Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 ENSKI AÐALLINN SKAMT FRÁ hinum fræga Cov- ent Garden í London er hlið, og yfir því er skjaldarmerki Greifans af Bedford, sem einu sinni átti alt umhverfið þarna. Nú eru þarna skrifstofur „Debrett’s Peerage, Baronetage, Knightage and Comp- anionage“, hinnar miklu bókar, sem er skrá um alt aðalsfólk í Bret- iandi og hefir verið gefin út að staðaldri síðan árið 1790. Alt þarna umhverfis eru búðir manna, sem leigja út ýmiskonar fatnað. Þar fá barónar, riddarar og aðrir af „bláa blóðinu“ leigð föt handa sjer við hátíðleg tækifæri, því að þeir hafa nú ekki efni á því lengur að eiga þau sjálfir. Kvenfólkið leigir einnig föt þarna. Debrett’s er biblía aðalsins í Englandi, og þótt hann hafi nú mist völd — að ekki sje talað um peninga — þá stendur hann enn á gömlum merg þar í landi. Það eru enn talin meðmæli ef nafn manns stendur í Debrett’s, og hann nýtur þá sjerstakrar virðingar. Bókin á að vera áreiðanleg heimild um alla þá, sem komnir eru af göfugum ættum, sem hafa hið „bláa blóð“ í æðum, og hún er trygging fyrir því að óvandaðir sná<par geti ekki vilt á sjer hemildir og þóst vera greifar og barúnar. Það er dálítið einkennilegt tím- anna tákn að eigandi Debrett’s er nú Oldham’s Press, hið mikla út- gáfufyrirtæki jafnaðarmanna. Þeir keyptu útgáfurjett bókarinnar af bókaforlagi, sem einnig gaf út barnabækur. ÞAÐ VAR árið 1709 að maður að nafni John Debrett gaf út stutta skrá um enska aðalsmenn, og varð það upphaf þessa mikla ritverks. Eftir J. P. Gallagher. Ritstjóri bójíapnnar nú heitir Cyril Francis James Hankinson. Hann er nú 54 ára að aldri. Þegar hann kom úr fyrra heimsstríðinu fór hann að reyna að útvega sjer at- vinnu og frjetti þá að laus mundi staða við útgáfu Debrett’s og komst þar að. Árið 1935 var hann orðinn aðalritstjóri bókarinnar og hefir verið það síðan, og hefir fjölda ungra manna sjer til að- stoðar. Debrett’s þykir nauðsynleg bók, eins og sjá má á því, að á stríðs- árunum seinni kom hún reglulega út, prentuð á góðan pappír og í logagiltu bandi, enda þótt önnur bókaútgáfa lægi að mestu niðri og blöðunum skamtaður pappír svo naumt, að það var rjett aðeins að þau gátu komið út. Bókin er 3000 blaðsíður og í henni eru um 500 000 nöfn. Þar eru taldir um 900 lá- varðar, 1500 barúnar og 4000 ridd- arar, ásamt afkomendum þeirra og skyldfólki. Enginn getur komist á þessa skrá nema hann sje hertogi, greifi, jarl, bisup, barún eða riddari, eða hann hafi verið sæmdur einhverju af þremur helstu heiðursmerkjum ríkisins, Carter, Thistle eða Bath, eða hann sje í heiðursfylkingunni og hafi hlotið hina sjaldgæfu Ord- er of Merit. Taldir eru þeir, sem eru komnir í beinan karllegg af lá- vörðum og dætur meðan þær eru ógiftar, en þær eru strykaðar út þegar þær giftast. Óskilgetin börn og kjörbörn eru ekki talin. MIKLAR breytingar verða á þess- ari skrá frá ári til árs. í skrána 1949 varð til dæmis að taka 588 ný nöfn, en sex lávarðar og sjö barúnar voru strykaðir út af skránni. Og á þessari skrá eru eyð- ur fyrir 200 barúna vegna þess að hinir rjettu eigendur titilsins hafa ekki fundist. „Vjer sendum árlega út 50.000 fyrirspurna eyðublöð“, segir Han- kinsson, „og vjer verðum að at- huga vandlega hvert einasta svar sem berst. Vjer erum af gamalli reynslu komnir upp á það að finna ósjálfrátt hvað rangt er í þessum skýrslum, en samt er það óhemju- verk að fara í gegn um þær allar. Stundum fáum vjer brjef frá mönn um sem ekki vilja vera í skránni, vegna þess að þeir kæra sig ekki um að trana sjer fram. Vjer leit- um þá upplýsinga um þá annars staðar, og getum venjulega fengið þær. Og svo setjum við nöfnin í skrána — en það kemur sjer illa fyrir ýmsar konur, sem heldur vildu greiða stórfje til þess að leyna aldri sínum. Þegar menn ætla að reyna að leika á okkur og fá nöfn sín inn í skrána, eru skólaskýrslur besti leiðarvísir okkar. Fyrir skemstu kom uppgjafa hershöfðingi til mín og kvaðst eiga fullan rjett á því að vera í skránni, því að hann væri afkomandi barúns. Hann þóttist hafa gengið í skólann í Eton. Með því að leita í skýrslum skólans komumst vjer að því að hann hafði logið — og auðvitað laug hann mörgu fleira“. MARGIR falsgreifar og falsbarún- ar koma fram í Englandi og hyggj- ast munu geta aflað sjer fjár á því, vegna þess að auðtrúa fólki þykir oft mikill heiður að því að lána aðalsmönnum. En flestir hafa þó vaðið fyrir neðan sig, síma til Debrett’s og spyrja hvort nöfn þess- ara heiðursmanna sje í bókinni. Þá komast svikin upp og svikahrapp- arnir missa af fjenú. :

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.