Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 3
LESfíOK MORGUNfíLAÐSINS ymsa steina, sem liann hafði fund- ið og sagði: „Sko, það er malmur í honum þessum“, eða „Það eru gullagnir í honum þessum“. En sá námugröftur hætti sjálfkrafa og „malmgrjótinu“ þarna var ekið í höfnina rúmum áratug síðar. BÆJARSTJÓRN fanst þetta merki legt mál, bæði vegna þeirrar ólgu, er það hafði vakið í bænum, og ekki síður vegna hins, að þegar skyldi vera kominn á laggirnar f je- lagsskapur, sem hugsaði sjer að reka þarna námugröft. Auðvitað varð það ekki gert nema með leyfi bæjarstjórnar. En rjett þótti að bærinn kæmi á móts við fjelagið, því að hjer gat verið um stórkost- legt hagsmunamál að ræða fyrir bæjarfjelagið. Rjettri viku eftir að gullið fanst, eða hinn 6. apríl, helt bæjarstjórn fund og kaus þá þriggja manna nefnd til þess að stjórna rannsókn- um á því, hvort í Vatnsmýrinni væri gull eða aðrir malmar. í nefndina voru kosnir þeir Björn Kristjánsson kaupmaður, Guð- mundur Björnson landlæknir og Halldór Jónsson bankagjaldkeri. Fyrst í stað hugðist nefndin iáta 'rannsaka jafnharðan það, sem kæmi upp úr borholunni, en það var fremur lítið, því að þegar er 120 feta dýpi var náð, varð svo hart lag fyrir bornum, að hann vann lítt á því. Þó fanst þarna vottur af járni og kopar. Jafnframt þessu átti svo nefndin í samningum við þrjá af stofnend- um hins nýa námafjelags um rjett- indi til handa fjelaginu. Voru víst allir sammála urn það, að seint mundi fást full vissa um það með vatnsborunum einum saman, hvort nýtileg náma væri í Vatnsmýrinni. Þyrfti því nauðsynlega að fá betri bor og hefja skipulagðar boranir cftir gulli og öðrum mahnum. Nefndin lagði álit silt og tillög- ur fyrir bæjarstjórnarfund hinn 15. maí. Var þar samþykt að leigja námurjettindin, ef hlutafjelag væri stofnað. En ýmis skilyrði voru sett fyrir því, og voru hin helstu þeirra þessi: — Minstu hlutir í f jelaginu skulu vera 50 krónur og eiga bæjarmenn að sitja fyrir kaupum á þeim um 3 mánuði. Næstu 6 mánuði skulu hlutabrjef boðin öllum landsmönn- um, og loks skulu þau boðin í öðr- um löndum, fáist ekki nægilegt fje hjer á landi. Fjelagið skyldi greiða 500 króna árgjald í bæjarsjóð. Þegar náma- gröftur er hafinn greiði fjelagið ekkert meira, ef hreinn ágóði nem- ur ekki meira en 5%. En nemi hann meira fær bæjarsjóður 1/5 af á- góðanum frá 5% og upp að 25%, en 1/3 af ágóða frá 25—50%. Fari hreinn ágóði fram úr 50%, skal því sem umfram er skift jafnt milli bæjarins og hluthafa. Það sem fjelagið byrjar á með samþykki bæjarstjórnar, er að grafa göng og gera prófboranir nið- ur í Vatnsmýri til rannsóknar á malmum, og síðan er því heitinn forgangsrjettur að námugrefti í landi bæjarins, á því svæði, er um gæti samist, þó eigi minna en írá Hafnarfjarðarvegi og suður að Skerjafirði, og milli Skildinganess og Öskjuhlíðar, að henni með tal- inni, með því skilyrði, að byrjað sje á reglulegum námagrefti inn- an 2 ára frá því er prófgrefti og próí’borun er lokið, en því skal lok- ið innan 2 ára. Fjelaginu ber að liaga sjer eftir fyrirmælum löggjafarvaldsins eða bæjarstjórnar um hvernig liaga skuli vinnunni. Reikningar fjelags- ins sje jafnan háðir eftirliti af hendi bæjarstjórnar. UPP úr þessu var svo stofnað hlutaíjelagið Malmur og voru í stjórn þcss Sturla Jónsson kaup- ■ m maður, Klemens Jónsson landrit- ari, Björn Ólafsson augnlæknir, Sigurður Briem póstmeistari og Ásgeir Sigurðsson konsúll. Lög voru samin fyrir fjelagið, hluta- brjef prentuð og boðin til sölu. í lögum fjelagsins var svo fvrir mælt, að hlutafje skyldi vera 100.000 krónur, en stjórninni heim- ilt að auka það í 150.000 krónur síðar. Út af þessu varð úlfaþytur um haustið. Hugðu nokkrir hlut- hafar að stjórnin mundi sjálf geta sölsað undir sig alla hlutina í stofn- fjáraukanum, ef henni sýndist svo og líkur væri til þess að fjelagið yrði gróðafyrirtæki. Þóttust þeir sjá, að lögin mætti skilja þannig, að útgáfa þessa viðbótar hlutafjár væri ekki háð sömu skilyrðum um útboð eins og stofnfjeð. Út af þessu var send kæra til bæjarstjórnar, en hún sendi aftur áskorun til fjelagsins um það að breyta lögunum, eða setja viðauka við þau. Þóttist stjórn hlutafjeiags- ins ekki skyld að verða við þessu, því að bæjarstjórn hefði engan rjett til að ráða lögunr fjelagsins, enda hafi aldrei verið á það minst og ekkert tekið fram um það í skil- yrðum fyrir einkaleyfi fjelagsins. Aftur á móti megi bæta einhverj- um ákvæðum um þetta inn í skil- yrðin, en lögunum verði ekki breytt á annan hátt en þau sjálf heimili. — Stóð lengi í þessu stappi. i Bæjarstjórn hafði farið fram áj það í ágústmánuði, að Stjórnarráð- ið staðl’esti einkaleyfissamninginn Ijóst af samningnúm að bæjarstjórn arlögunum. Stjórninni virtist aug- Ijóst af samningnum, að bæjarsljóri teldi bæinn eiga aila þá malma, er finnast kynni í landareign hans. Stjórnarráðið taldi efa á að þetta væri rjettur skilningur, staðfesti að vísu samninginn með fyrirvara, en lagði jafnframt frumvarp til náma- laga fyrir Alþingi. Frumvarp þetta dagaði uppi á því þingi, en varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.