Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 6
95 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Antabus bjargar drykkjusjúklingum EFTIRFARANDI frásögn birtist nýlega í ameríska tímaritinu „New Liberty“. Sá, sem greinina ritaði heitir Byron M. Fisher, og er það frásögn áfengissjúklings um það, hvernig meðalið Antabus bjargaði honum. JEG var áfengissjúklingur, og jeg verð það þangað til jeg dey. En það er nýa meðalinu Antabus að þakka, að nú hefi jeg sjúkdóminn á mínu valdi. Jeg er hættur að drekka — bragða ekki einu sinni bjór. Jeg hafði verið ofdrykkjumaður um 10 ára skeið. Jeg hafði reynt öll ráð til að hætta að drekka, en þau urðu öll árangurslaus. Viljaþrek flestra áfengissjúklinga er mjög lamað eftir margra ára drykkju- skap. í hvert skifti þegar af mjer rann þráði jeg það innilega að vera laus við áfengið. En þegar jeg ætl- aði að beita viljaaflinu til þess að losna, þá varð mjer óglatt. Jeg var bugaður og umhugsunin um það varð aðeins til þess að jeg drakk meira — til þess að glevma því hvemig komið var fyrir mjer. Ýmiskonar aðrar áhyggur steðjuðu líka að mjer, og jeg drakk og drakk til þess að kæfa þær líka. Þegar maður hefir Antabus þá þarf ekki á meira viljaþreki að halda en gleypa eina töflu að morgni dags. Og þá er loku fvrir það skotið að maður geti drukk- ið. Ef maður drekkur glas af bjór ofan á Antabus, þá er maður orð- inn fárveikur eftir fimm mínútur og verður að fara í rúmið. En maður sofnar undir eins og er ekk- ert eftir sig þegar maður vakn- ar. Antabus er notað þannig: Venju- lega fær sjúklingur fjórar töflur af því fyrsta daginn, tvær töflur næsta dag og eina töflu á dag síð- an í þrjá daga. Það er gert til þess að líkaminn safni Antabus-forða. Bragðirðu þá áfengi verður þjer undir eins ilt. Jeg hefi verið spurður að því hvað hafi komið mjer til þess að fara að nota Antabus. Var það vegna þess að mig langaði til að hætta að drekka? Reynsla mín er sú, að það komi oft að drykkju- mönnum að þeir óski þess innilega að vera lausir undan álögunum. En þeir vita að það er þýðingarlaust og svo drekka þeir meira tiL að gleyma því. Mjer var ekki um að reyna Antabus. Jeg var hræddur, dauðhræddur við þær kvalir, sem jeg yrði að líða þegar Antabus og áfengi blandaðist í líkama mín- um. Jeg hafði heyrt hroða sögur um það, að menn hefði verið nær dauða en lífi af því. Þetta hafði staðið í blöðunum. Sannleikurinn er sá, að það er mönnum sjálfum að kenna ef þeim líður illa. Það er alveg óþarfi að blanda saman áfengi og Antabus. En danskir læknar hafa líka fundið ráð til þess að draga úr afleiðingum þess þegar áfengi og Antabus blandast í líkama manns. Verstu afleiðing- arnar eru andþrengsli og lækkað- ur blóðþrýstingur. Læknarnir hafa fundið, að með því að láta sjúkling anda að sjer 95% súrefni og 5% carbon dioxide, þá batnar honum. Kanadiskir læknar hafa fundið annað ráð sem hrífur, ef þetta dug- ir ekki. Þeir gefa sjúklingunum ,,saline“ innspýtingu í æð. Ef þetta hvort tveggja er við hendina, þá er hættan engin. Jeg byrjaði að taka inn Antabus snemma í mars. Þá var meðalið enn svo nýtt, að læknir minn sagði mjer að jeg væri nokkurs konar tilraunadýr. Jeg fekk Jmjár töflur fyrsta daginn. Eftir nokkra daga fór jeg í veitingahús til að fá mjer bjór. Jeg bað þjóninn að láta mig vita ef hann sæi nokkra útlits- breytingu á mjer. Þegar jeg hafði drukkið tvö glös af bjór, kallaði þjónninn á mig og fór með mig fram í snyrtiherbergið. Þar sá jeg í spegli að jeg var eldrauður í fram- an og augun eins og í dauðadrukn- um manni. Rjett á eftir fekk jeg ákafan hjartslátt og andþrengsli, svo varð mjer óglatt og jeg spjó. Bill var sendur m'eð mig' heim. Á leiðinni fekk jeg kölduflog hvert á eftir öðru og heima spjó jeg enn. En um leið og jeg var kom- inn í rúmið fell jeg í fastan svefn. Morguninn eftir var jeg stálsleg- inn. Ástæðan til þess, að jeg er hætt- ur að drekka, er ekki aðeins sú, að jeg þoli það ekki fyrir meðal- inu, heldur einnig hitt að Antabus eyðir drvkkjufýsninni. Mjer verður nú altaf hálf óglatt ef jeg finn áfengisþef, og læknirinn segir að það sje vegna þess, að undirvitund mín setji þegar lyktina í samband við það að verða veikur af á- fengi. Antabus hefir einn kost enn. Setjum svo að maður hafi gleymt að taka inn töflu að morgni og hugsi svo um kvöldið: Það er best að fá sjer nú ærlega í staupinu, jeg get svo byrjað á töflunum aft- ur! — En þetta tekst ekki. Menn þola ekki áfengi þótt þeir hafi ver- ið Antabus-lausir í nokkra daga. Áfengissjúklingar vilja alt til vinna að fá duglega í staupinu. Jeg hygg að jeg hefði ekki sleppt slíku tækifæri þótt jeg vissi að líf- i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.