Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 16
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS NOKKUR ár eru síðan saltfiskverkun lagðist niður hjer í Reykjavík og á þeim tíma hafa allir fiskreitarnir horfið og salthúsin, fiskþvottahúsin og fiskhúsin tekin til annars. En þegar markaðurinn í Englandi brást svo herfilega fyrir skemstu, var byrjað á því aftur að salta fisk úr togurum, og sýnir myndin þegar fyrsti veiðifarmurinn var saltaður. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). Frídagur verslunarmanna 1896 og jarðskjálftarnir miklu Um dagmál laugardaginn 26. ágúst, safnaðist alt verslunarfólk, sem taka vildi þátt í skemtunum dagsins, ásamt gestum sínum, saman á Lækjartorgi til sameiginlegrar göngu inn að Ártúni, því þar á nýslegnu túninu var ákveðið að láta fyrirberast um daginn. Veðrið var blítt. Á tilsettum tíma lagði öll hersingin á stað og gekk upp Laugaveg eftir hljóðfalli frá hornaflokki Helga tónskálds Helgasonar. Fólkið skemti sjer allan daginn með ýmsu móti. Nesti munu flestir hafa haft með sjer, en einhverjir höfðu þar veitingar, öl, kaffi, sælgæti og fleira. Vín var á þeim árum selt nálega í hverri búð í Reykjavík, en ekki man jeg eftir að það væri selt þarna innfrá, og ekki man jeg eftir nokkrum manni ölvuðum. Á þeim ár- um þótti skömm að því að láta sjá sig ölvaðan á almannafæri. Áfengisverslun ríkisins átti þá langt í land. — Eftir sólarlag, þegar rökkva tól, lagði fylk- ingin á stað heim aftur í nokkurn veg- in sömu röðum og um morguninn, þeg- ar inn eftir var gengið. Á miðri leið eða því sem næst byrjuðu hræringarn- ar. Jörðin virtist ganga í bylgjum ann- að kastið, en ekki varð vart við að fólk felli til jarðar eða tefðist til muna á göngunni. En þegar niður í bæinn kom, virtist alt vera á tjá og tundri. Fólkið var á götum úti, siunt í tjöld- um fyrir utan húsin og á Austurvelli og allar húsdyr opnar, og yfirleitt hin mesta óbyrð á öllu. Hræðsla og kvíði vofði yfir.----Skemtun dagsins inni í Ártúni var lokið. Alvara lífsins var tekin við strax á eftir. Jarðskjálftar eru altaf hræðilegir. (Endurminningar Gunnars Ólafssonar). Brúðkaup Gísla Konráðssonar Þegar GíSli var 64 ára kvæntist hann öðru sinni og gekk að eiga konu þá er Guðrún hjet Arnfinnsdóttir, ættuð úr ísafirði og var hún 30 árum yngri en hann. Þau voru gefin saman í Flateyar- kirkju 31. okt. 1851. „Heldu hinir veg- lyndu Flateyingar veisluna, Ólafur prófastur Sívertsen, Brynjólfur stúdent Benediktsson og Sigurður kaupmaður Jónsson og fleiri, voru nær 40 manns í boði, en engin kona, því þá gengu veikindi. Orkti Jón sýslumaður Thor- oddsen þar snotrar brúðkaupsvísur. — Var það þá um kvöldið, að Gísli fór með vísu eina fornkveðna, er hann hafði orkt löngu fyr, og fáir skildu. Þá kvað Jón sýslumaður vísu þessa til Gfsla: Hjer að kveðir kvæðin þin kalla jeg heimsku tóma; það er að fleygja fyrir svín fögrum Rínar ljóma. Hróður þeim, er hróður ber. Venjulega er tekið fram, að endur- reisn íslenskunnar í seinni tíð sje Fjölni að þakka, og einkum Konráði og Jónasi, en menn gæta þess ekki, eða vilja ekki gæta þess, að Scheving og faðir minn lögðu grundvöllinn. Schev- ing hafði áhrif á Konráð, en faðir minn á Jónas og ritháttur þeirra beggja og skáldskapur Jónasar er beinlínis kom- inn fram af áhrifum þessara tveggja kennara, hinna ágætustu manna, sem þá voru uppi og enginn hefur yfirstig- ið (Ben. Gröndal). Krukkspá skrifaði Jón lærði um 1640, eða skömmu síðar. Aftan við spána hefur hann bætt þessu: „Endir á spásagnar- þætti Jóns Krukks, og mun hann víst hafa meiri og fleiri spáfarir í frammi látið þó hjer sje eigi skráður, því hjer er ei nema 10 ára upptök spádómsins, en þar fyrir getur einkis, og eigi spáir hann, nema aðeins ótæptir um Hóla- stiftis herra eður biskupa; á dögum herra Þorláks Skúlasonar: Þetta er til gamans gert. — Af þessum síðustu orð- um er það auðsætt, að spáin er gerð til leiks og að gamni sínu. En síðan hafa menn aukið við hana, og kalla menn nú í daglegu tali flestar slíkar spásagnir Krukkspá. (J. Á.) Kristján konungur 6. hugðist siðbæta íslendinga og bann- aði þeim að lesa sögur. Gerði hann það að undirlagi Harboe biskups. Tilskip- an um húsvitjun 27. maí 1746 og Hús- agatilskipunin 3. júní 1746 hótuðu mönnum gapastokk, ef þeir læsi sögur, og eins er fyrir raælt um dans og vikivaka, sem þá hafa enn tíðkast, en lögðust nú algerlega niður. Drepsóttir. Á öldinni sem leið er talið að tauga- veiki, inflúensa og barnaveiki hafi gengið hjer á landi, 20—30 sinnum hver pest, og valdið miklu manntjóni. Kíg- hósti gekk þá 10 sinnum og varð oft mjög skæður börnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.