Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 15
187 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS WSK.irT unnar i. Þaö er — hið rauða blóm. Mitt í draumarósum dökkum á dauðafljótsins holu bökkum líkt og logi rís. Hann var — hinn grái steinn. Eldsins rauða ægiveldi aleinn huldi skuggafeldi. — Hvaðan komstu, blóm? Hún var — hin mikla mold. „Upphaflegast11 er hið „dauða?“ Hví óx á jörðu blómið rauða? Hvaðan komstu, líf? Hvað kom, — sem eigi var? Fæðing, dauði, framrás, hröpun, fullkomnunin, eyðing, sköpun? — Upphaf eigi var. Allt var — til eilífð frá. Heimsblekking um órof alda augað lítur þúsundfalda. Líf og andi er. Það er — hið hvita blóm. Mitt i reit af liljiun ljosum hjá lífelfunnar silfurrósum, hið hvíta, bjarta blóm. II. Að baki línu og lita sem litningar stóð í efnisheimi hulin hugmyndaþjóð. — Sjá, straumar af hugmyndum, stormar af sálum um stjarnhveli fer. — í storknandi málmgrýti steyptar myndir steinsálir skapa sjer: Hugmyndir sendar úr heimi andans, huga þjer, gerandi, alls sem er. Koma frumheimar. Bíða blómheimar. Koma blómheimar. Bíða dýrheimar. Koma dýrheimar. Bíða mannheimar. Koma mannheimar. Bíður þú? Hver hugmynd, sem vakir í vitund þinni og veru skapar sjer, óðal sitt byggir í þjer, gerandi alls, sem er. III. Og speki manna er stjarna ein, sem snýst í stórum hring um þig og möndul sinn, heimssól björt. — Og stjarna, þanki þinn þaðan gegnum ský og myrkur brýst. Um aldaraðir öðrumegin býr eyðinótt, þar hálfur máni fer. En sólfar bjart á hinum helming' er: Af himni þínum nótt og þoka flýr. SVo hálf í myrkri, hálf í ljósi er heimskringlan, er markar stjörnu þa og snýst í hring um djúpin dular* blá svo dægraskipti verða mörg hjá þjer. Á stjörnu speki vorrar allt, sem er, er endurfæðing þess, sem horfið var: Sama skin og sama skýjafar um sömu stjörnu heimsins aldur fer. Og sama Ijósfley sömu ströndum nær. Sól, er hvarf um aldir skín í dag, og strengir hennar leika sama lag ‘ og leikið var á hörpu þína í gær —. En eflaust, systir heimska, heldur • þú, að heimsmenning sje stærst á þinni öld, að endii' hennar sje þitt ævikvöld, að aldrei væri af dýpri miðum sótt. — Hver kynslóð mín er sæl í sinni trú, að sóhn skíni bjartast okkar nótt! 4/ 4* 4/ EKKI var það alveg rjett, sem stóð í Lesbók um daginn, að Viðeyar- stofa sje tveggja alda gömul á þessu ári. — Ochsen stiptamtmaður and- aðist 9. september 1750 og hafði aldrei til íslands komið. Hinn 5. október var Rantzau greifi skipað- ur eftirmaður hans og honum gert að skyldu að flytjast til íslands. Ekki vildi hann setjast að á kongs- garðinum Bessastöðum og var því ákveðið að byggja hús handa hon- um í Viðey. Það eru því 200 ár í haust síðan sú ákvörðun var tekin. En ekki var byrjað á Viðeyarstofu fyr en 1752. Var Rantzau þá hættur við að koma hingað, en Skúli hafði fengið ábúð á Viðey árið áður. Upphaflega átti Viðeyarstofa að vera 2 hæða .,múrbindingshús“, en Skúli fekk leyfi til þess að byggja úr steini, sem tekinn \'æri þar á eynni, og var þá jafnframt ákveðið af Rentukammeri, að húsið skyldi ekki vera nenta ein hæð. Smíði stofunnar stóð nokkur ár og hyggur Jón biskup Helgason að hún hafi ekki verið fullger fyr en 1759.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.