Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 12
104 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS inu. Önnur kona á hug hans. Menn höfðu grun um að hjónabandið væri ekki farsælt, ýmissa orsaka vegna. — Hinni konunni líður ekki vel núna. Hún var nokkru eldri en hann, hún hafði vist tekið hann að sjer og hjálp- að honum. Foreldrar hennar vildu ekki að hún giftist honum. Henni hefur lit- ist á einhvern annan í æsku og hann fór til Ameríku. Nú verður hún að deila manni sínum við aðra. Hún hefur víst átt systur, sem hjet María. Jeg heyri það nafn. Hún var gift. Jeg sje mynd af henni í sporöskju- ramma. Henni þótti vænt um móður sína en var sjaldan glöð seinustu árin. Hún var greind á sinn hátt, en hún skildi ekki ástina. Hún var með digra handleggi og hátt enni. Fjöldi fólks við jarðarförina, því þótt hún væri ekki vinsæl þá tók þetta sviplcga dauðaslys á fólk. Ofurlítill úði á eftir, og jeg sje gul blóm. Klukka hringir einhvers staðar. Hún hvílir vinstra megin við kirkjugarðshliðið, rjett hjá litlu leiði. Eignuðust þau barn og mistu það í æsku? Það er ekki hugs- að um leiðið, jcg sje'þar lauf og ill- gresi. Sennilcga er cnginn stcinn á því, það var gott fyrir hana að deya. Hún var eldri en hann. Þau bjuggu uppi í sveit og þar voru 3 herbergi. Eitthvað hcfur fundist í geymslum hennar. Varð cinhvcr tog- streyta út af sparisjóðsbók? Hafði hún vefstól þarna? Hún gekk mcð heima- ofnar svuntur. Hún varð að hætta við citthvað scm hún liafði byrjað á. Á borðinu hennar ef kuðungarammi og þar er iika glerhundur. Maðurinn er gcfinn íyrir að Ijetta sjer upp. Hann drekkur stundum. Það er eitthvað refslcgt við hann, mjer geðjast ekki að honum. Höfðu fötin hcnnar rifnað við að festast á einhverju? Hefur hún skeinst á fótleggnum, cða cr það sár undan æðahnút? Þau átlu heirna i sveit. Þar var mylia. Jeg sje kvarnarsteina. Jeg sje hvar hún gengur hinum rnegin vúð mylluna. — Þetta var um haust, um kvöld. Hún stóð á einhverri brún. Það var bryggja þarna. En hvað er hún að gera með þetla ílát? Það er úr járni. Við það eru tcngdir einhvcrjir atburðir, cn ckki frá upphafi. Hún lielt þessu íláti upp að sjer. Til hvcrs gcrði hún það? Það var kaðail þarna bundrim i staur. ílátsins hefur verið getið í log- regluskýrslu. Emkennisbúmr menn komu þangað í bíl. Einn af þeim er stór og þrekinn. Maðurinn saknar henn ar ekki mikið, hún hafði afrækt hann stundum. En honum fellur þetta illa. Hann átti ekki sök á dauða hennar. Hann hratt henni ekki út í, en líkurn- ar mæla gegn honum. Er maðurinn veikur, eða hvar er hann? Á einhvern hátt er hann ekki enn laus við hana. Hann getur ekki losnað við hana á einhvern hátt. Hvar er hann? Einhvers staðar langt í burtu? Hann hefur verið yfirheyrður hvað eftir annað. Myndin í umslaginu var af konu, sem hjet Hanna Andersson. Morg- uninn 22. febrúar 1932 fanst hún druknuð í mylluhyl hjá Esarp skamt frá Lundi. Hún varð 53 ára og var gift Nils Andersson malara, sem var nokkru yngri. Ofurlítil bryggja var út í myllu- hylinn, og sýnilegt var að konan hafði hratað út af henni, dauð eða lifandi. Á bryggjunni fanst lok af kaffikatli og nokkuð af kaffikorg. Slætt var í hylnum og fanst þar kaffiketill. Það var venja frú And- ersson að skola ketilinn við bryggj una. Þetta hefur hún ætlað að gera kvöldið áður, hinn 21. febrúar, en einhvern veginn hrokkið út af bryggjunni. Það sannaðist, að áður en hún fór út til þess að skola ket- ilinn, hafði hún legið á legubekk inni í stofu. Hinn 29. febrúar var maður henn ar, Nils Andersson, tekinn fastur, grunaður um að hafa myrt hana. Prófessor E. Sjövall í Lundi hafði krufið og rannsakað lík konunnar hinn 24. ícbrúar. Voru þar viðstadd ir lögrcglumenn og margir læknis- íróðir menn. Við rannsóknina kom þetla í ljós, samkvæmt skýrslu læknanna: Hin framliðna hafði ver ið 170 cm há og vóg 108 kg. Á hægra sköflung oíarlega var skuría og á hálsinum framanverðum var einnig ofurlítil skurfa og rauðleit- ar rákir upp með kjálkunum bcggja vegna. Hún var í yfirhöfn, ullartreyju og ljereítsblúsu og mn- an undir í lífstykki og línfötum. Þess er getið að hún hafi verið heldur tötralega búin og að sum fötin hafi verið rifin. Áður en líkið var afklætt, var tekin af því mynd sú, sem var í umslaginu á tilrauna- fundinum. Hjartað vóg 500 gr. og vinstra hólfið var sjerstaklega stórt. Lifrin vóg 3000 gr. í maganum var um 1 h'tri af hálfmeltum mat. Hún hafði haft æðakölkun og blóð- stíflu. Að lokum segir í skoðunargerð- inni að ekki verði með vissu sagt hver dánarorsökin hafi verið, en sennilega hafi konan verið lifandi er hún fell í vatnið. Af skýrslum lögreglunnar sjest ennfremur að þau hjónin hafa ver- ið að hugsa um að selja mylluna og fasteignina, eða nokkurn hluta hennar, og að komið hafi til orða milli þeirra að skilja. Þá segir frá því að Andersson hafi verið í týgj- um við 18 ára gamla stúlku, er hafði verið í vist hjá þeim, og að frú Andersson hafi verið vel kunn- ugt um þetta. Hann ferðaðist oft með þessa stúlku, bæði til Malmö og Kaupmannahafnar. — Seinast höfðu þau gist á hóteli í Malmö aðíaranótt 21. febrúar. Hjá Anders- son fundust 200 hótelreikningar o. fl. sem sýndi það að hann hafði verið laus við heimilið. Ekki hafði þeim hjónunum þó borið verulega á milli, nema hvað hún hafði ávít- að hann er hann kom drukkinn heim. Óregla hans hafði og leítt til þess, að hann hafði verið sviftur ökurjettindum. Hann hafði einnig cinu sinni verið ákærður fyrir fals, og liann mátti heita alræmdur í sveit sinni. Andersson var nú sem sagt á- kærður fyrir að hafa myrt konu sína. Hann neitaði stöðugt og ekki var heldur hægt að fá fullnægj- andi sannanir fyrir því að hún hefði verið drepin. En líkurnar gegn honum voru svo miklar, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.