Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 8
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '3 a unn íönd: ALSIMÆGTAEYAN FORIVIOSA AÐ undanfornu hefur FormoSa verið getið í frjettum svo að segja dag- lega, eða siðan stjórn lýðveldlShersins fluttist þangað. Marga mun þvi fýsa að fræðast eitthvað um ey þessa, og birtist hjer útdráttur úr grein eítir Frederick G. Vosburgh, sem l'ór þangað fvrir skemstu til þess að kynnast ástandinu þar. SAMKVÆMT manntali, sem fór fram í apríl 1949 voru íbúar eyar- innar þá 7.026.883. En upp frá því íór herlið að streyma þangað frá meginlandinu. Það er auðvitað hern -aðarleyndarmál hve mikið lið hcf- ur vcrið flutt þangað, en það mun varla ofsagt, að á Forníosa sje nú álíka margt fólk, eins og er í Ástra- líu, sem er 200 sinnum stærri. Um hálfa öld, eða 1895—1945, höfðu Japanar ráðið yfir í’ormosa. En að stríðinu loknu fengu Kínverj -ar hana og setulið Japana, sem var 478.000, var flutt á burt. Og þegar Kínvcrjar komu til að taka við stjórn-eyarmnar, var þeim fagnað sem bjargvættum og bræðrum af þeim 6 miljónum Taiwanese, sem filósiaros 4i kiuvejrsku kjiu. þar eru, en það cru aíkomendur Kínverja, sem fluttust til Formosa fyr á öldum. Ekki stóð sú gleði þó lengi, þvi að brátt varð mikil óánægja með kínversku embættismennina og út af því að þurfa að lúta stjórn á meginlandinu. Leiddi það til mik- illa óeirða í febrúar og mars 1947, og í þeim óeirðum fellu þúsundir manna. Á Formosa er cinnig annar þjóð- flokkur, afkomendur frumbyggja landsins. Þeir hafast nú við í fjöll- unum og voru villumenn og „hausaveiðarar“ til skamms tíma. Það er talið að þeir muni vera um 130 þúsundir. FIMM stunda flug er frá Tokio til Formosa, sem portugalskir land- könnuðir kölluðu upphaflega „Dá- semdaey“. Svo fögur þótti þeim hún. En Kínverjar og Japanar kalla hana Taiwan og það þýðir aðeins , Hjallavogui Fagurt er að lila yfir Formosa úr lofti. — Dimmblár sjór fellur að ströndinni og kögrar hana með drií -hvítu bárulöðri. Um alt láglendið eru hrísgrjónaekrur undir vatni og líkjast mest stórum speglum cr sól- in stafar á vatnsflötinn. Árnar eru eins og silfurlit band, en að baki nsa ha fjöll, dökkgræn hið neðra, en með ljósa skyjafloka á höfði. Taipei heitir höfuðborgin og þar búa 439.793 sálir. — Virðist svo sem þeir sje allir á ferð um göt- urnar á hjólum og í handkeri-um. Jeppar sjást þar inn á milli og auð- ugir Kinverjar og embættismenn þeysa í amerískum bílum, sem keyptir hafa verið í Shanghai, eða öðrum borgum á meginlandinu. — Laglegar kínverskar stúlkur, með bvlgjað hár og í nylonsokkum, hjóla á vinnustaðina. Þarna eru ekki nema sárfáir leigubílar og eng- ir strætisvagnar. Þegar við ókum inn í borgina kom blaðastrakur og dró upp enskt blað. prentað í Hong Kong, og vildi selja okkur fyrir 80 cent. Seinna komumst við að þvi að þetta var bannvara. Öll ensk blöð frá megin- landinu hafa vei'ið bönnuð. Víður völlur var fyrir framan gistihúsið og hinum megin við hann stóð stjórnarbygging Japana. Þar hafði nú kinverskt herhð aðsetur sitt og uýtt nafn hafði verið letrað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.