Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 169 Magnús Þórarinsson dvaldist 2 ár í Kaupmannahöfn og kom síðan heim á ættaróðal sitt, Halldórsstaði í Laxárdal. Þar setti hann upp kembingar- og spunavjelar og knúði þær allar með vatnsafli. — Hann starfrækti tóvinslu sína af miklum dugnaði í 35 ár uns hann dó árið 1917. Svo hefur verið ritað um Magnús Þórarinsson, að hann hafi verið afburða hugvitssamur, og hafði smíðað handspunavjelar þær, sem víðast hvar eru notaðar hjer á landi. Eftir að Magnús kom heim frá Danmörku, gerði hann áætlun um kostnað við byggingu fullkominnar klæðaverksmiðju. Á- ætlunina lagði Jón Jónsson fyrir Alþingi árið 1889. Magnús komst að þeirri niðurstöðu, að verksmiðjan myndi kosta 120 þús. kr., sem mun hafa verið geisileg fjárupphæð í þá daga. Ekkert varð úr framkvæmdum í það sinn. Nokkrum árum síðar veitti Al- þingi 20 þús. kr. lán þeim, sem vildu hefja ullardúkagerð. Lán þetta fengu Eyfirðingar árið 1895 og komu sjer upp klæðaverksmiðju á Akureyri. Var það fyrsti vísir að Gefjunni. Um þær mundir sem Magnús Þórarinsson fór utan til að læra ull- arvinslu, fæddist Bogi A. J. Þórðar- son að Hrútsholti í Eyahreppi (árið 1878). Bogi mun vera allmörgum kunnugur fyrir dugnað sinn. Hann misti ungur móður sína og var komið í fóstur 6 ára gömlum til sjera Magnúsar Helgasonar að Torfastöðum í Biskupstungum. Þar ólst hann upp. Um aldamótin mun Bogi hafa komið til Reykja- víkur og nam hann trjesmíðar hjá Steindóri gamla trjesmið á Klapp- arstíg. Er Bogi hafði lokið smíða- náminu, vann hann hjer í Reykja- vík við trjesmíðar. Árið 1906 byrj- aði hann búskap að Lágafelli í Mos- fellssveit, en um 1912 keypti hann ullarverksmiðjuna að Álafossi með Við rokkinn. öllu tilheyrandi af sýslunefnd Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Ekki leið á löngu uns dugnaður Boga kom í ljós. Hann gerði geisimiklar breyt- ingar á ullarvinslunni. I fyrstu voru allar vjelarnar knúðar vatns- afli, en eftir nokkurn tíma var þessu breytt. Öll hús á Álafossi voru uppljómuð og vjelarnar knúð- ar rafmagni. Það var löngu áður en Reykjavík fekk rafmagn. Oft var þá gestkvæmt að Álafossi, því marga fýsti mjög að sjá þessar nýungar, rafljósið og rafknúðar vjelar. Dugnaður Boga var geisimikill og útsjónarsemi hans var við brugð -ið. Geta má þess, að Bogi keypti fyrstu mjaltavjelarnar, sem hing- að fluttust, og notaði þær við bú- skap sinn. Bogi endurbætti vjelakost verk- smiðjunnar og keypti fullkomnar vjelar til framleiðslu á ullardúkum, en í þá daga voru vjelarnar ekki svo fullkomnar sem þær eru riú í Klæðaverksmiðjunni Álafoss. Bogi rak Álafoss um 5 ára skeið, en árið 1917 seldi hann verksmiðjuna nú- verandi eiganda hennar, Sigurjóni Pjeturssyni. Árið 1924 kom Bogi aftur til Reykjavíkur og ári síðar stofnsetti hann ullarverksmiðjuna Gefn við Frakkastíg, sem hann breytti nokkru síðar í ullarverksmiðjuna Framtíðin. Þar var byrjað í smáum stíl. Fyrst var keyptur ullartætari og eitt kembingarsett, en þarna kom fram ein nýung hjerlendis. Kembir.grrvjelarnar unnu alt sjálf- krafa. Þær höfðu sjálfvirkan ullar- kassa og sjálfvirka yfirfærslu, sem færði ullina milli vjela. — Þessar fyrstu kembingarvjelar voru geisi- afkastamiklar, en höfðu þann ó- kost, að lopinn úr þeim var ekki jafn sem skyldi. Bogi bætti úr því rokkru seinna og keypti annað kembingarsett, spunavjel með 300 þráðum og tvinningavjel . Þessar vjelar voru keyptar lítið notaðar frá Þýskalandi. Um þessar mundir byrjaði Bogi á prjónlesframleiðslu og litun í sambandi við það. Ullarverksmiðj- una Framtíðin starfrækti Bogi um 10 ára skeið, en seldi hana Slátur- fjelagi Suðurlands árið 1934. Enginn einstaklingur mun eiga jafnmikinn þátt í ullarvinslu okk- ar íslendinga og Bogi Þórðarson. Hann var enginn sjerfræðingur á sviði ullarvinsluvjela, en samt setti hann upp kembingar- og spunavjelar sem væri þar fagmað- ur að verki. Hann á einnig mikinn þátt í því, hve langt prjónlesfram- leiðsla okkar er á veg komin, þótt mörgu sje enn ábótavant. Hann fór fyrstur manna að fást við sjálf- virkar hringprjónavjelar (sokka- vjelar). Oft gekk það illa, og var þó ekki hæfileikaskorti um að kenna, heldur vanþekkingu þeirra manna, sem höfðu töglin og hagld- irnar, því hreinasta fáviska var að nota hið íslenska kamhgarn ,:í svo fíngerðar vjelar. Það sýndi sig líka, að þegar garnið var gott, gengu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.