Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 2
158 * r - LESBÓK MORGUlMtíLAÐSíMS kalli á Reykjanesi frá 1743—1771“ og sem var langafi Jochums. Þessa æfiminningu hef jeg sjerstaklega haft til hliðsjónar við sammngu eftirfarandi greinargerðar um Joc- hum og nokkra ættingja hans. Um ætt Jochums skrifar síra Matthías sonur hans í endurminn- ingum sínum meðal annars á þessa leið: „Leifar hinna fornu stórætta, svo sem Björns ríka, Ólaíar ríku, Stað- arhóls-Páls og Magnúsar prúða bróður hans,1 undu einna lengst í Breiðafirði. í móðurkyn var faðir minn komirm af Magnúsi, en Svefn -eyingar, tengdamenn móður minn- ar, eins-og Eyólfur dbrm. í Svefn- eyum, frá Birni í beinan karllegg. Karllegg feðra sinna kunni faðir minn ekki að rekja nema til lang- afa síns, Kollabúðar-Bjarna, sem flutt hafði vestur norðan úr Skaga- firði. Foreldrar mínir báðir voru komnir af dætrum Bjarna. Hans ætt má rekja í karllegg til Bjórns prófasts Gíslasonar í Saurbæ, þess er ól upp Odd biskup Einarsson.“ Á öðrum stað í endurminningum sínum segir síra Matthías, að Joc- hum faðir hans væri „ekki síður vel viti borinn en Þóra móðir hans, þótt einhæfari væri.“ Hann lætur þess einnig getið, að síra Páll Hjálmarsson á Stað á Reyk|anesi (d. 1830), sem kallaður var hinn lærði, hafi viljað láta Jochum ganga mentaveginn, en til þess þóttist faðir hans engin efni hafa. „Jochum var námfús og nam ýms- an fróðleik og ritaði vel og skipu- lega,“ skrifar síra Matthías.* Jörðin Skógar í Þorskafii’ði var langfoðga eign, „skóga- og íjalla- jörð, erfið og veðurnæm, en kosta- væn ef henni var vel dugað“. Þeir langfeðgar bjuggu þar hver fram af öðrum samtals 106 ár. * Mattii. Jochumsson: Sögukafiui af sjalfum mjer. Akureyri Í922, bls. 11, 13, 19. Þetta tímabil sundurliðar Joc- hum þannig: Magnús íöður i'aðir hans reisir bú á eignarjörð sinni Skógum árið 1754. Magnús Magnússon faðir hans tekur við jörðinni stuttu fyrir alda mót (líklega) 1798 og býr þar til ársins 1830. Jochum íekur svo jörðina eftir föður sinn og býr þar til 1860. Síð- ustu 2 árin hafði Magnús, elsti son- ur Jochums, búið á Skógum ásamt föður sínum, en flytur svo á aðra jörð. Og líklega hafa þá foreldrar Magnúsar, Jochum og kona hans, sem þá áttu öll börn sín uppkomin, ílust með Magnúsi, þótt ekki sje þess getið. Magnús föðurfaðir Jochums var kvæntur systur Kollabúða-Bjarna og var talinn röskur og ötull bóndi, en konan var af mörgum talin bæði húsbóndinn og húsfreyjan og hafði tilhneigingu til fræðslu og bóka fram yfir hann. Magnús sonur hans, er tók við jörðinni eftir foreldra sína, \rar ekki talinn eftirbátur föður síns, eftir því sem ráðið verður, heldur fremri honum um margt. í stað þess að fara til sjóróðra á vorin suður undir Jökul eða norður í vík- ur, sem flestir bændur í sveitinni gjörðu þá með misjöfnum árangri, hugsaði hann um ábúðarjörð sína og búskapinn og vann að smíðum á búsáhöldum o. s. frv. „Á hverju vori fór hann í steinbitslestaferðir vestur á Látur eða Víkur og keypti á 4 hesta harðfisk til heimilis síns, er hann greiddi að helmingi í smjöri og hinn helminginn i kolum og bússmíðisgripum, því kola- brenslu rak hann líka, sem þótti arðvænleg“, skriíar Jochum. „Fað- ii minn var hagur á alt búsmíði“, skrifar hann ennfremur. :,*Svo ktypti hann ætíð af kaupmanni Eiríki Kúld 4 vættir herts fiskjar, þorsk og ýsu, fyrir utun útlendan varning og aðrar nauðsynjar til heimilisins og galt með ull, smjöri, kjöti og öðrum búsafurðum, því bú- skapurinn gekk vel og nytjar af búpeningi voru góðar.“ Magnús var einnig nefndarmað- ur í hjeraði og gegndi hreppstjóra- störfum um tíma, en hugsun hans um bújörð sína og búskapinn var honum fyrir öllu. Sigríður Aradóttir, sem var kona Magnúsar og móðir Jochums, var dóttir Ara bónda, hreppstjóra og kirkjuhaldara á Reykhólum, Jóns- sonar prests á Stað á Reykjanesi, Ólafssonar prófasts í Kirkjubæ, Einarssonar prófasts í Heydölum, föður Odds biskups. Móðir Ara var Sigríður Teitsdótt- ir sýlumanns Arasonar, er giftist síra Jóni 1730. Teitur var kominn af Ara í Ögri og Ara Jónssyni lög- manni. Hann bjó á Reykhólum. Móðir Sigríðar Teitsdóttur var Margrjet Eggertsdóttir Sveinbjarn arsonar írá Kirkjubóli í Langadal, ,,Mála-Sveinbjarnar“, sem kallaður var. Hún var skörungur mikill og bjó lengi á Reykhólum eí'tir mann sinn, sem ekki varð gamall, og varð háöldruð, ljet eftir sig auð mikinn, sem skiftist milli barna þeirra. Kona Ara á Reykhólum, móðir Sigríðar, var Helga dóttir síra Árna í Gufudal, Ólafssonar lögsagnara á Eyri, sem ætt átti að telja til margra mætra, merkra manna í Vestfirðingafjórðungi. Síra Jón Ólafsson átti með konu sinni 5 börn. Meðal þessara barna var Ari á Reykhólum, íaðir Sig- riðar móður Jochums i Skógum eins og áður er getið. Ari var höið- ingsmaður, fríður sýnum; ör í lund og gestrisinn, en heldur irígeðja. Hjá honum andaðist faðir hans og móðir, svo og Gunnar prófastur Pálsson hinn lærði (d. 1791) ílda- vinur síra Jóns. Eitl barna síra Jóns var Joclium,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.