Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBL MDSINS 183 Ho-Ying-chui hershöfðingi fyrrum her- málaráðherra (t. v.) að ræða við Sun- Li-jen hershöfðingja, sem á að sjá um hervarnir eyarinnar. Hann barðist áð- ur gegn Japönum í Burma. Fjórum sinnum á leiðinni varð að fara úr lestinni, ganga langan veg yfir aurskriður og setjast svo upp í næstu lest. Vegarspjöllin urðu er fellibylur gekk yfir eyna. Veður- stofan varaði við veðrinu fyrirfram, og dreifðu yfirvöldin þá eimvögn- um með nokkuru millibili á braut- ina, svo að þeir gæti selflutt fólk, ef brautin laskaðist. í hvert skifti sem fellibylur geisar fylgir steypi- regn og flóð í öllum ám og brjóta þær þá af sjer hinar ljelegu timb- urbrýr. Ekkert fje er til þess að gera traustar hábrýr yfir árnar, eða grafa göng undir þær, og þess vegna eru altaf settar nýar og lje- legar timburbrýr í stað þeirra er sópast burt. HJÁ Taitung endar járnbrautin og þaðan var farið með bíl yfir suður- odda eyarinnar og komið yfir á hina frjóvsömu Linuiensljettu. — Þangað nær járnbraut vesturstrand arinnar og þar eru miklir flugvell- ir. Þaðan komu japönsku flugvjel- arnar, sem gerðu árásina á Pearl Harbour. — Kaohsiung er önn- ur stærsta borg eyarinnar. Þar eru 211.000 íbúar. Nú hefur kínverska stjórnin þarna mikinn her. Anping er hafnarborg Tainan, sem einu sinni var höfuðborg eyar- innar og nú þriðja stærsta borgin. Þar reistu Holllendingar vígi fyrir rúmlega 300 árum, og sátu þar í 40 ár. Þá voru þeir hraktir þaðan. Nú er vígi þeirra, Fort Zeelandia, lögreglustöð. Umhverfis Anping er fjöldi stórra polla eða vatna, þar sem menn ala upp vatnafiska. Járnbrautarstöðin lagði á stað að ákveðinni stundu og rann yfir víðar sljettur, þar sem vatnavextir hafa engin spjöll gert. Hvarvetna blöstu við sykurreyrsekrur, hrísgrjónaakr ar og aldingarðar, en inn á milli hús úr tígulsteini. Yið ströndina er unnið mikið salt úr sjó og þúsundir smálesta af því flutt til Japan. Syk- urverksmiðjur eru þarna margar. Þær eru þjóðnýttar, eins og aðrar helstu iðngreinir. Þarna er og grií- arstór rafmagnsstöð, knúin afli frá „Sólar og tung’svatnírii’';, sem er hátt uppi í fjöllum. Þaðan fá verksmiðjurnar orku og borg- irnar rafmagn til ljósa. Nú er hald- inn strangur hervörður um orku- verið og má enginn óviðkomandi þangað fara. Hjá vatninu á yfirhers -höfðinginn sumarbústað. Annan bústað á hann hjá hverasvæði norð- an við Taipei. Þar heitir Tsaoskan. Þar eru brennisteinsnámur. Vjer fórum þar um lítið rjúkandi dal- verpi, þar sem menn voru að safna brennisteini. En í hlíðunum voru terunnar og appelsínutrje.-------- Hvað bíður þessa fagra eylands í framtíðinni? — Fingrarím Frh. af bls. 179 uði ársins. Þó að það skifti að líkum ekki miklu máli, þá má geta þess, að hlaupársdagur hefir áður verið talinn 24. febr., og mun hlaupársdeginum hafa verið aukið í á milli 23. og 24. febr. Matthías- messa, sem á almennum árum var 24. febr. var á hlaupárum 25. febr. Eftir 24. febr. var þá reiknað með seinni sunnudagsbókstafnum. Jeg sje að í almanaki 1924 og síðan hefir þetta snúist við svo að Matthíasarmessa er höfð 24. febr. á hlaupárum sem á almennum ár- um, en hlaupársdagur 25. febr., þótt einkennilegt sje. Þess var áður getið að hlaupár- um er sleppt um þrenn aldamót af hverjum fernum og mun það vera gert til leiðrjettingar, vegna þess að lengd ársins fram yfir 365 daga nægir ekki til að fylla dag á fjór- um árum, hlaupársdaginn. Hundadagar og sumarauki. Það hefir vakið athygli hvað hundadagarnir hafa verið lengdir um hálfa aðra viku árlega, síðan 1924. Þeir munu vera margir sem vita ekki hvaða þýðingu þeir hafa eða hvað ræður þeirra tímatak- marki. Margir virtust hafa trú á því að veðurfar breyttist með komu hundadaganna. Væri gaman að vita hvort þeim sem mark hafa tekið á þessu, virðist veðurfarsbreyting- in hafa færst til með tilfærslu þeirra. Sú breyting hefir orðið á alman- ökum, að hafa sumaraukavikuna á undan heyannamánuði, í stað þess að enda með henni sumarið, eins og lengi var gert til ársins 1928. Ekki veit jeg hvaða kosti sú breyting hefir, en sú röskun fylgir því, að heyannamánuður sem áður byrjaði sunnudaginn í 14. v. sum- ars, jafnt á sumaraukaárum, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.