti gott að vita, sjerstaklega um óánægju verkamanna. Hún ól manni sínum tvö börn, son sem heitir Vassili og dóttur, sem heitir Svetlana. Árið 1932 varð frú Stalin á stór skyssa. í samsæti, sem haldið var fyrir Voroshilov marskálk, fór hún að tala um politik. Því miður fóru skoðanir hennar alveg í bág við stefnu Stalins og fylgismanna hans. Daginn eftir var frú Stalin dáin. Opinberlega var svo látið heita að hún hefði dáið úr botnlangabólgu, Aðrir sögðu að hún hefði drukkið eitur, sem Stalin hefði verið ætlað. Sumir sögðu að hún hefði framið sjálfsmorð, en almenningur sagði að þetta hefði verið „venjuleg hreinsun“. Skömmu seinna barst út orðróm- ur um það að einvaldurinn væri að hugsa um það að fá sjer þriðju konuna. Þeir, sem voru honum handgengnastir sögðu að hann þyrfti nauðsynlega á kvenmanni að halda til þess að sjá um uppeldi 7 STALINS barna sinna. Og hvort það var nú af tilviljun, eða að ráðstöfun ann- ara, þá komst Stalin nú í kynni við Rósu Kaganovich, systur Lazar Kaganovich, sem þá var varaforseti æðsta ráðsins. Þetta varð til þess að þau giftust, og segja þó sumir að þau sje alls ekki gift, heldur hafi hún aðeins flutt til hans í Kreml. Aðeins einu sinni hafa þau sjest saman. Það var þegar neðanjarðar- járnbrautiq í Moskva var vígð. — Síðan hefur ekkert borið á henni. Hinir fáu vinir Stalins, sem njóta þeirra sjerrjettinda að koma á heimili hans, segja að Rósa sje ágæt húsmóðir, glaðlynd og hafi ánægju af því að elda góðan mat handa bónda sínum. Þeir segja líka að hún muni hafa haft góð áhrif á hann, eins og sjáist á því að þessi járnkarl sje orðinn mildari en hann áður var. Hún dvelst aðeins á vet- urna í Kreml, en frá því snemma á vorin og þangað til seint á haust- in, er hún í sumarbústað niður með Moskva-ánni, svo sem klukkustund ar akstur frá höfuðborginni. Þar er Stalin líka tvo og þrjá daga á viku, og kemur þá stundum með gesti með sjer. Rósa hefur reynst stjúpbörnum sínum vel. Dóttir Stalins gerði honum þann grikk, að giftast skóla bróður sínum án hans vitundar. Þegar Stalin frjetti það ætlaði hann að verða vitlaus, en Rósa kom fyr- ir hann vitinu, og henni tókst að sætta þau feðgin. Og til þess að gefa yfirstjett Moskva gott for- dæmi, þá helt hún sjálf veislu til þess að fagna ungu hjónunum, er þau komu úr brúðkaupsferð sinni. En þótt Svetlana væri eina dóttir Stalins, var ekki minst á hjóna- band hennar í rússnesku blöðun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.