Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Síða 6
173 LESBOK MORGUNBLAÐSUNS Sigurður Daðason: FINGRARÍM í LESBÓK Morgunblaðsins 29. jan. 1950 er greinarkorn, þar sem gefin er skýring á því hversvegna hin alkunna rímvísa „Þá þorra- tunglið tínætt er“ o. s. frv. hafi ekki fullt gildi lengur. „Skýringin á því“, segir þar, „að þessi ágæta vísa bregst að þessu sinni, mun vera sú, að bæði hún, og ýmsar aðrar rímvísur voru mið- aðar við tímatalið fram að síðustu aldamótum eða til ársins 1900. Hlaupár er 4. hvert ár og árið 1900 hefði átt að vera hlaupár, en var ekki og við það raskast gildi hinna gömlu rímvísna". Jeg hygg að þessi „skýring" sje vafasöm og ófullnægjandi, og þó að jeg telji mig ekki færan um að unfibæta það, enda á almennmg- ur ekki góðan aðgang að fræðslu- ritum um þau efni, þá vil jeg leyfa mjer að ræða nokkuð um þær reglur sem leiðarvísar um fingra- rím hafa talið gildandi og breyt- ingar þær sem virðast hafa verið gerðar þar um, samkvæmt alman- ökum. Einnig mun jeg vekja athygli á nokkrum breytingum, sem orðið hafa viðkomandi almanökum, þótt máske komi ekki fingrarími bein- línis við, með þeirri ósk að ein- hverjir gefi skýringar um þetta al- menningi til fróðleiks og skemmt- unar. Nú er það ekki rjett sem fyr- nefnd grein segir, að hlaupár hefði átt að vera árið 1900, því að það er viðtekin regla að sleppa hlaupárum um þrenn aldamót af hverjum fernum, og mun það hafa verið gert um síðustu þrenn alda- mót, og munu þó umræddar vísur hafa verið í fullu gildi alla síðast liðna öld að minnsta kosti. Skakki vegna tunglfyllingar. Á vissum árum þegar svo stend- ur á að tunglfylling páskatunglsins er talin vera á sunnudegi, sam- kvæmt reglum um fingrarím, sýn- ist geta komið rugl í rímið þannig, að páskadagur verði annar eftir almanaki heldur en fingrarímið gerir ráð fyrir. Svo er þá auðvitað um leið um hvítasunnu, níuvikna- föstu og aðra þá daga sem miðast þannig við páskana, að samskon- ar tilfærsla verður á þeim. Þetta kom þó ekki fyrir á síðast- liðinni öld og e. t. v. ekki áður. Sú regla, sem talið er að ákveð- in hafi verið um páskakomu „í guðs og manna lögum“ er „að fyrsti páskadagur skuli jafnan vera fyrsta sunnudag eftir fyrstu tunglfyll- ingu eftir vorjafndægur". Þetta hefir verið framkvæmt svo samkvæmt almanökum frá 1800— 1900, og að líkum áður, og sam- kvæmt fingrarími Jóns biskups Árnasonar o. fl., að þegar tungl- fyllingin var á sunnudegi þá var páskadagurinn hafður þann sama deg. Þessi regla virðist mjer hafa ver- ið brotin árið 1930 og aftur í ár 1950. Eftir þeirri reglu hefði páska- dagur 1930 átt að vera 13. apríl, en var í almanaki 20. apríl og 1950 verður páskadagur 9. apríl, en eft- ir eldri reglunni hefði hann orð- ið 2. apríl, tunglfyllingardaginn. Þessi vikumunur gerir það að verkum að frá næsta sunnudegi eft- ir að þorratunglið er tínætt, og til páska verða 10 vikur. Þrisvar á þessari öld, sem yfir stendur, 1902, 1906 og 1926 hefir það komið fyrir að tunglfylling páskatunglsins hefir orðið á mánu- degi þegar fingrarímsreglan gerði ráð fyrir að hún yrði á sunnudegi. Nú er fingrarímsreikningurinn, að vonum, ekki eins nákvæmur og „stjörnufræðilegur" reikningur sem tunglkomur og tunglfylling o. fl. er reiknað eftir upp á mínútu. Reikningur eftir fingrarími seg- ir ekki um það, hvort tunglkoma eða tunglfylling verði seint eða snemma dagsins, og þarf því ekki að muna nema nokkrum mínútum til þess að almanakið hafi það ann- an dag heldur en reglur fingra- rímsins ákveða. Jeg hef borið fyrnefnda rím- vísu saman við þessi ár, 1902, 1906 og 1926, og virðist mjer að það geti staðist, að hún eigi við árin 1902 og 1926. Þá var þorra- tunglið tínætt á sunnudegi og frá næsta sunnudegi þar á eftir voru níu vikur til páska. En við árið 1906 á hún ekki fremur en árin 1930 og 1950. En um þessi 5 ár er það sam- eiginlegt að þau hafa haft páska- viku seinna samkv. almanökum en Siffurður Daðason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.