Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 10
fio LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Allir, sem nefndir eru í bókinni, keppast við að kaupa hana, þótt þeir sjeu svo fátækir að þeir hafi naumast efni á því. Svo er hún send í óll bókasöfn, opinberar skrif stofur og til sendiráða erlendis. Hankinson segir að Bandarikja- menn, Ástralíumenn, Nýsjálend- ingar og Kanadamenn sjeu mjög á- íjáðir í að vita um skyldleika sinn við göfugustu ættir Englands og marga langi mjög til þess að mega hafa skjaldarmerki. Þetta er ofur- skiljanlegt, því að þegar alt kem- ur til alls, þá hefir aðallinn ekki annað eftir af fornum glæsileik, en rjettinn til þess að mega hafa skjaldarmerki. SÍÐAN verkamannastjórnin komst til valda í Englandi hafa ýmsir menn vérið aðlaðir, þar á meðal Quilbell lávarður, sem áður var byggingarmeistari og Citrine lá- varður, sem áður var verslun- arfulltrúi. „Það kostar 420 sterlingspund að fá skjaldarmerki", segir Hankinson, „en það er jafn- an hið fyrsta, sem slíkir menn gera að fá sjer skjaldarmerki. Og þeir hafa þann sið að tengja þar saman forna skjaldarmerkjavenju og eitt- hvað, sem bendir til starfsemi þeirra sjálfra. Quibell lávarður hefir þannig í skjaldarmerki sínu múrskeið og vinkil. Crook lávarður hefir fjármannsstaf í sínu skjaldar- merki, en báðir hafa auk þess tákn- myndir. Þessar táknmyndir eru oft ljón, eða eitthvert annað dýr eða fugl, báðum megin við miðju skjald arins. Myndirnar í skjaldarmerki Montgomery tákna til dæmis her- mann frá krossferðatímunum vinstra megin og skriðdrekamann hægra megin. Það cr ekki mikið hægt að gera við skjaldarmcrki iiú á dögum ann- að en hafa það a brjeíhausum sm- um cg nafnspjöMurn tsð rnastt? ^ auðvitað máld það á bifreiðar og láta þjóna hafa það á einkennis- búningi sínum, en fæstir aðalsmenn hafa nú efni á því að hafa þjóna eða eiga bíla. Og nú á enginn þeirra kastala eins og í fornöld. En verkamanna-lávarðurinn (sá sem kominn er úr %tjett verka- manna) er jafn gírugur í það eins og aðrir að fá sjer skjaldarmerki og fá það prentað ásamt nafni sínu í Debritt's. EINS OG samir í landi, þar sem \irðingastigans er strengilega gætt, byrjar Debritt's á nafni kon- ungs. Síðan koma nöfn allra í kon- ungsættinni (nafn hertogans af Windsor er nú prentað næst á eftir nafni hertogans af Gloucester, yngsta bróður hans). Síðan koma öll önnur nöfn í rjettri röð eftir mannvirðingum, æðstu menn rík- isins, lávarðarnir, riddararnir o. s. frv., hver flokkur eftir stafrofsröð. Lestina reka þeir, sem fengið hafa Bath heiðursmerkið, og seinastur allra er prófessor Solly Zukerman, sem hafði eftirlit með áreynslu flugmanna breska flughersins í stríðinu. Mikla fyrirhöfn hafa starfsmenn bókarinnar af því áð grafa upp gamlar ættir, bæði fyrir útgáfuna og eins fyrir menn, sem óska þess. Einu sinni kom kona og bað þá að hafa upp á ættingjum sínum, sem farið hefði til Ástralíu fyrir löngu. , Jeg skrifaði hcnni þá mjög kurteislegt brjef og reyndi að vera sem orðvarastur", segir Hankinson, „en jeg varð að segja henni það að þessir forfeður hennar hefði verið glæpamenn, sendir þangað. Hún svaraði mjer aftur og kvaðst ekki furða sig neitt á þessu, þetta hcfði sig altaf grunað!" En svo eru aðrir scm ekki eru neitt sjcrstak- léft þakklátir fyrir þær upplýs- mgar, sem þeir fá um forna ætt- íngja &íaa. ÁRIÐ, SEM leið, hefir Hankinson haft mjög mikið fyrir því að leita uppi ýmsa týnda aðalsmenn. Hann fekk bresku blöðin í lið við sig, og þau eru altaf fús til þess að reyna að haf a upp á mönnum, sem hafa af sjervisku fleygt frá sjer að- alstitlinum. Og þannig komu þrír barúnar og einn greifi í leitirnar. En eyður eru fyrir nöfn hinna í bókinni. Ekki fengust nema ófull- nægjandi upplýsingar um Lyveden lávarð, svo að heimilisfang hans er í bókinni skrifstofa málaflutn- ingsmanns hans. Lyveden lávarður vildi ekki einu sinni láta Debritt's vita hvar hann er niður kominn. Einn af þeim, sem talinn var horfinn, var hinn sjötti greifi af Bolingbroke og St. John. Hann gaf sig fram og var gramur út af þessu, því að hann á heima skamt frá Swindon, sem var heimkynni for- feðra hans. En löng saga er um þetta. Faðir hans, fimti greifinn, varð á sínum tíma valdur að stór- hneyksli innan aðalsstjettarinnar. Þegar hann missti konu sína kvænt ist hann dóttur ráðsmanns síns, en helt því leyndu þangað til hann dó. Það var ekki fyr en erfðaskrá- in var lesin að lögmaður hans sagði frá þessari giftingu, og að þremur mánuðum eftir hjónavígsluna — 15. mars 1896 —hefði þeim hjón- um fæðst sonur. Um mörg ár barð- ist nú fjölskylda greifans fyrir því að fá þennan son sviftan aðalsrjett- inum, og á meðan var hann altaf kallaður Mr. St. John. En í lávarða- deild breska þingsins cr sjerstök nefnd, scm á að vaka yfir rjcttind- um aðalsmanna, og árið 1921 kvað hún upp þann úrskurð að hann væri rjett borinn til aðalstignar. Hann var einhvers staðar úti í' hcimi og það frjcttist ekki af hon- um ncma mcð höppum og glöpp- um og érið lU4b haíði hann gengið að eiga dóttir dýrafra&ðmgs. Þeir höfðu upp á Sir Joha Henry

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.