Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 4
53 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Virkismúrar í Montreuit jeg hitti enskan veiðimann á hjóli og'hanri;'áagði mjer að jeg væri á rörigutri Wgi. Viltist jeg því ekki nema s^tí^áem 5 km. Það er' fallegt hjer í Canterbury og' sjeifstáklega falleg rósahlið fvrir framan húsin 6g miklir jarðarberja garðar. Jeg komst til Dover nógu snemma til þess að ná í ferjuna til FrakklandsJ ííjer í Dover eru all- mikl^glrÚáílr jeftir skothríð Þjóð- vérja Vfí'r Ekttiarsund.Þó þótti mjer fallegt; í ’Dover og þar er stærsta gistihús, sem jeg hefi sjeð, Dover- cliff Hotel. Hjer eru einnig forn výfHi, sem ',áttu að varna því á sinni ,tíð, að Napoleon gerði inn- rás í Canterbury. Þarna í Dover er mikjð.qf -fjeK það er hvítt á lagðinn og meA.si^fan brúsk í enni; þetta er fr-anskt fjárkyn. Hjer í Dover er talað -öllum- tungum, franska og spænska ekki síður en enska. Ferjan er.2000 smálesta nýtísku skip. mnð öllum þægindum. Með henni eru 500 farþegar, þar af marg ir Frakkar og Spánverjar. Veðrið er yndislegt, um 30 stiga hiti og glampandi sólskin yfir Ermarsundi. Ferjan er .ekki lengi á leiðinni til Frakklands. Við erum komin til Calais kl. 2 og farþegarnir streyma í land. Sumir eru með hjól, þar á meðal 6 Englendingar með mótor- hjól; þeir ætla að fara til Róma- borgar og jafnvel suður í Tripolis í .Afríku. Það lá nærri að jeg tap- aðj hjólinu mínu hjer, og hjer juk- ust erfiðleikarnir um allan helm- ing vegna málsins. Það kom sjer nús vel að hafa fengið dálitla til- sögn í frönsku og gat jeg gert mig skSjanlegan að mestu. Jeg fór nú að' spyrjast fyrir um hjólið en frönsku afgreiðslumennirnir sögðu að.ekkert hjól væri í skipinu. Samt tókst mjer um síðir að hafa upp á þvf og lagði svo á stað áleiðis til Boulogne. HJER ER mjög yndislegt um að htast, fallegri akrar en í Englandi og hjer er mikið af stórum hvítum rósum og stórum hvítum fiðrild- um. Hjer er einnig miklu meira fuglalíf en á Englandi og það er eins og fuglarnir syngi á frönsku, og mjer heyrist þeir segja: „Ví, ví, el fe so á sjúd ví“. — Já, já, heitt veður í dag! — Hjer er talsvert skóglendi og alls staðar tvísettar eikarraðir til þæginda fyrir þá sem um veginn fara, því að það er mikl- um mun betra að vera í forsæl- unni, vegna þess hvað sólin skín hjer heitt um miðjan daginn. TIL BOULOGNE kom jeg seinm hluta dags og afrjeð að gista þar. Hjer er geisihá súla með Napoleons líkneskju, og hjer eru miklar rúst- ir eftir loftárásir. í höfninni er mik ið af togyrum og eru'sumir þeirra alt að 2000 smálestir. Þegar jeg var að ganga um borgina, rakst jeg á marga Mára frá Algier í Afríku. Þeir voru að selja teppi og báru þau á öxlunum. Jeg skoðaði safn hjer og kirkju og hefi aldrei sieð fallegra altari en þar er. Það er rismynd af Maríu mey með barnið, en í baksýn eru tvær stúlkur á báti, sem berst á upphleyptum bár- um. Þegar jeg var að skoða borgina rakst jeg af tilviljun á íslenska skjaldarmerkið á húsi einu, svo að jeg þóttist nú ekki í neinum vand- ræðum. Jeg barði þegar að dyrum, en Fransari kom til dvra og sagði að enginn íslendingur væri til í Boulogne. En hann sagði að mjer væri velkomið að vera hjá sjer um nóttina, hann væri vara- ræðismaður fyrir ísland. Síðan fylgdist jeg með honum upp í borgina þangað sem hann átti heima og sat í veislu hjá honum og konu hans alt kvöldið. Þau eiga tvær dætur mjög dökkar yfirlitum. Önnur þeirra spilaði á píanó og spurði mig hvort jeg vildi dansa tango og var jeg til í það. Þetta gekk til miðnættis. Þá sagði hús- ráðandi að ekki væri hægt að hýsa mig þarna, jeg yrði að koma með sjer niður í skrifstofuna og sofa á legubekk, en sjálfur kvaðst hann þurfa að vaka þar yfir gasmæli. Mjer skildist helst að þar væri um jarðgas að ræða og fengi öll borg- in gas frá sama brunni. Við fórum nú til skrifstofunnar og af því að gestgjafi minn hafði veitt vel af koníaki og það var far- ið að svífa á mig, þá gekk jeg þegar til náða. En hann kveikti á gas-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.