Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 Hugskynjanir ÞETTA er útdráttur, eða lausleg þýðing á grein, sem birtist í tímarit- inu „Samtid och Framtid“ fyrir tveimur árum. Höfundurinn er John Björkhem og segir hann þar frá reynslu sinni og tilraunum við að rannsaka þá tegund „dularfullra fyrirbrigða“, er kalla mætti hugskynj- anir í sambandi við einhvern hlut. — Miðillinn er þeirri gáfu gæddur, bæði í vöku og leiðslu, að hann skynjar minningafylgjur þess hlutar, sem hann fer höndum um. En hvernig hann fer að skynja þetta er eitt af mörgum rannsóknarefnum sálfræðinnar. Höf., reynir ekki að skýra þetta, fyrir honum vakir að sanna að þessar skynjanir eigi sjer stað og sje raunveruleikanum samkvæmar. hugsunarvjelar leyst á fáum klst. Eniac var mikið notuð við útreikn- inga þegar unnið var að því að finna upp kjarnasprengjuna, og það verk hefði ekki gengið jafn fljótt og raun varð á, ef vísinda- rnennirnir hefði ekki notið aðstoðar hennar. Talið er, að þessar nýu vjelar muni hafa alveg ótrúlega mikla þýðingu fyrir kjarnorkuvís- indin þegar fram líða stundir. Þessar vjelar eru í raun rjettri hinar fullkomnustu reiknivjelar. — En þær eru frábrugðnar hinum eldri reiknivjelum í því, að það eru ekki hjól og agnúar, sem ráða starf- seminni, heldur eingöngu íleiðslu- rafmagn, sem „hugsar“. En svo hafa þærilíka „minni“, eins og mað- ur og það stjórnast af „radar“. Um reikningshæfileika hinna eldri vjela er það að segja, að þær leggja saman tvær tölur á svo sem þriðj- ungi úr sekúndu, en þær margfalda saman tvær tíu stafa tölur á svo sem fimm sekúndum. Nýu vjel- arnar leysa þetta á svo sem 1/200 broti úr sekúndu. Eniac-vjelin er ekkert smásmíði. Hún vegur 30 smálestir og er 30 fet á annan veginn en 50 á hinn. Það kostaði nær hálfa miljón doll- ara að smíða hana. Þegar verið var að undirbúa smíði kjarnorku- sprengjunnar og Eniac var falið að svara ýmsum vandasömum spurn- ingum, komu í ljós nokkrir ókostir á henni, meðal annars sá, að hún hafði ekki nógu gott „minni“. Úr þessu bætir Maniac. Hún „man“ alt sem hún á að muna, glevmir engu og henni skjöplast aldrei. Hún hefur því hæfileika langt fram yfir manninn, sem fann hana upp og smíðaði hana. Og hún er ekki nema nokkrar klukkustundir að leysa af hendi það vandaverk, sem maður væri mörg ár að vinna, þótt hann keptist við og liti aldrei upp frá því. HINN 22. nóvember 1945, kl. 20,30 síðdegis, var haldinn tilraunafund- ur í Malmö í Svíþjóð. Miðillinn var fimtug kona, Helga Braconnier að nafni. Það var rokkið í herberginu. Þegar miðillinn var fallinn í dá- svefn, voru honum fengin 6 um- slög og í hverju þeirra var ein- hver merkilegur hlutur, sem miðill- inn hafði ekki fengið að vita neitt um. í einu umslaginu var t. d. mynd af konu, í öðru brjef, sem hafði farið í sjóinn með flugvjel, en náðist aftur og verið þurkað, í því þriðja var flís úr gömlu róm- versku húsi í London; hafði hún fundist þar sem verið var að grafa í götu. Umslögin voru merkt með bókstöfum. Þau voru opin í annan endann og fekk miðillinn að stinga þar hendi inn og þreifa á því sem fyrir var. Nú átti að vita hvort hann gæti orðið var við minningar, sem tengdar voru við þessa hluti. Miðillinn þreifaði á umslögun- um og staðnæmdist við það, sem merkt var með F. í því var konu- myndin. Og jafnskjótt fór miðillinn að tala: Þessi kona er gefin fyrir ullarföt, hún er kulvís. Hún er væn, en grætur mikið. Grætur hún af því að hún er veik, eða hvað er að? Er hún með einhvern sjúkdóm undir síðunni? Var hún með „asthma"? Hún á erfitt um andardrátt og hefur suðu fyrir eyrum. í æsku var hún mjög falleg. Henni er nú órótt út af einhverju. Henni líð- ur illa. Henni finst sem líf sitt sje til- gangslaust og hún er hrædd. Ætli það stafi frá veikindum? Það var sjálfsmorð? Hún var krufin. Jeg sje menn í hvítum kyrtlum um- hverfis hana. Hún hefur verið veik í maganum áður. Það er einkennileg lykt þarna hjá henni. Var nokkuð að hálsinum? Einhver heimsótti hana nokkrum dögum áður, og eftir það var hún svona óróleg. Hún var ein þegar þetta skeði, fyrst var hún inni og svo úti. Hún lá á grúfu með andlitið niðri og menn sáu á bakið á henni. Jeg held að hún hafi verið á floti. Það var rjett við land. Hún lá þarna þannig að andlitið var í kafi. Hún hefur rekist á eitthvað. Hún var ekki afklædd. Skrítið að hún skyldi drukna á þessum tima, það var enginn baðtími, og hún var líka í föt- um. Jeg sje ekki nein lauf á trjánum. Var þetta um haust eða vor, líklega hefur það verið um liaust? Jeg sje aurbleytu svo það er þíðviðri. Hún er í blússu og kjól. Blússan fer henni ekki vel. Það er blá blússa, nokkrir hnapp- ar eru hneptir, aðrir ekki, sjer í nær- fötin, hún hefur ekki verið þrifin. Hún hafði átt í stríði. Var það sjálfsmorð og hafði hún sjeð eftir því strax? Maður er við þetta riðinn, en hann á ekki sök á dauða hennar. Þau hjónin áttu ekki saman. Hann hafði bundið sig við aðra og hún vissi það. Hjet hann Nils Johan eða Jöns? Var hann timbursali? Eitthvað hafði hann með uppskeru að gera. Margir komu þang- að. Menn töluðu mikið um hann. Hann var góður við hana. Hún var víst sí- vinnandi. Hann var oft á ferðalagi. Það er eitthvert tilfinningamál. Þau voru að hugsa um að flytja burt úr hjerað- ''W 5W ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.