Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 105 hann var dæmdur til hegningar- vinnu ævilangt. Dómur þessi var staðfestur af yfirrjetti og hæsta- rjetti, þó ekki ágreiningslaust, því að sumir vildu sýkna manninn. — Þegar hann hafði verið svo lengi í fangelsi, að hann gat sótt um náð- un, vildi hann ekki gera það, því að jeg get ekki sótt um að vera sýknaður af því, sem jeg hef ekki gert, sagði hann. Eftir ýtarlegar rannsóknir á árunum 1946 og 1947 var máli hans aftur skotið til hæsta rjettar, og þar var samhljóða kveð- inn upp sá úrskurður hinn 21. okt. 1947, að mál hans skyldi tekið fyrir að nýu. ÞÁ skal aftur vikið að tilrauna- fundinum og því, sem þar kom fram. Eins og áður er á vikið, hafði miðillinn ekki hugmynd um hvað í umslaginu var. Hún hefur máske fundið að það var mynd, en gat ekki haft minsta grun um af hverj- um sú mynd væri. Samt sem áður kemur miðillinn með ýmsar upp- lýsingar, sem beinlínis standa í sam bandi við þessa sjerstöku mynd. Miðillinn þykist vera uppi í sveit í þann mund, er trjen eru lauflaus, og þar er aur og þíðviðri. Hún sjer myllu og þar birtist henni saga, sem snertir hjón og ástmey manns ins. Henni finst maðurinn heita Nils, Jóhann eða Jöns. Hún segir eitthvað refsilegt sje við hann og sjer geðjist ekki að honum. Hún segir hann lausan við heimilið og drykkfeldan, og honum þyki ekki vænt um konu sína. Konan sje eldri en maðurinn, hún sje óþrifin og skilji ekki ást. Hún viti að mað- urinn heldur fram hjá henni. Miðillinn sjer konuna alklædda fljóta dauða í vatni. Hún sjer líka eitthvert ílát, sem raunar var kaffi- ketill. Líkskoðun fer fram og mið- illinn sjer hvítljlædda menn um- hverfis líkið og finnur einkenni- lega lykt. Líkið hefur skrámur bæði á hálsi og fótlegg. Miðillinn skilur ekki í því hvernig á því stendur að konan skuli vera þarna í vatninu, vegna þess að nú er ekki baðtími, og giskar helst á að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Hún verður þess þó vör að þessi atburður þykir grunsamlegur og líkur benda til þess að maðurinn sje við þetta rið- inn. En hún segir ákveðið að hann sje saklaus. Hún sjer einkennis- klædda menn og veit að maðurinn hefur verið yfirheyrður. Hún segir að hann sje 'á einhvern hátt bund- inn við konu sína enn, og einhvers staðar langt í burtu. Svo er einnig ýmislegt annað at- hyglisvert. Miðillinn finnur að kon an var kulvís, og Nils Andersson bar það að hún hefði altaf viljað vera mikið klædd. Miðlinum finst að hún hafi haft andþrengsli og suðu fyrir eyrum. Nils Andersson sagði að hún hefði um mörg ár haft hlustarverk og suðu fyrir eyr- um. Hann gat þess einnig að hún hefði eitt sinn tognað í fæti og leit- að sjer læknis, og þá hefði læknir- inn komist að því að hún var veil fyrir hjartanu. Við krufninguna kom það og í ljós að hjartað var of stórt, einkum vinstra hólfið, og lifrin var of stór. í æðunum fund- ust blóðstíflur. Bæði það og hjarta- veilan getur hafa valdið andþrengsl um, og miðlinum fanst sem hún hefði haft „astma“. Miðillinn þóttist sjá að konan hefði átt vefstól og gengið með heimaofnar svuntur. Á framburði Nils sjest að vefstóll var á heimil- inu og að hún hefði áður ofið mik- ið, og oft gengið í heimaofnum fötum. Miðlinum finst hún hafa verið óþrifin. Við líkskoðunina sást það að hún var tötralega til fara, og Nils sagði að hún hefði lítið skeytt um föt sín. Nágrannarnir staðfestu það að fjöldi fólks hefði fylgt frú Anders- son til grafar, enda er það skiljan- legt. En þeir segja að þá hafi verið gott veður og að hún hafi verið grafin í ættargrafreit með leg- steini. Um þetta tvent hefur miðl- inum skjöplast. ÞAÐ má vel vera að margt fleira athyglisvert kæmi í ljós við nánari athugun. En þess virðist vart þörf, því að svo mjög er umsögn miðils- ins í samræmi við það, sem gerðist í Esarp í íebrúar 1932. Miðillinn hefur þó komið með upplýsingar, sem ekki virðast rjettar, en sá mis- munur er ekki svo veigamikill, að á honum sje hægt að byggja úr- skurð um það, að ekkert samband sje milli þess, sem miðillinn sagði og þess, sem gerðist í Esarp. En hvað sem um þetta er, þá má þó alls ekki draga af umsögn miðils- ins þá ályktun, að Nils Andersson hafi verið sýkn saka. Vjer höfum enn svo naumt skorna þekkingu á sálarlífinu, að þessa tilraun má ekki skoða sem neitt annað en hún er, sálfræðilega eftirgrenslan. Að vísu er það mjög áberandi hvað umsögn miðilsins er í sam- ræmi við staðreyndir. Þar er svo margt rjett, að ágiskun er útilokuð. En þá er það hugsanlegt að mið- illinn hefði þekt sögu málsins og stuðst við það. Einnig væri það hugsanlegt að miðillinn hefði að vísu heyrt eitthvað um málið, ver- ið búinn að gleyma því, en nú hefði það rifjast upp í dáleiðslunni. En slíkar útskýringar stranda fljót- lega. Fyrst og fremst fæst engin lausn á því, hvernig á því.stóð að miðillinn skyldi einmitt hitta á að lýsa Esarp-málinu. Auk þess kemur hún fram með ýmsar úpplýsingar um atriði, sem hún gat ekki hafa haft hina minstu hugmynd urrl, enda þótt hún hefði reynt að kynna sjer málið sem allra best árið 1932. Að fundinum loknum sagði jeg miðlinum frá því, að hún hefði ver-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.