Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS I P ' w 57 LANDMÆLINGAMERKI í REYKJAVÍK SAMKVÆMT „Islands Kortlægn- ing“, sem Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn gaf út 1944, þar sem sagt er frá öllum landmæl- ingum á íslandi, hafa landmælinga- mennirnir dönsku sett merki á 1667 stöðum er sýna hvaðan mæl- ingarnar voru gerðar. Nokkur af merkjum þessum eru hjer í Revkja vík, og eru þau samkvæmt skýrsl- unni þessi: Rauðarárholt. Koparnagli í fer- hyrndum höggnum steini, sem er grafinn niður um'2 álnir og festur með steinsteypu. Utan um nagl- ann sett sementspípa, sem nær upp úr jarðvegi og var varða þar hlað- in ofan á. Skólavörðuholt. Við gamla veg- inn suðvestur af Skólavörðunni var settur koparnagli í granitstein og hann merktur G. S. með kórónu yfir (39 m. yfir sjó). um að þeir líði ekki þjáningar. Enda þótt ekki sje til neitt með- al, sem er örugt gegn krabbameini, segja læknar þó, að oft takist að lækna hann á byrjunarstigi, t. d. krabba í brjóstum kvenna. Mest er undir því komið, að menn láti ekki ótta við krabbamein hamla sjer frá því að leita lækms nógu tímanlega. Hafi menn nokk- urn minsta grun um það að þeir sjeu með krabbamein, eiga þeir und ir eins að leita læknis og láta skoða sig. Krabbamein er ekki sama sem dauðadómur. Menn geta oft lækn- ast og að minsta kosti fengið bót á þeim þjáningum, sem veikinni fyigja- (Úr „Your Health"). Melarair. Sunnarlega á þeim eru tveir steinar, merktir á sama hátt og koparnaglar í (16 m. yfir sió). Landakotstún. Þar er sams kon- ar steinn (23 m. yfir sjó). Skólavörðuholt. Steyptur steinn norðaustur af Skólavörðunni (hæð yfir sjávarmál 37 metrar, á 64. gr 08 mín., 31 sek. n. br.) Öll þessi merki voru sett árið 1900. Auk þessa eru ýmis merki í ná- grenni Reykjavíkur: Grótta. Koparnagli steyptur í ferkantaðan stein, sem var grafinn um 2 álnir niður. Utan um nagl- ann er leirpípa, sem nær upp úr jarðvegi, lokuð og merkt G. S. Yfir henni var varða allmikil,, en sjór- inn hefir nú brotið hana niður og 'er ekkert eftir af henni. Akurey. Þar er steinn með kop- arnagla, merktur G. S. með kórónu yfir. Kópavogsháls. Um 1000 metra austan við veginn niður í Kópa- vog, er koparnagli festur í stein. Ásfjall fyrir sunnan Hafnarfjörð. Skamt fyrir austan gömlu vörðuna, sem stóð þar, er koparngli rekinn í stein. Keilir. Uppi á fjallinu er kopar- nagli rekinn í stein og varða hlað- in yfir. (379 m. yfir sjávarflöt). Langahlíð. Sams konar merki skamt frá gamalli vörðu í 621 m. hæð. Vífilsfell. Sams konar merki, skamt frá gamalli vörðu, í 655 m. hæð. Hamrahlíð. Sams konar merki og varða hlaðin yfir. Esja. Sams konar merki og varða hlaðin yfir. Valhúsahæð. Steinn merktur G. S. með kórónu yfir og koparnagli. Ráðagerði. Þar í túninu er sams konar merki (7 m. yfir sjó). Suðurnes. Sams konar merki „við kvíarnar, suðaustur af gamalli vörðu“. (8 m. yfir sjó). Það má ef til vill segja, að öll þessi merki hafi nú lokið hlutverki sínu, þar sem landmælingunum er lokið. En svo er þó eigi, því að styðjast mætti við þessi merki, ef enn nákvæmari landmæling færi fram. Og eins geta þau verið til leiðbeiningar um það síðar, hvort land sje að hækka eða lækka hjer. Það ber því að varðveita þessi merki, og ekki of snemt að taka slíkt til athugunar, þar sem nú byggist óðum á ýmsum þeinr stöð- um þar sem þau eru. ÞORRATUNGL O G PÁSKAR FLESTIR íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, munu kannast við þessa vísu: Þá þorratunglið tínætt er, tel jeg það lítinn háska, næsta sunnudag nefna ber níu vikur til páska. Og alt fram að þessu hefur þetta verið talið óyggjandi. En á þessu ári bregður út af venju. Nú eru 10 vikur til páska frá 10 nátta þorratungli. Finst sumum, einkum gömlu fólki, þetta undarlegt. Skýringin á því, að þessi ágæta vísa bregst að þessu sinni, mun vera sú, að bæði hún og ýmsar aðrar rímvísur voru miðaðar við tímatalið fram að síðustu aldamótum, eða til ársins 1900. Hlaupár er 4. hvert ár og árið 1900 hefði átt að vera hlaupár, en var ekki, og við það raskaðist gildi hinna gömlu rímvísna. Þess má þó geta, að oftast nær hafa á þessari öld verið 9 vikur til páska, þegar þorratunglið var tíu nátta. En við og og við getur þessi eini dagur, sem fell niður aldamótaárið haft þau áhrif, að þetta ruglast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.