Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 4
160 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS JJuerrir ^JJarafclóc óóon JO (I lubn ilv ru liil JL ubb'T.i hirh f!í ZJUCf ur inum U>rí UJÓBJálBJ; Hjer er helgur' staAur, hingað berst ei dagsins klidur. Þar sem dauðinn drotnar djúpur ríkir grafar friður. Einn áíkytru kveldi kem jeg hingað, næðis leita. Guð í þínum garði, gróa bióm sem huggun veita. Hjerna hafa fallið höfug tár um föla vanga. Örðugust af öllum ýmsum reyndist þessi ganga. Undir lágum leiðuin liggja dánar vonir manna. Einn jeg hlusta hljóður, heyri raddir minninganna: — Hjerna út í horni hefur sofnað gamall maður, liann var alla ævi auðnttiaus og sjaldan glaður. Öllum er hann gleymdur, aldrei neinn við ieiðið grætur, enginn um það hirðir eða blóm á gröf hans lætur. Sjáðu litla leiðið, lagður var þar ungur drcngur, foreldrar og frændur fengu ei að hafa’ ’ann lengur. IVIamma og pabbi mistu mest af sínum lógru vonum, er þau grátin gengu að gröfinni á eftir honum. Einnig hvílir annar ungur maður nokkru innar, hann var eina athvarf ellihrumrar móður sinnar. Gamla konan grætur góða soninn beiskum tórum, enginn hana huggar, hún er ein á gamalsárum. Gröfin þarna geymir gæfumann. sem allir vinir syrgja nú og saknn. Svona fara allir hinir. Dauðinn engum eirir, er hann sveiflar brandi sínum. Spurn í brjósti bærist: — Ber hann senn að dyrum míntim? Einn er engum háður, auðugur og farsæll ntaður, annar friðlaus fæddur, fátækur og sjaldan glaður. Eitt er jafnt tneð öllum, er þeir búast loks til ferða. Af mold er maður kominn, að moldu skal hann aftur verða. ■>q ':íi.i : rr.undur. Guðmurídur var yngstur systkinanna. Hann varð síðar prest- ur og prófastur á Breiðabólstað á Skógarströnd, merkur og mikilhæf- ur maður bæði sem kennimaður og búhöldur. Út af systkinum þessum er kominn allmikill ættbálkur á Vestur- og Suðurlandi eins og kunnugt er. Ýtarlegri greinargerð um Skógaættina má finna í endur- minningum síra Matthíasar og Tímariti Jóns háyfirdómara Pjet- urssonar, þar sem hann skýrir frá ætt prófasts Guðmundar Einars- sonar. Jochum í Skógum skýrir frá því, að hann hafi látið setja upp töflur í Reykhólakirkju hægra megin með helstu æfiatriðum síra Jóns Ólafs- sonar langafa síns og síra Gunnars I álssonar vinar hans. „Þeir hvíla báðir hlið við hlið í miðri kirkju (hinni gömlu) á Reykhólum,“ skrif -ar hann. Á þessar töflur eru og skráð nokkur erindi, er síra Matt- hías orti eftir þessa látnu heiðurs- menn. • Um verustað þeirra hjóna Joc- hums og Þóru konu hans segir ekkert eftir að þau fara frá Skóg- um 1880. Líklega hafa þau þá fyrst farið til Magnúsar sonar síns og síðar til einhverra hinna brjpðr- arina, sem allir voru þá uppkomnir og flestir farnir að búa. Um Þóru móður sína segir síra Matthías, að hún hafi dáið hjá Helgu systur sinni á Hallsteinsnesi 1872, en Jochum lifði miklu lengur, var hjá síia Matthíasi í Odda, en dó í Mýr- artungu hjá vini sínum Páli föður Gests skálds og ritstjóra 1888. Um foreldra sína hefur síra Matt- hias skrifað stutta lýsingu í endur- minningum sínum, og er þeim þar snildarlega lýst eins og hans var von og vísa. Skrifað í Kaupmannahöfn í janúar 1950 af MATTHÍASI syni ÁSTRÍÐAR dóttur hjónanna Jochums Magnússonar i>" Þóru Einarsdóttur frá Skógum. ^ SAMANBURÐUR JO DAVIDSON, arperískur mvnd- höggvari, var fenginn til þess að koma til Belgrad og gera mynda- styttu af Tito marskálki. Þegar hann kom heim lýsti hann svo hugarfari kommúnista: — Frá sjónarmiði kommúnista er Marx Kristur, Lenin er sankti Pjetur, Stalin er fyrsti páfinn og Titó er Lúter.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.