Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Page 2
142 LESBÓK MORGUNBLAÐSmS -son dómkirkjuprestur og fann hann fljótt hvað barnafræðslunni hjer var ábótavant. Kvað hann fyrstur upp úr með það, að bærinn ætti að stofna barnaskóla. En þar var við raman reip að draga. Hjer var þá enginn bæarstjórn, en öll þau mál, er höfðu útgjöld í för með sjer fyrir bæarfjelagið varð að sam -þykkja á borgarafundum. Leið svo og beið þangað til Kri- eger var orðinn stiptamtmaður. Þá vildi svo til, að stjórnin var í vand- ræðum með landfógetahúsið íló- skurðarstofuna gömlu) því að hún stóð auð, þar eð Ulstrup hafði sest að í Bergmannshúsi. Krieger fekk þá stjórnina til þess að gefa Reykja víkurbæ og Seltjarnarneshreppi landfógetahúsið (Aðalstræti 16) fyrir „fátækrahús“, en slíka stofnun hafði hreppsfjelagið ekki ætlað sjer að setja á laggirnar. Nú sá sjera Gunnlaugur Oddsson sjer leik á borði að koma fram skólahugmynd sinni. Þarna hafði bærinn eignast hús, sem var til- valið fyrir skóla, úr því að það var ekki notað samkvæmt gjafabrjcf- inu. í Reykjavík voru nú um 500 íbúar, þar af 70—80 börn, sem þurftu á fræðslu að halda. Hjer var því fullkomin þörf fyrir skóla, og margir viðurkendu það, en kostn- aðurinn óx mönnum í augum. Þá var það að Krieger stiptamtmaður hljóp undir bagga og lofaði styrk úr Thorkillii-sjóði. Á afmælisdegi konungs 28. jan. 1830 var svo ákveðið að stofna skóla í landfógetahúsinu í von um ríf- lcgan styrk úr þessum sjóði. Og hinn 18. íebrúar tók skóhnn til staría og komu í hann 18 börn. Kenslugjald fyrir hvert barn var ákveðið 12 rdl. á ári, en þó mátti taka 6 fátæk börn í skólann fyrir hálft gjald. Fyrsti skólastjóri var Hans Símon Hansen verslunarmaður, góður reikningsmaður og skrifari en hafði litla mentun fengið. Laun hans vorulðO rdl. á ári og ókeypis bú- staður í húsinu. Hann gegndi þess- ari stöðu fram til 1. júní 1831, en þá tók Ólafur Einarsson Hjaltested, stúdent úr Bessastaðaskóla, við skólastjórn. Hann var listaskrifari og þótti ágætur kennari. Hann fekk 200 rdl. laun á ári og ókeypis bústað í skólanum. Skólastjórn hafði hann á hendi í 9 vetur, en gerðist þá prestur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Þá tók Pjetur Guðjónsson við skólastjórn og hafði hana á hendi fram til 1848 og hafði hon- um „farið starfið prýðilega úr hendi.“ Námsgreinir í skólanum voru: lestur, skrift, reikningur, kver, biblíusögur og landafræði. En það er talandi tákn um þann tíma, að kenslan fór aðallega fram á dönsku. Voru það einkum börn hinna efn- aðri, er sóttu skólann. En þó voru þar jafnan nokkur börn, er nutu kenslu fyrir hálft gjald, og auk þess greiddi klúbburinn skólagjald fyrir 2—4 fátæk en efnileg börn á ári hverju. Stjórnin samþykti 1831 þá ráð- stöfun að verja fje úr Thorkillii- sjóði til að greiða rekstrargjöld skólans að svo miklu leyti sem skólagjöld hrykki eigi. Fyrst í stað var styrkurinn ekki hár, 30—50 rdl. á ári, en hann hækkaði smám sam- an. Alls lagði Thorkillii-sjóðurinn fram 1788 rdl. á árunum 1830—48, eða um 100 rdl. á ári til jafnaðar. Ekki verður sjeð að bærinn hafi lagt skólanum eyrisvirði þessi 18 ár. En það varð venja, að þeir, sem tóku upp mó í bæarlandinu, gáfu skólanum einn móhest af hvcrjum 100, er þeir tóku upp. ROSENÖRN varð stiptamtmaður 1847. Að undirlagi hans ákvað kirkju- og kenslumálastjórn Dana með brjefi 15. júlí 1848 að eftir 1. jan. 1849 skyldi bamaskólinn ekki fá neinn styrk úr Thorkillii-sjóði og varð það til þess að skólinn lagðist niður. Nokkuð voru skoð- anir manna skiftar um þessa ráð- stöfun, en Jón Sigurðsson og Ueiri töldu, að ekki mundi rjettmætt að verja fje úr sjóðnum til skólahalds í Reykjavík. Gjafabrjef Jóns Þorkelssonar (Thorkillii) skólameistara er frá 1759 og samkvæmt því er ætlast til þess, að komið verði upp stofnun handa hinum mest þurfandi og fá- tækustu börnum í Kjalarnesþingi. Átti að verja vöxtum sjóðsins í þarfir þessarar stofnunar og skóla. Fátæk börn áttu að fá þar húsa- skjól, föt og mat „svo hreinlegt og sómasamlegt væri“ þangað til þau gæti haft ofan af fyrir sjer sjálf. Tilgangurinn var því ekki aðeins sá að útvega börnunum ókeypis kenslu, heldur átti þetta að vera uppeldisstofnun. BÆJARSTJÓRN komst fyrst á laggirnar í Reykjavík 1836 og fyrsti reglulegur bæarstjórnarfund -ur var haldinn 20. nóv. 1836. Bæar- fulltrúar voru fjórir, 3 kosnir af húseigendum en einn af tómthús- mönnum. Bæarfógeti var sjálfkjör- inn formaður. Ekki skifti bæar- stjórn sjer neitt af skólanum, því að hún taldi uppeldismálin sjer ó- viðkomandi. Árið 1846 var gerður skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarnes- hrepps og jafnframt gefin út „Rcglugcrð um stjórn bæarmálefna í kaupstaðnum Reykjavík" og gilti hún um 25 ára skeið. Þar scgir svo, að bæai'íógeti og bæarfulltrúar eigi að hafa stjórn bæarmálefna á hcndi undir umsjón stiptamtmanns og amtmanns syðra. Bæarfulltrúar eiga að vera 6, fimm kosnir af kosn- ingabærum mönnum, en einn af tómthúsmönnum. Bæarfógeti á ekki lengur sæti á fulltrúaíundum, en hann á að bcra undir fulltrúana

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.