Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 AMERISKAR NÝR gestur var kominn og sest- ur að i gistihúsi. Það var flóatemj- ari. Eitthvert kvöld, eftir mat, var hann að segja hinum gestunum frá því hvernig hann færi að því að temja flærnar. Þá langaði mjög til þess að sjá hvaða listir þær gætu lcikið. Hann bauð því öllum að Dunn. Hann er nú 59 ára og hafði lengi verið kolanámumaður í Yorks hire og unnið fyrir 32 shillings kaupi á viku. Hann erfði aðalstign 1926, en hefir aldrei notað titilinn. Hann gerðist sjómaður þegar hann var 16 ára gamall og hefir síðan haft oft af fyrir sjer með alls kon- ar vinnu í ótal löndum. Honum er það mest í mun að verða gest- gjafi í einhverri sveitakrá. Annar aðalsmaður, Sir Norman Hamilton Pringle, vill líka verða kráreigandi. Hann er nú 46 ára og var flokkstjóri í flugliði Breta í stríðinu, en hvarf svo. Þeir fundu hann í Worchester. Þar hafði hann gerst þjónn á knæpu til þess að læra listina. „Og hann er besti þjónninn, sem jeg hefi haft“, sagði knæpueigandinn. Sir John Cornin Chubb fundu þeir í Hove. Hann er 45 ára og hafði orðið gjaldþrota árið 1939. Marga vantar þó enn, og er talið að sumir sjeu einhvers staðar í Amcriku og hafi ekki hugmynd um upphefð sína. En til þess að sýna hvernig kom- íð er íyrir aðalsmönnum Englands fjárhagslega, er rjett að klykkja hjer út með brjeíi frá lávarði nokkrum til Hankinson. Þar segir: — Blessaðir sjáið þjer um að það komi fram í Dcbrctt’s hvað jeg er gamall Það gerir mjer auðveldara að íá ellistyrk. KÍMNISÖGUR setjast við borð og svo tók hann litla dós upp úr vasa sínum og út henni fló, sem hann setti á borð- ið. „Til hægri!“ kallaði hann og flóin stökk til hægri. „Til vinstri!“ kallaði hann og fló- in stökk til vinstri. „Beint áfram!“ Flóin stökk, eins og henni var boðið, en til allrar óhamingju lenti hún í hárinu á stúlku nokkurri, sem hafði grúft sig fram yfir borð- ið af ákefð að sjá alt. Það ætluðu að verða vandræði út af þessu. Stúlkan leitaði af á- kefð í hárinu á sjer og eftir nokkra stund kom hún með flóna milli gómanna og lagði hana á borðið. „Til hægri!“ sagði temjarinn, en flóin hreyfði sig ekki. „Til vinstri þá!“ kallaði hann, en það fór á sömu leið. Þetta þótti manninum skrítið. Hann laut niður að flónni og skoðaði hana í krók og kring. Svó rjetti hann úr sjcr og sagði gremjulega: „Hjer hafa orðið alvarleg mis- tök, ungfrú, — þetta cr ekki mín fló“. ENSKUR maður var á ferðalagi um Bandaríkin. Hann var einn af þessum Englendingum, sem ekki telur varið í neitt, nema það sjc á enskri grund, eða í samveldis- löndunum. Þegar hann kom til-New York var hann spurður hvernig honum litist á Bandaríkin. „Æ, þau eru fremur leiðinleg“, sagði hann. „Hafið þjcr ekki sjeð neitt, sem yður finst, markvert“. ..Onei, ekki get jeg sagt það'1. „Það er undarlegt. Hjer er þo margt merkilegt að sjá. Komuð þjer að Niagarafossunum?“ „Já, jeg tafði þar hálfan dag“. „Fanst yður ekki tilkomumikið að horfa á þá“. „Jeg læt þá vera, þegar horft er á þá Kanadamegin11. ----o---- ÞAÐ var í fyrra stríðinu. Flótta- menn frá mörgum löndum streymdu til Sviss og margir þeirra voru vellauðugir. Svissneskum gest gjafa var í mun að hæna þá að sjer, svo að hann auglýsti að hjá sjer gæti menn greitt dvalarkostn- að með hvaða mynt sem væri. Og afleiðingin varð sú að gistihús hans fyltist af ýmissa þjóða mönnum. Svo var það að Austurríkismað- ur bað um reikninginn sinn. Hann leit aðeins á hann og slöngvaði svo þungri ferðatösku á borðið og sagði: „Það ætti að vera nógu margir seðlar hjer í til þess að reikning- urinn sje greiddur“. Svo kom þýskur aðalsmaður og vildi fá reikninginn sinn. Eftir að hafa litið á hann, fekk hann gestgjafa gulan seðil. „Þetta er fylgibrjef með einni vagnhleðslu af mörkum, og þau komu hingað í gær“, sagði hann. „Vagninn stendur á járnbrautar- stöðinni. Þjer skuluð taka eins mikið úr honum og yður sýnist“. Seinast kom Rússi og vildi borga. Hann dró böggul upp úr vasa sín- um og lagði á borðið og glamr- aði í. „Hvað cr þetla?“ spurði gest- gjafi. „Þetta eru myndamót að rúbl- um“, sagði Rússinn. „Gjörið svo vel að láta prenta eins marga seðla og yður þóknast“. íW Aíthrifnm maður er oft hlaegilegur — ásthrífin stúlka aldrei. (Jack Lond- on). •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.