Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 12
184 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS endranær, byrjar eftir þessa breyt- ingu, sunnudag í 15. v. sumars á sumaraukaárum og um leið verð- ur röskun á tvímánuði og haust- mánuði, svo að þeir byrja og enda viku seinna á sumaraukaárum en öðrum árum, eins og heyannir. Lengi mun það hafa verið svo reglubundið um hina þrítugnættu mánuði hins gamla íslenska tíma- tals að þeir byrjuðu ár frá ári, hver fyrir sig sama vikudag í sömu viku sumars eða vetrar, eftir því hvort þeir fylgdu sumri eða vetri. Svo hefir líka verið um fardaga að þeir byrjuðu ætíð á fimmtudegi með sjöundu viku sumars. Harpa hefir t. d. byrjað með fyrsta sum- ardegi, Miðsumar, Heyannir, sunnu daginn í 14. viku sumars, Gormán- uður á laugardegi með vetri og Þorri föstudaginn tæpar þrettán v. af vetri. Sumarið hefir þannig 6 mánuði þrítugnætta og 4 daga, aukanæturnar, eða 184 daga, og 191 dag á sumaraukaárum, en vetur- inn hefir alltaf 6 mánuði þrítug- nætta, eða rjetta 180 daga. Þetta, hvenær sumar, vetur, þorri o. s. frv. hefir byrjað eða muni byrja er hægt að reikna ná- kvæmlega með fingrarími, langt aftur í eða fram í tímann, að ó- breyttu tímatali, miðað við mán- aðardag og ár, eins hvaða viku- dag sumars eða vetrar ákveðinn mánaðardagur hefir verið ákveðið ár, eða muni verða. Öðru máli cr að gegna um reikn- ingiim viðkomandi tunglkomu. Þar skakkar oft nokkru þótl öðru hverju beri saman við ahnanök, og mun sú skekkja oftar koma þann- ig í seinni tíð, að tunglkoma verði seínna miðað við almanak heldur en fingrarímið gerði ráð fyrir. En það er auðvelt fyrir bann Scm rciknar cftir fingrarími, að lagfæra þetta nokkuð, cf það sýn- ír sig að arlega skakki að mun og oftast á saxna veg. l’atyar. Jeg lít líka svo á að leiðrjett- ing hafi verið gerð um þetta við- komandi pöktum. í seinni tíð eða síðan 1924 hefir verið tilgreint í almanökum hverj- ir væru paktar hvers árs. Ef það er borið saman við kenningu Jóns biskups Árnasonar, sjest að almanökin telja pakta hvers árs einum lægri en J. Á. kennir að reikna þá. T. d. telur almanakið 1950 pakta 11, en ættu að vera 12 eftir kenningu J. Á. Ef reiknað er með pöktunum á sama hátt og J. Á. kennir, þá gerir þessi mis- munur það að verkum að tunglfyll- ing telst einum degi seinna en J. Á. kennir. Jeg ætla nú að sýna hvenær tunglkomur voru taldar eftir fingra rímskenningunni þegar gyllinital var 13 eins og það er nú. Nýtt tungl: 17.jan., 16. febr., 17. mars, 16. apr., 15. maí, 14. júní, 13. júlí, 12. ág., 11. sept., 10. okt., 9. nóv. og 8. des. Þannig var reiknað- með sama milhbili á milli mánaðanna hvaða tunglaldarár sem var, svo að þeg- ar tunglkomudagurinn í janúar var fundinn, þá voru tunglkomudagar hinna mánaðanna taldir fundnir um leið, með því að telja frá hon- um. Ef maður vildi nú gera leið- rjettingu við þetta í samræmi við þá breytingu sem virðist hafa ver- ið gerð á pöktum almanakanna, þá teljast tunglkomur á þessu ári cin- um degi seinna í hverjum mánuði heldur en hjer hefir verið sýnt. Kemur það líka bctur hcim við almanakið í ár, en ekki er þar með sagt að samskonar leiðrjetting ætti eins vel við almanakið næsta ár, eða ætíð næstu ár. KímspiIUsár. Samkvæmt fingxarimi Jons bisk- ups er svo að sjá eftir því sepa hann kennir, að reikna vetrar- komu, að hann hafi talið vetur byrja á föstudegi og dæmi hans um að reikna komu miðsumars bendir á fimmtudag. Þetta er jeg hræddur um að sje ekki rjett, þó að jeg þori ekki að fullyrða það. Þessi gamla rímvísa á að vísa á Þorrakomu: „Helgar þorra tel jeg til tvær frá jólaprýði, rímspillir ef reikna vil rjett er hin þriðja líði“. Þetta virðist mjer standa heima ef talið er frá þrettánda degi ióla, 6. jan., að þá komi Þorri næsta föstudag, þegar tvær helgar eru liðnar, eða þrjár á rímspillisárum, sem venjulega eru 28. hvert ár, og var síðast 1939. Árið 1899 var sleppt að hafa rím- spillisár, og var hafður venjulegur sumarauki árið eftir, 1900, í þess stað, enda var þá sunnudagsbók- stafur G eins og venjulega á sum- araukaárum. Liðu þá 40 ár á milli límspillisára. Næst, er svo stend- ur á að G verður sunnudagsbók- stafur aldamótaár, verður árið 2300, og er líklegt að þá verði eins að farið, enda verður næsta ár á ur.dan rímspillisár, ef ekki vbrður sama breyting á, og var um alda- mótin 1900. Um þrenn aldamót af hverjum fernum, munu hafa orðið 40 ár á milli rímspillisára, hin sömu alda- mót og þegar sleppt hcfir verið hlaupárum og mun svo verða hjer- eftir. Samfylgd páskanna. Jeg vil geta þess, til gamans, með því að jeg veit ekki til að á það liafi vcrið minnst, af þeim sem um fhigrarím liafa skrifað, að stund- um eru paskar, hvitasunna o. s. frv. máaaðardaga eftir sömu röð, urn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.