Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 10
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS irnir gæta þess að stökkva af ,,trill- unni“ nógu snemma. Það eru aðeins farþegar, sem verða fyrU slysum“. Vjer mættum öðrum „trillum“ hlöðnum með te. í hvert skifti veltu þá ökumenn okkar sinni trillu út af brautinni, svo að hinai gæti kom- ist leiðar sinnar. CHIAOPANSHAN stendur á hárri tungu milli tveggja gljúfra. Þar er veitingahús, sem Japani átti áður, en nú ríkir þar frú Li Goat-kian, vingjarnleg kona og háttprúð. Hún er með „hjúskaparmerkið", breiða svarta rönd frá munnvikum út að eyrum. Það var gott að komast í húsa- skjól og fá heitt bað og mikinn og góðan mat. Frú Li var um skeið fulltrúi hjeraðs síns á þinginu í höfuðborg- inni. Það var árið 1946. „Hún sagði af sjer vegna þess að hún er kona og ekki vön að fást við stjórnmál“, sagði túlkurinn. „Hún segir að jafnrjetti karla og kvenna sje ekki til neinnar blessunar fyrir kvenfólkið.“ Morguninn eftir var lagt á stað og fyrst farið yfir hættulega brú á Tanshui-ánni. Þar sáum vjer einn af þessum stóru, svörtu afríkönsku sniglum (achotina fulica), sem nú eru orðnir landplága víða á Kyrra- hafseyjum. Japanar fluttu þá þang- að, og ætluðu að hafa þá til mann- eldis, því að viðkoman er gífurleg. Hjer á Formosa safna Kínverjar þeim og ala endur á þeim, en af- komendur frumbyggjanna hafa þá til matar, sjóða úr þeim súpu og segja að hún sje ágæt! Hjá þorpinu Chikoutai kom hóp- ur af börnum á móti okkur. Þau voru feimin fyrst, en það fór af þeim þegar vjer gáfum þeim ame- rískt sælgæti. Frú Li hafði fylgt oss hingað, því að þarna bjuggu frænd- ur hennar. Og þarna sáum vjer fjóra ættliði og þeir voru talandi tákn þeirrar breytingar, sem þarna er að verða. Það var nú fyrst faðir Li, áttræður að aldri og seinni kona hans. Þau voru bæði með hörunds- merki kynstofnsins, svartan blett í enni. Li sjálf var líka með hör- undsflúr, eins og áður er getið. En sonur hennar og kona hans voru ekki með ættarmerkið og barn þeirra 7 mánaða gamalt, var klætt eins og amerísk ungbörn nú á dög- um. Um kvöldið fórum vjer aftur til Taipei og hvíldum oss þar um nótt- ina, en daginn eftir átti að fara í hringferð um eyna. FYRST var ferðinni heitið til Chia- ochi á austurströndinni. Vegurinn liggur í gegnum skóg utan í snar- brattri skriðu. Þar höfðu Japanar gert hella mikla fyrir landvarnar- lið sitt. Skriður falla oft yfir veg- inn, og voru unglingar, aðallega stúlkur, að vinna við að hreinsa veginn og báru grjótið í tágakörf- um og fleygðu því fram af vegar- brúninni. Var þar víða hengiflug og leið nokkur tími áður en vjer heyrðum grjótið skella á sjónum íyrir neðan. Undir sólarlag beygði jeppinn fyrir klettanef. Þar blasti við dýr- leg sjón, fagurgræn sljetta og Kyrrahafið framundan. Skamt und -an landi reis klettaeyan Kueishan eins og ferleg skjaldbaka upp úr sjónum (hún heitir líka Skjald- bökuey) og gylti sólin hana en frið- arbogi hvelfdist yfir alt saman eins og fögur umgjörð. Daginn eftir var haldið suður sljettuna og fórum vjer fram hjá mörgum pappírsverksmiðjum og fá þær nóg hráefni úr skógunum í fjöllunum. Þarna í fjöllunum vaxa einnig kamfórutrje. Hafði Formosa áður miklar tekjur af því að flytja út kamfóru, en nú hefur dregið mjög úr því síðan menn komust upp á að framleiða kamfóru úr terpentínu. Hjá Suao lýkur sljeitunni og fjöll ganga aftur fram í sjó. Og þarna hófst sá glasfralegasti vegur, sem jeg hef sjeð. Japanar höfðu höggv- ið hann inn í 1000 feta há björgin. Sums staðar eru göng boruð í gegn um snasir, jeg taldi 14 slík göng. Vegurinn er svo mjór, að bílar geta ekki mæst, en á stöku stað eru út- skot. Steyptur öryggisgarður er á fremri brún, en hann var víða brot- inn og hafði fallið niður í hafið djúpt fyrir neðan. Einhver gaman- samur náungi hafði raðað lausum steinum í hallfleytt skörðin. Vjer komum að Tarokoánni, sem kemur fram úr gljúfrum. Þar var rafmagnsstöð, en hún var nú gagn- laus, því að hún hafði stíflast af leðju úr ánni. Önnur rafmagnsstöð hjá Tungmen var þó ver farin, því að hún var komin í kaf í leðju og sand. Árfarvegurinn hafði þar hækkað um 56^/2 fet. Eyarskeggjar hafa þann sið þarna að brenna skógarspildur f fjalls- hlíðunum, rækta þar kartöflur á meðan nokkurt frjómagn er í mold- inni, og taka svo annan stað fyrir. Þá nær rigningarvatnið sjer niðri í flögunum og scpar öllum jarð- vegi niður í árnar, enda eru þær oft þykkar eins og grautur. Bílvegur nær ekki lengra en að Hualienchiang. Þar er höfn og þar áttu Japanar aluminium-verk- smiðju. Þaðan liggur svo járnbraut til Taitung 108 mílum sunnar. Vjer frjettum þarna að miklir vatna- vextir hefði tekið af járnbrautina á nokkrum stöðum, og yrði farþeg- ar því að ganga langa leið og bera farangur sinn. Jeg settist einn upp í lestina, hin- ir urðu eftir. Lestin var troðfull af fólki og það reyndi að hliðra til fyrir mjer. Jeg efast um að það hefði verið hliðrað til fyrir Kín- verja í járnbraut í Ameríku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.