Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 1
tóh 13. tölublað. JR*YBmiIrIatoill0 Skírdag, 6. apríl 1950. XXV. árgangur. ÞEGAR PÁSKA-BJÖRGIN FÚRST VIÐ BÆARVEGGINN JÓHANN V. DANIELSSON kaupmaður var byrjaður á því að rita end- urminningar sínar skömmu áður en hann Ijest. En ekki auðnaðist hon- um að ljúka þeim, og eru sumir kaflarnir varla meira en minnisgreinar. Aftur á móti hafði hann gengið frá bcrnskuminningum sinum og lýs- ingu á uppvaxtarárunum. Er margt af því fróðlegt til samanburðar á kjörum manna þá og nú. Fræðsla í æsku. JEG er fæddur í Kaldárholti í Holtahreppi, Rangárvallasýslu, 17. nóv. 1866, sonur Daniels Þorsteins- sonar bónda þar og Vilborgar Jóns- dóttur frá Skálmholti. Höfðu for- feður mínir búið mann fram af manni í Kaldárholti, og má rekja þá ætt í beinan karllegg til Torfa í Klofa og Lofts ríka á Möðru- völlum. Þegar jeg var 4 ára var byrjað að kenna mjer að þekkja stafina. Þegar pabbi kom inn frá gegning- um á kvöldin, tók hann mig á hnje sjer og sýndi mjer stafrofið. En engan greinarmun gerði hann á a og á, ð og d, i, í og j, o og ó, u og ú, y og ý. Þessir stafir hjetu hjá hon- um á, d, í, ó, ú og ý. Þegar jeg hafði svo lært að þekkja stafina, og átti að fara að setja þá saman í orð og kveða að, þá urðu sum orðin skrít- in í framburði, t. d.: íeg óg gúd (jeg og guð), þád er ád (það er að) o. s. frv. Þetta kunni jeg illa við, og smám saman lærðist mjer að kveða rj'ett að. Og þegar jeg var 6 ára var jeg farinn að lesa sögur upphátt á kvöldin fyrir fólkið. Tvær gamlar konur voru á heim- ili mínu, föðuramma mín á átt- ræðisaldri' og önnur kona jafn gömul; hafði hún lengi verið hjá afa og ömmu og var látin njóta þess í ellinni. Þessar gömlu konur kendu okkur bræðrunum marga fallega sálma, vers og kvæði. Þess- um sálmum og kvæðum raðaði jeg svo jafnharðan og jeg lærði þau, út um tún og uppi í heygarði, og þar var jeg fljótur að finna þau þegar gamla konan fór að hlýða mjer yfir. Afi minn, sem var um áttrætt, stóð alla vökuna uppi við grútar- lampa í baðstofunni við að skera út lok á öskjur eða sverfa skónál- ar. Smíðaði hann mikið af þessu á hverjum vetri, en fór á vorin út Jóh. V. Danielsson. um sveitir til að selja það. Öskj- urnar voru smíðaðar þannig, að þunt girði var haft í belginn, beygt í hring og teglt vel saman. Svo var látinn botn í og lok yfir, útskorið með allskonar flúri. Þetta voru þægileg smjörílát bæði heima og heiman í ferðalog. Askjan kostaði það sem hún tók af smjöri, þetta frá 1—5 merkur. Það var siður þá, að flest, sem þurfti til heimilis, var smíðað heima, svo sem: mjólkurfötur, vatnsfötur, þvottabalar, koppar og kyrnur, askar, kistlar, skrínur, hey- laupar, kláfar, klyfberar, vefstól- ar, orf og hrífur, sleifar, ausur og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.