Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 3
LfcáiíÚK MORGUWtíLADöJUNt) i'Ji farangur aiiur iatinn i ierjubaunn, en hestannr reknir á sund í ána. Þegar báturinn kom yfir voru hest- arnir komnir upp úr ánni og höfðu velt sjer. Jeg var sendur að sækja þá, og stóð það heima að pabbi var að ljúka við að bera af bátnum þegar jeg kom með þá. Komið var að hádegi er við lögð- um á stað frá ferjustaðnum, og fór- um sem leið lá út á Ásaveginn, hjá Vælugerði og Onundarholti, niður í lága Flóann, suður hjá Sviðu- görðum og Gegnishólum. Suður í Hólavöll fórum við um kvöldið, tjölduðum þar og sváfum um nótt- ina. Næsta morgun fórum við á fæt- ur kl. 5. Þá var glaða sólskin og skafheiðríkt loft. Jeg flýtti mjer eins og jeg gat að ná saman hest- unum, því tilhlökkunin var mikil að sjá Eyrarbakka og hina marg- umtöluðu og margþráðu Bakkabúð, sem var svo há, að þeir sögðu að hraunið, sem kom úr Krakatindi hjá Heklu 1872 og hlóðst upp með Valahnúk, væri ekki hærra! Við fórum niður á sjávarbakk- ann vestan við Baugstaði og svo út að Stokkseyri. En þar fórum við niður fyrir sjógarðinn, því að eng- inn vegur var í gegnum þorpið; þar var þá heldur engin verslun. Þegar við komum út að Gamla-Hrauni, þurfti pabbi að stansa þar, og á meðan gat jeg litast um. Og þeirri sjón gleymi jeg aldrei. Á skipalegunni á Eyrarbakka lágu tvö stór seglskip,- mcð danska fána við hún. Og svo blasti vjð mjer hin mikla og íagra Eyrarbakkabúð, rneð tvo danska íána á stöng. Þessa íjóra iána á búðinni og skipunum bar við bláa fjallshlíðina í baksýn, og þótti mjer það svo tíguleg og fögur sjón að rnjer fanst jeg vera kominn í annan heim, og mjer hefði opnast dýrlegt ævintýraland. Og enn i dag ber ljóma af þessari fyrstu för minni á Eyrarbakka, þótt langt sje um liðið. SVO var það fyrsta rjettaferðin mín. Jeg hafði hlakkað svo mikið til hennar, að jeg byrjaði að telja dagana hálfum mánuði áður. Fimtudagskvöldið fyrir rjettir var ætíð lagt á stað, hvernig sem veður var. Fólk af ýmsum bæum hópaðist saman, og voru oft 20—30 í hóp. Upp í Landrjettir var full 3 stunda hröð ferð heiman frá mjer, en þótt lagt væri nokkuð tíman- lega á stað, var ekki komið í rjett- irnar fyr en í myrkri. Menn þurftu oft að staðnæmast á leiðinni og fara af baki. Eldri piltarnir höfðu með sjer á rjettapelanum og þurftu oft að dreypa á honum. Stundum var íarið heim á bæi til að fá sjer kaffi, og alt tafði þetta fyrir. Hjettarnes liggur í alnbogabót Rangár. Vefur hún sig blá og tær að því á tvo vegu, en fyrir ofan eru grasi grónir vellir og svo kletta -belti sem lykur þarna um. Þarna undir klettabfeltinu voru tjöld fjalla -manna, hvert við hliðina á öðru, á rennsljettum völlum, sem nýlega höfðu verið slegnir, og fallegri ljá- för og skára hef jeg aldrei sjeð. í nesinu var fjársafnið geymt í sjálf- heldu. Þar voru og hestar fjall- manna og þangað var farið með alla aðra hesta, svo að þeir skiftu hundruðum. Við byrjuðum á því að hitta fjall- mann okkar og fá hjá honum kaffi, en stúlkur, sem voru með í ferðinni, gáfu honum lummur af nesti sínu. Engin stúlka cða kona fór $vo í rjettirnar, að hún hefði ekki með sjer iullan klút af lummum. Um nóttina voru þær svo í pukri að lauma lummum að þeim piltum, sem þeim leist best á. Varð af þessu talsverður metnaður, því að strák- arnir spurðu hvor annan á eftir: „llvað voru það margar stúlkur, sem gáfu þjer lummur í rjettun- um?“ Sá þótti mestur maðurinn, sem flestar átti lummu-stúlkurnar! Þegar leið að miðnætti fór fólkið að hópa sig saman og syngja. Var þá oft sungið vel, og þótti það prýðileg skemtun. Við strákarnir tókum okkur út úr og fórum að glíma; það þótti okkur betri skemt- un. En sumir karlarmr fengu sjer vel í staupinu, urðu svo saupsáttir og lentu upp úr því í áflogum, svo að þeir gengu bláir og blóðugir úr þeim hildarleik. Gæti jeg nefnt þá^ til nokkra kunna menn, en skal láta nægja að segja frá einni viðureign. Með birtu rjettamorguninn sat jeg á fallegum bala uppi undir klettunum, og var að horfa á hesta- mergðina og fjársafnið mikla, sem breiddist um nesið. Þá sje jeg hvar maður kemur hlaupandi frá rjett- inni og ræðst á nokkjra menn, sem stóðu í hóp á flötinni fyrir neðan mig. Þeir reyndu að verjast lion- um, en hann gekk berserksgang, grenjaði og froðufeldi og barði óður á báðar hendur. Þusti nú fólk að, bæði konur og karlar, og stóðu allir ráðalausir, því að enginn þorði að ráðast gegn þessum óða manili. Að lokum gengur þó þreklega vaxinn maður út úr hópnum, hleypur á hinn óða mann, tekur hann hrygg- spennu pg lyftir honum upp á bi^ingu sjer eins og það væri dreng- ur. Síðan hljóp hann með hann í fanginu nokkuð út fyrir mann- hringinn, skellir honum þar niður og legst ofan á hann. Hinn óði mað- ur barðist um á hæl og hnakka, cn gat ekki losað sig úr þessum lieljar- greipum, og þannig helt hinn hon- um í fulla klukkustund, meðan mesta æðið var að renna af honum. Jeg hef aldrei sjeð hraustlegri handtök á ævi minni. Þegar björgin fórst við bæarvegginn. PABBI var ekki talinn fatækur, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.