Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 14
"*'r'T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 58 SVARTIR MIUÓNAMÆRINGAR MÖNNUM er tamast að hugsa sjer Svertingja í Bandaríkjunum blá- snauða og kúgaða. Þeim hinum sömu þykir því máske einkenni- legt að frjetta að meðal Svertingja eru margir miljónamæringar. En það fara litlar sögur af þeim, því að þeir vilja ógjama láta á því bera að þeir sjeu ríkir. Þeir hafa lært það af hvítum mönnum að vissara er að fara dult með slíkt því að ótal misyndismenn sitja um auðkýfinga hvar sem er í heim- inum. Þessir auðugu Svertingjar hafa aðallega grætt fje sitt á öðrum Svertingjum. Þeim hefir verið fyr- ir munað að taka þátt í kauphall- arverslun og hvítir menn vilja sem minst eiga saman við þá að sælda. Ef þeir hefði fengið óhindrað að taka þátt í viðskiftalífinu, er talið að nú mundi vera fjöldi miljóna- mæringa á meðal þeirra, því að Svertingjar eru taldir hygnir kaup- sýslumenn. Fyrir nokkrum árum höfðu hvít- ir menn svo illan bifur á Svert- ingjum, að ekkert líísábyrgðarfje- lag vildi tryggja þá, og engir hvít- ir útfararstjórar vildu sjá um greftranir Svertingja. Afleiðingin varð auðvitað sú, að Svertingjar urðu að sjá um þetta, og á þessum tveimur atvinnugreinum lögðu nú- veítmdi miljónamæríngar Svert- ingja grundvöllinn að velmegun sinni. En þegar þeir höfðu komið fótum undir sig, fóru þeir að kaupa og sclja fastcignir, stofna banka, stoína oiiuijeiog o. s. frv. Eínhvtr auðugasti Svertmgmn c er WUliaxa McDonald i Texas. Hann er nú 82 ára að aldri. Hann á víðáttumiklar lendur í Texas, en auk þess á hann fasteignir í Okla- homa, Dallas, Houston og Chicago. Hann stofnaði Forth Worth Frater- nal Bank and Trust Co. árið 1908 og hefir því jafnhliða stundað bankastarfsemi. Nú er hann sestur í helgan stein í stórhýsi, sem hann bygði sjer fyrir 32 árum og lifir þar eins og blóm í eggi ásamt fimtu konu sinni. Annar auðkýfingurinn heitir Augustine A. Austin og er hann talinn ríkasti Svertingi í New York. Hann hefir auðgast á fast- eignasölu. Hann á nú langar húsa- raðir í Harlem og mörg skraut- hýsi í Riverside Drive. Hann er fæddur á Jamaica og hann heldur altaf trygð við æskustöðvarnar og hefir gefið þangað stórgjafir. Þriðji auðkýfingurinn er Charles Q. Spaulding í Durham í North Caroline. Hann er forstjóri líftrygg ingarfjelags þar, sem hefir 23 miljóna höfuðstól, og hann er einn- ig forstjóri fyrir banka þar. Hann var fátækur í æsku og byrjaði að vinna við diskaþvott og fekk þá 10 dollara á mánuði í kaup. Fjórði er Robert A. Cole í Chica- go. Hann cr nú aðalhluthafi í þriggja miljóna dollara lífsábyrgð- arfjelagi, og auk þcss er hann út- farai'stjóri og sjer urn greftrun 40 til 50 manna á hverri viku. Hann býr í skrauthýsi þar sem eru 20 hcrbergi. Þá er að minnast á þá Bonds- biæður, Theo og Ulysses, sem tald- ir eru auðugustu Svertmgjar i Bandankjunum. Þeir erfðu stór- fje eftir föður sinn, Scott Bond, sem á sínum tíma var samherji hins fræga Booker J. Washingtons. Þeir bræður eiga fjölda búgarða. ennfremur efnaverksmiðju og eru stærstu útfararsljórar í Ameríku. Ýmsir Svertingjalæknar hafa orðið vellauðugir og má þar fyrst- an rxefna dr. Theodore K. Lawless. Hamx er einhver kunnasti sjerfræð- ingur Bandaríkjanna í húðsjúk- dómum, og talinn meðal ríkustu Svertingja. Hann er nú 58 ára að aldri og hefir aldrei verið við kven- mann kendur. Lækningar þefir hann stundað í 21 ár og sjúklingar hans skifta hundruðum þúsunda. Nafnkurmastir af öllum Svert- ingjum eru líklega þau Marian Anderson söngkona og Father Divine, prjedikarinn mikli. Mariaxr Anderson á stóran búgarð í Conne- cticut og hún hefir meiri tekjur en flestir aðrir söngmenn. Father Divine hefir aftur á móti safnað fje handa kirkju sinni. Hann segist ekki eiga grænan eyri. En eignir kirkjunnar eru metnar á brjár miljónir dollara. Nýlega keypti Father Divine 10 hæða hótel í Philadelphia og borgaði það með 460.000 dollurum út í hönd. Enginn veit hve ríkir eru þeir Jones-bræður, Ed og Georgc í Chicago. En til dæmis um það að þeir muni ekki vera mösulbeina er það, að Ed sat 22 mánuði í fangelsi íyrir að svíkja skatt á árunum 1933—38 og nam sú upphæð hvorki meira nje minna en 1.696.175 00 dollurum. Yngslir miljónamácringanna cru þcir Sewcll-bræður, Bill og Jolin. Amma þeirra hafði keypt land í Arkansas fyrir 14 dollara. Svo íanst olía þarna og þegar sú gamla dó, erfðu þeir bræðurnir rúmlega miljón doljara eftir hana. Þeir ciga nu 243 oliubfunna, sem eru léxgð- xr ýmsum olxufjelogum, og fa þeir í leigu eftir þá rúmlega 25.000 doll-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.