Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tungumálamönnum, sjerstaklega á talmál. Skáldverk hans, sem út hafa komið, eru lítil fyrirferðar, aðal- lega ljóð, en hann hefur gert sjer það til dt'ndurs að snúa þeim á ýmsar þjóðtungur, og eru þýðing- ar hvers konar í senn yndi hans og atvinna. Er það til marks um það, hve vel hann kann til sinna verka, að merk menningarstofnun kvað einu sinni hafa veitt honum styrk nokk- urn til þess að kenna frönskum skáldum að yrkja með höfuðstaf og stuðlum. Hann hefur ferðast "" mikið, kynnst mörgu og fengist við úrlausn ótrúlegustu viðfangseina, „én þess að hafa nokkurn tima haft nokkuð fyrir því að vera til“ eins og hann komst að orði. MIG FÝSTI að vita einhver deili ó þessum manni, en hann varðist vel allra frjetta um uppruna sinn og ræddi án hvíldar um áhugamál sín: landnám, þjóðskipunarhætti og skáldskap. Hann talaði mest um það, sem hann átti ógert, eins og skáldi sæmir, og svo ögn um pað, sem var löngu liðið. Út úr sól- skinsmóðu minninganna brutust þá fram setningar eins og þessi: — Faðir minn var gullsmiður og úrmakari á Seyðisíirði, en það er nú orðið langt síðan. Svo kemur löng saga um seið- konur og galdranornir, sem heill- uðu Columbus til Ameríku. Hví- líkar konur liafa ekki alltaf verið í því landi! Og síðan: — Faðir minn var mikill hug- sæismaður, og hann iangaði alltaf eitthvað suður til heitari og sól- ríkari landa. Svo seldi hann höndl- unina, keypti sjer skip og sigldi því brott frá íslandi, með allt sitt fólk. Þá voru grcifatímar! Þetta var urn liaust og farið að grána í brununj Það vai' ka.lt og dumb- ungsveður, þegar við heldum út fjörðinn...... Þá kemur önnur saga um bað, þegar Karl og Guðmundur bróðir hans voru fjaðir menn á Spáni og undu við að elska fagrar konur. Það var nú í þá daga, þegar allir elskuðu alla. — Og faðir minn seldi fiskinn í Glasgow, keypti þar vörur í skip- ið og fór með okkur til Færeyja. Þar hóf hann aftur höndlun og ljet dauðan kött spila á fíólín í búðar- glugganum sínum. Vakti það mikla athygli í Þórshöfn og var hin besta auglýsing. — En hvað varð um skipið? — Hann lagði því í nokkur ár, síðan var það selt á uppboði. Það er margt skrítið við skipin. Þau flytja mann út í heiminn, skila manni á land og svo er það búið! — Annars er það greinilegt, að hann veit ekkert, hvað hann vill þessi Garry Davis. Mjer vitanlega átti jeg fyrstur manna heimsborg- arahugmyndina, og sjálfur stofn- aði jeg við annan mann mitt eigið heimsborgarafjelag í Bordeaux 1929. Fjelagi minn var Sjúrdur Patursson frá Færeyjum. Hann var góður maður og gegn, fór ung- ur að heiman og svallaði um alla veröldina fram yfir miðjan ald- ur. Þá dó hann. Hann kom gang- andi frá Calkutta og haíði verið nokkur ár á leiðinni, þegar jeg hitti hann af tilviljun í Bordeaux. Hvílíkur maður! Og okkur kom svo vel saman, að hann mátti aldrei af mjer sjá. Hann var búinn að gleyma móðurmáli sínu og haíði tkkcrt mál lært i útlegðinni. Ekki var hann heldur skrifandi, og varla held jeg sarnt, aö jeg hafi kynnst manni, sem jeg skildi betur. Við stofnsettum líka alþjóða- banka, sem við nefndum Heims- kassann. Myntin átti að heita glób- us cn aldrei komst það svo langt að hun yrði slegm. Tíy .þaonur, eða sem því svaraði, var í kassan- um, þegar best bljes, — en um þessar mundir vorum við Sjúrd- ur misjafnlega fjáðir, og fengum við því lánað úr sjóðnum fyrir lifsíiauðsynjum, uns eftir voru tvær krónur. Þá bar það til að fjelagi minn veiktist af vítamín- skorti. Það brakaði í honum öll- um, og hvernig sem jeg reyndi, gat hann með engu móti staðið upp- rjettur! Mjer var ráðlagt að gefa honum viðsmjör og þá tæmdist Heimskassinn. Liðu svo mörg ár, uns Sameinuðu þjóðirnar tóku málið að sjer og stofnuðu Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Ennfremur gáfum við út heims- tímarit í tekjuöflunarskyni fyrir okkur og kassann. Voru það aðal- lega úrklippur úr myndablöðum, ásamt leiðbeiningum um það, hversu mætti fjölga fólki á iörð- inni og kynbæta það. Skiptum við þannig með okkur verkum, að jeg klippti út og skrifaði, en Sjúrdur límdi inn og seldi málgagnið á göt- um úti. Þessa hugmynd okkar hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig hag- nýtt sjer. — — Dvaldist þú svo lengi með þínu fólki í Færeyjum? — Ja, meðan það var þar. Við lentum svo öll til Hafnar og við Guðmundur bróðir fórum á flakk. Við ætluðum að verða nnklir rrienn, hann uppfinningamaður og jeg skáld. Báðir komum við heim aftur ....... — Heim til Kaupmannahafnar? — Heim til Norðurlandanna, hcim til hins norræna kynstofns, — annars veit jcg ekki til, að jeg eigi nokkurs staðar heima, að minsta kosti heí jeg aldrei greitt nein opinber gjöld, enda ekki um þau krafinn. v — En hefurðu ekki komið til ts- lands siðan þú fórst þaðan á skipi íöður þíns? — Ju. jeg hef rekist þangað tvisva.r sinnum, en það var ekk- ert upp úr því að hafa. Strákarn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.