Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 9
53 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS STIGAMAÐURINN A SIKILEY UM SEX ára skeið hefur stigamað- urinn Salvatore Giuliano farið báli og brandi um Sikiley og het'ir hans hvað eftir annað verið getið í heimsfrjettunum. Þetta er ungur maður og hið mesta kvennagull. Er sagt að augu ungra meyja þar syðra tindri þegar á hann er minst og að þær telji hann þjóðhetju. Hin- ir efnuðu á Sikiley og lögreglan líta alt öðrum augum á hann. Almenn- ingur líkir honum við Hróa hött. Don Juan og Dillinger, einhvern alræmdasta glæpamann Amer- íku. Á þessum sex árum hefir stiga- maðurinn drepið rúmlega 200 menn og rænt fjölda af auðuguin bændum til þess að fá hjá þeim lausnargjald. Er mæit að hann hafi á þennan hátt aflað sjer fjár, sem nema mundi rúmlega tveim- ur miljónum dollara. Þúsundir hermanna og’ lögreglu- manna hafa altaf verið á hælunum á honum og oft komist í kast við hann. En það hefir altaf farið svo að hann hefir unnið sigur á þeim og úr hverjum hildarleik koma her- mennirnir stórum færri en þeir voru upphaflega. Bændur á Sikiley hafa verið hneptir í varðhald hundruðum sarnan fyrir að liðsinna honum og skjóta skjólshúsi yfir hann. En ekkert hefir dugað. Nú hefir ítalska stjórnin sent orustu- flugvjelar, skriðdreka og æfðar hersveitir til þess að ganga milli bols og höfuðs á honum ,en enn leikur hann lausum hala. Ménn þeir, sem hann hefir rænt og neytt til að greiða lausnargjald, fást ekki til þess að segja til hans. Einu sinni náði stigamaðuriim i barón D’aru, fjármálamann og ein- hvern .auðugasta mann í Palermo og ljet hann greiða sjer 35 miljóna líra lausnargjald. Þegar baróninn var laus, ætlaði lögreglan að fá upplýsingar hjá honum um það hvar væri bækistöðvar stigamanns ins, en ekki fekst eitt orð upp úr baróninum um það. „Hann er vellauðugur“, sagði baróninn, „en jeg held áð hann kæri sig ekkert um að safna auði. Hann hefir sínar sjérstöku hug- myndir um það hvernig auður eigi að skiftast milli manna“. Á Sikiley eru fáir rikir, en margir fátækir. Fyrir sex árum var Guiliano bláfátækur maður og lifði á svarta- markaðs braski. Hann átti einn asna og flutti á honum matvæli til Palermo og seldi þau þar í laumi. Svo náði lögreglan í hann og hann var dæmdur í fangelsi. Því tók hann með mestu rósemi. En þegar hann sá að lögreglan skaut asnann, tryltist hann af bræði. Um nóttina tókst honum að brjótast út úr fangelsinu. Og jafnframt drap hann þrjá lögregluþjóna í hefnd eftir asnann sinn. Áður en ár var liðið hafði hann safnað um sig traustum og ófyrir- leitnum óaldarflokki. Voru það strokufangar, ævintýramenn, lið- hlaupar úr fasistahernum og jafn- vel nokkrir liðhlaupar úr her Bandaríkj amanna. Bændurnir á Sikiley halda því blákalt fram, að Guiliano ræni að- eins hina ríku til þess að skifta fengnum milli liimia fátæku. Til A 4 GUILIANO. Á kortinu á bak við sjest aimarkað „landsvæði hans“. sannindamerkis um það segja þeir þessa sögu: Guiliano náði einu sinni vell- ríkum manni frá Palermo og ljet hann greiða sjer 44.000 dollara sem Iausnargjald. Skömmu eftir að hann kom heim, komu allir land- setar hans og greiddu honum í peningum landskuldir sínar, sem þeir höfðu ekki haft efni á að greiða í 10 ár. Hann var þá ekki hýr í hamsi og spurði hvar þeir hefði fengið alt þetta fje, en þeir svöruðu allir einum rómi: „Okkur var sent það frá himnum“. Einu sinni var sultur í þorpi nokkuru vegna þess að tekið hafði fyrir alla flutninga á „spaghetti“ þangað. Þá komu menn Giuliano þangað með birgðavagna, sem þeir höfðu rænt frá hernum og útbýttu matvælum ókeypis til allra þorps- búa. Öðru sinni kom Guiliano til þorpsins Montelepre, þar sem hann er fæddur og upp alinn. Er- indið var, að hann tók þar tvo helstu borgarana og skaut þá. Gaf hann þeim að sök að þeir fjeflettu almenning’. Annar þessara manna var veitingamaður, en hinn veð- lánari. —o— Árið 1947 lagði Scelba innanrík- isráðherra 3 miljónir líra til höf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.