Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 8
164 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS MONA LISA. — Þetta raálverk af Mona Lisa átti Marie Antoniette einu sinni, en yaf það 1797 manni, sem hjet William Henry Vernon. Hann fluttist til Ame- riku og J)ar hefur málverkið síðan verið og ekki gengið úr ættinni. Núverandi eigendur þess eru dr. Ambrose W. Vernon og mágkona hans Alice Vernon. Nú hefur málverk þetta verið til sýnis í New Vork og staðhæft að það sjc málað af Leonardo da Vinci. Ilefur Iistfræðingurinn dr. Thomas Macnoughory Judson fullyrt að Vinci hafi málað þessa mynd árið 1501, eða um I'imin árum áður en hann malaði hina frægu Mona Lisa mynd. sem er í Louvre-safninu í París. — Hjer á myndinni sjást þau Judson og frú Vernon. Málvcrkið er nú talið rúm- lega föíljóh dollara virði. Hver er maðurinn? MANNTAL á að fara fram í Bandaríkjunum i aprílmánuði næst -komandi og stendur yfir allan mánuðinn. Verður það hið full- komnasta manntal, er nokkuru sinni hefur tærið tekið, enda er gert ráð fyrir að það muni kosta um 75 miljónir dollara, eða nær helmingi meira heldur en seinasta manntal, sem var tekið 1940. Mann- talsmenn verða 150.000, og þeim er eigi aðeins falið að spyrja um nöfn manna, aldur, heimilisfang, stöðu o. s. írv. Hver maður verður spurð- ur um mentun hans, heilsufar og tekjur. Eæudui verða sptuðir um uppskeru, verð á framleiðsluvörum og þess háttar. Kaupsýslumenn og iðnrekendur verða spurðir um við- skifti og framleiðslu, vöruverð, hve margt fólk þeir hafi í þjónustu sinni, hvaða kaup þeir greiði því, hver íramleiðslukostnaður hafi orðið og hver ágóði af atvinnu- rekstrinum. Allar þessar upplýs- ingar eru gefnar undir eiðs tilboð, en það er líka farið með þær sem leyndarmál og fær enginn að sjá þær nema hagstofan, sem. vinnur ur marmtalinu á eitir. Skáttayfir- vóldin hafa engan aðgang að þess- urn upplýsingum, og fá því ekkert að vita um það, þótt miklu kunni að skakka á framtali manna við manntalið og á framtali þeirra til skatts. Manntalsmennirnir eru ekki tald ir öfundsverðir af starfi sínu. Þeir eiga að sjá um það að enginn kom- ist undan, og til þess verða þeir að ferðast um fjöll og firnindi, lit í afskektar eyar og vita, niður í nám- ur, inn í leyniknæpur, hóruhús og fangelsi. Borgunin, sem þeir fá fvr- ir starf sitt, er 4 cent fyrir hvert nafn, og er gert ráð fyrir því að duglegur maður geti haft um 200 dollara laun fyrir mánuðinn. Áður en hann leggur á stað er honum fengið kort af því svæði, sem hann á að fara yfir, og éyðublöð með spurningum. Jafnframt er hann og látinn vinna eið að því, að hann skuli vanda verk sitt sem best og reyna að fá allar þær upplýsingar, sem um er beðið og sem fylstar. Á hverju kvöldi á hann svo að sínia dagsverk sitt til skráningarstjórans í sínu umdæmi, en hann innsiglar allar skýrslurnar og sendir þær í ábyrgðarpósti til manntalsskrifstof- unnar i Washington. Þar er svo gerð spjaldskrá með nöfnum allra. Gert er ráð íyrir, að íbúatalan í Bandaríkjunum muni verða 15 miljónum hærri núna heldui en 1940, og í fyrsta skifti í sögu ríkj- anna verði kvenfólk í meiri hluta. Þá er og gert ráð fyrir því að börn og aldrað fólk (yfir hálf sjötugt) verði nú hlutíallslega fleira en nokkru sinni áður, og stafar það af þvi hvað barnadauði liefur minkað og að fólk verður nú langliíara en áður. Þá er og talið að miklar breyt -ingar rnuni vera orðnar á íbúa- i'jölda hinna einstöku ríkja frá þ\ú sem var 1940. Er t. d. talið að Kaliíornia muni nú vera þriðja l'ólksflesta ríkið, og fái nú rjett til þess að kjosa 7 þingmenn til við- bótar þeim, er hun hefur haft, Frh. á bls. 171.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.