Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 10
166 LESBÓK MORL.UNBLAÐSINS grískir munkar komið til Evrópu frá Kínaveldi. Á göngu sinni studd- ust þeir við bambusstafi, en í þeim leyndu þeir silkiormum, sem þeir síðan gáfu Justinianusi keisara. Hann kom svo á fót silkiiðnaði í Evrópu. Hverjir eru upphafsmenn spuna- listarinnar, Grikkir, Egyptar eða Indverjar? Um það eru menn ekki á eitt sáttir. Víst er þó, að snemma byrjuðu menn að spinna og vefa klæði úr mismunandi hráefnum. Engan vafa telja fræðimenn á því, að ullin sje elsta spunaefni, sem notað hafi verið. Því er haldið fram, að 10000—12000 árum fyrir Krist hafi Grikkir kembt og spunnið, og heimildir eru fyrir því, að Grikkir hafi spunnið og ofið 3000 árum f. Krist. Meðal æfagamalla spunaefna eru silki, hör og baðmull. En ekkert þessara 9punaefna hefur orðið mannkyninu til svo mikils gagns og nytsemdar sem ullin. Alt bendir til þess, að spunalistin sje upp- runnin í Grikklandi, Egyptalandi og Indlandi og að þessi list hafi verið þarlendum mönnum í blóð borin. í fyrstu var þráðurinn aðeins til heimilisnota, en eftir því sem tímarnir breyttust og menningin óx, náði þessi list meiri og meiri útbreiðslu, mannkyninu til gagns og nytsemdar. Baðmullarplantan er upprunnin í Indlandi. í gamla daga ræktuðu menn baðmull til heimilisnota í görðum sínum, spunnu síðan og ófu sjálfir. Því er haldið fram, að Indverjar hafi verið fyrstir manna til að útbúa spunahjólið. Snúra lá yfir hjólið og sneri hún spunatein- inum, þegar hjólinu var snúið. Ekki þekktist til þess annað afl í þá daga en handafl. Sagt er að þetta spunahjól hafi verið geisilega þungt og stirt í vöfum. Löngu síðar komust Englendingar á snoðir um þetta tæki og fluttu með sjer til Englands. Var það mikið notað í Englandi um eitt skeið. Indverjar munu ekki hafa náð miklum ár- angri í þessari fögru list, þótt þeir hafi fundið upp spunahjólið. Víð- asthvar á Indlandi er ennþá notuð þessi forna spunaaðferð. Gandhi, frelsishetja Indverja, kvað hafa lát- ið sjer ant um spunalistina og viljað varðveita hana í sínu gamla formi. Eftir að vjelamenningin barst til Indlands og inn voru fluttar kemb- ingar- og spunavjelar árið 1893, eyðilögðu Gandhi og fylgisveinar hans verksmiðjur og vjelar og brenndu mikið af fullunnum vefn- aði í mótmælaskyni. í Þýskalandi fundu menn upp spunahjól með sama sniði og hið indverska, en minna og meðfæri- legra. Lengi var þetta spunahjól hin eina hjálp þeirra manna og kvenna, er unnu að framleiðslu skjólfata. Á árunum 1510—’40 voru fyrst gerðar endurbætur á spuna- hjólinu. Sumir fræðimenn álíta, að Johan Jurgens hafi fyrstur manna smíðað stiginn rokk, en aðrir telja, að hann hafi einungis endurbætt hann. Jurgens var myndskeri, og má vera að hann hafi fundið æfa- gamlar teikningar af rokkum. Slík- ar teikningar eru til í biblíuhand- ritum frá 1525, og er ekki óhugs- andi að rokkurinn sje mikið eldri en alment er talið. Á forngripa- söfnum erlendis eru til ævagamlar gerðir af rokkum. Einkennilegast er það, að hvergi eru tveir rokkar eins. í gamla daga hefur rokka- smiðurinn farið sínar eigin götur um útlit og smíði rokksins. Enginn vafi er á því, að fyrsta vjelrokkinn gerði ítalinn Leonardo da Vinci frá Milano. Þessi rokkur hafði snælduform og var að sögn mjög hugvitssamlega gerður. Leon- ardo da Vinci *var noikill hugvits- maður, sem uppi var á 15. öld (1452—1519). Jeg hef oft hugsað um það, hversu erfitt hefur verið að spinna áður en spunavjelin sá dagsins ljós. Sennilega hefur það verið verk kvennanna að snúa hinu stirða og þunga spunahjóli. — Þegar stigni rokkurinn kom fram á sjónarsviðið, hlýtur að hafa verið erfitt íyrir spunamennina að hafa undan vef urunum. Þykir mjer ekki óhugs- andi, að oft hafi vantað band í þá daga. Þjóðverjum hefur veitt betur en Indverjum á sviði spunalistarinnar, því hvergi í heiminum hafa verið gerðar betri ullarvinsluvjelar, eink’- um spunavjelar, en einmitt í Þýska -landi. Tóvinsla Flæmingja. FLESTIR munu kannast við Flæm- ingjaland. Þar á ullariðnaðurinn sjer gamla sögu, því að kunnugt er að hann var þar á háu stigi í byrjun 12. aldar. Flæmsku bændurnir voru harð- fengnir mjög og duglegir, enda var lífsbarátta þeirra oft mjög erfið. Land þeirra liggur undir yfirborði sjávar á köflum, svo að sjór flæddi yfir landið oft og tíðum. Bændurnir urðu þá að flýja og byggja kofa sína á háum stólpum. Eina hús- dýrið, sem þeim var ant um, var kindin. Hún gaf þeim kjöt, skinn, mjólk og ull. Og ullin veitti þeim best skjól. „Neyðin kennir naktri konu að spinna“, segir gamalt mál- tæki, og það sannaðist á flæmsku bændunum. Þeir lærðu smátt og smátt að hagnýta sjer ullina, kemba, spinna og vefa klæði úr henni. Stundum var ullin höfð með sínum eðlilega lit, stundum lituð með jurtalitum, og notuð í fallega dúka. Þegar kaupmenn frá Feneyum komu til Flæmingjalands, upp- götvuðu þeir hverjir snillingar flæmsku bændurnir voru í vefnaði. Þarna munu hafa átt sjer stað mikil verslunarviðskifti, því flæmsku

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.